Vinskapur og gleði.
6.4.2008 | 14:26
Það er afar misjafnt hvernig við skilgreinum þessar
gjafir, að hafa fengið að eiga vinskap og gleði í sínu lífi.
Þegar maður er barn á maður fullt af vinum og er alltaf glaður
það er að segja ef allt er í lagi í kringum okkur.
Þegar maður byrjar í skólanum eignast maður fullt af því sem við köllum vini,
en svo minkar þessi hópur með tímanum og við förum að skilja það,
hvað það er að eiga vin í raun og veru.
þegar ég var unglingur eignaðist ég vinkonu sem mér þótti mikið til koma,
Við vorum vinkonur þar til við vorum báðar búnar að eignast börn og
farnar að búa. svo er það nú einhvernvegin þannig að maður fer út og suður
og það verður minna um að fólk hittist, sem er að sjálfsögðu afleitt.
En alltaf ber ég hlýjar tilfinningar til þessara gömlu vina minna.
Ég var svo lánsöm að eignast góða vinkonu, í Sandgerði þar sem ég bjó
í 27 ár og var alltaf gaman hjá okkur við komum við hjá hvor annarri á
hverjum degi. Hún Magga mín var yndisleg kona og finn ég ennþá fyrir
miklum tengslum við hana, en hún dó fyrir mörgum árum síðan.
Það tók ekki marga mánuði fyrir skrýtna sjúkdóminn að taka hana frá okkur,
við vorum eiginlega upp á hvern einasta dag hjá henni þar til yfir lauk.
Ef það er hægt að tala um yndislegan tíma undir svona kringumstæðum,
þá var það þessi tími, því það voru allar vinkonurnar og systur við sátum og
prjónuðum, saumuðum, sögðum sögur og brandara.
Systur hennar sáu yfirleitt um að gera henni til góða fyrir svefninn.
Um ári seinna fór Begga systir hennar úr sama skrýtna sjúkdómnum
sem þið eruð nú örugglega búin að sjá út hver er: ,, krabbamein".
Rúna góð vinkona okkar og sú sem annar tvíburinn minn er skýrð í höfuðið á
fór líka um svipað leiti. Það var mikill missir af þessum konum.
Svona djúpa og góða vinkonu hef ég ekki eignast síðan.
Auðvitað hef ég eignast vinkonur og ætla ég ekki að vanmeta þær.
En svo gerðust undur og stórmerki,
ég fór að blogga og var smátíma að komast inn í það, en það gerðist
það sem ég taldi ekki mögulegt að maður myndaði tilfinninga-tengsl
við marga af sínum bloggvinum, og það afar sterk tengsl.
Ætla ég ekki að útskýra það nánar.
Þeir sem skynja þetta vita hvað ég meina.
Takk fyrir mig og góðar kveðjur.
Milla.
gjafir, að hafa fengið að eiga vinskap og gleði í sínu lífi.
Þegar maður er barn á maður fullt af vinum og er alltaf glaður
það er að segja ef allt er í lagi í kringum okkur.
Þegar maður byrjar í skólanum eignast maður fullt af því sem við köllum vini,
en svo minkar þessi hópur með tímanum og við förum að skilja það,
hvað það er að eiga vin í raun og veru.
þegar ég var unglingur eignaðist ég vinkonu sem mér þótti mikið til koma,
Við vorum vinkonur þar til við vorum báðar búnar að eignast börn og
farnar að búa. svo er það nú einhvernvegin þannig að maður fer út og suður
og það verður minna um að fólk hittist, sem er að sjálfsögðu afleitt.
En alltaf ber ég hlýjar tilfinningar til þessara gömlu vina minna.
Ég var svo lánsöm að eignast góða vinkonu, í Sandgerði þar sem ég bjó
í 27 ár og var alltaf gaman hjá okkur við komum við hjá hvor annarri á
hverjum degi. Hún Magga mín var yndisleg kona og finn ég ennþá fyrir
miklum tengslum við hana, en hún dó fyrir mörgum árum síðan.
Það tók ekki marga mánuði fyrir skrýtna sjúkdóminn að taka hana frá okkur,
við vorum eiginlega upp á hvern einasta dag hjá henni þar til yfir lauk.
Ef það er hægt að tala um yndislegan tíma undir svona kringumstæðum,
þá var það þessi tími, því það voru allar vinkonurnar og systur við sátum og
prjónuðum, saumuðum, sögðum sögur og brandara.
Systur hennar sáu yfirleitt um að gera henni til góða fyrir svefninn.
Um ári seinna fór Begga systir hennar úr sama skrýtna sjúkdómnum
sem þið eruð nú örugglega búin að sjá út hver er: ,, krabbamein".
Rúna góð vinkona okkar og sú sem annar tvíburinn minn er skýrð í höfuðið á
fór líka um svipað leiti. Það var mikill missir af þessum konum.
Svona djúpa og góða vinkonu hef ég ekki eignast síðan.
Auðvitað hef ég eignast vinkonur og ætla ég ekki að vanmeta þær.
En svo gerðust undur og stórmerki,
ég fór að blogga og var smátíma að komast inn í það, en það gerðist
það sem ég taldi ekki mögulegt að maður myndaði tilfinninga-tengsl
við marga af sínum bloggvinum, og það afar sterk tengsl.
Ætla ég ekki að útskýra það nánar.
Þeir sem skynja þetta vita hvað ég meina.
Takk fyrir mig og góðar kveðjur.
Milla.
Athugasemdir
Skil hvað þú ert að fara hér og oft langað að blogga um en ekki treyst mér til. Hef misst góða vinkonu úr skrítnu veikinni, mín besta vinkona býr erlendis og get því lítið hitt hana að vild.Svo hefur maður misst sambandið við margar í gegnum árin sem eðlilegt er, allir í fjölskyldumunstrinu. Finn samt fyrir einmanaleika stundum og ákvað að byrja að blogga. Kynnist hægt og sígandi fólkinu hér eins og í lífinu. Finnst ég jafnvel ekki fitta inn en þykir samt vænt um og gaman af að.
Þykir vænt um að eiga þig sem bloggvin Milla
M, 6.4.2008 kl. 14:34
Ég skil alveg hvað þú átt við.
Það er ótrúlega erfitt að missa nána vini sína.
Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 14:36
Erna, 6.4.2008 kl. 14:37
Elsku Milla, þarna setur þú í orð hugsanir mínar síðustu daga. Ég er svo hamingjusöm með vina hópinn minn og þið eruð búin að gera svo ofborðslega mikið fyrir mig. Höldum áfram á þessari braut og ég er sannfærð um að sameiningarmáttur okkar til góðra hluta skilar sér út í mannlífið.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 17:42
Kæra Emm að sjálfsögðu fittar þú inn, það er bannað elsku vina að vera með minnimáttar kennd því við erum öll jöfn.
Ég finn líka stundum fyrir einmannakennd, þá sest ég niður og hugsa um bæði lífs og liðna hugsa um skemmtilegu stundirnar sem við höfum átt saman, og þá er ég ekki einmanna lengur.
Mér þykir líka vænt um að hafa þig sem vin Emmið mitt.
Kærleikskveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 17:54
Ég skil þig Milla mín það var svo skítið ég missti þrjár vinkonur mínar úr krappameini það var ár á milli þeirra allra.
Kveðja Milla mín
Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2008 kl. 17:55
Ragga mín ég veit að þú skilur þetta afar vel, enda er samkenndin með okkur sem rita hér á þessa síðu mikil, og hún felst í skilningi okkar á
mannraunum, kærleika, sorg og gleði.
kærleikskveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 17:58
Sömuleiðis Erna mín, þær voru rétt að fara inn að Laugum mæðgur,
þess vegna er ég fyrst núna að komast í tölvuna, ég eftirlæt þeim
hana er þær koma, nema á morgnanna og smá á kvöldin, síðan þurfum við nú ætíð að tala vel saman, ekki losna ég við þær út,
ekki að mér sé ekki sama, en mamma þeirra hefur þungar áhyggjur að þær skuli ekki vilja fara eitthvað, en nei þessar nördastelpur mínar eru bara flottar vilja ekkert vesen bara vera að lesa og fara smá í leiki, hanna föt á Pullip dúkkurnar taka svo myndir og setja á netið.
Ekki líkar ykkur mömmu þeirra eða þér á þessum aldri
Kærleikskveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 18:08
Helga mín til þess erum við, að hjálpa hvort öðru. og það er gott ef þú hefur getað fengið hjálp frá okkur.
Kærleikskveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 18:10
Ásdís sammála þér elsku vina mín við eigum eftir að gera góða hluti saman og eitt er víst að ef þú hefur fengið hjálp hjá okkur þá höfum við fengið hana hjá þér.
Ætla að leiðrétta að það var ekki Ingimar minn sem átti Tran saninn
heldur Nonni bróðir hans.
Svo er ég með kærleikskveðju til þín frá Írisi minni, hún segir að Óskar hafi verið góður maður og að hann sé búin að taka á móti henni með hlýu, láttu þér ekki bregða, við erum ekkert skrýtnar, bara svolítið öðruvísi, þú munt sjá þetta er þú kemur í heimsókn.
Kærleikskveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 18:23
Katla mín það er afar erfitt að missa vinkonur sínar, maður er ekki að meðtaka það alveg strax.
Kærleikskveðjur Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 18:38
Það er gott að eiga góða vini þegar erfitt gengur, og í erfiðleikunum skynjar maður vel hverjir eru í raun og veru einhvers virði í vinskap.
Leiðinlegt að heyra með vinkonur þínar, þær hafa eflaust verið góðar konur, fyrst að þú umgekkst þær.
Mér finnst æðislegt að hafa hitt þig hér á blogginu Milla mín, þú ert frábær kona og æðisleg, og það er örugglega alltaf ljómi í kringum þig
Knús á þig elsku Milla mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.4.2008 kl. 18:39
Takk Róslín Mín, já þær voru góðar konur. mér finnst líka gott að hafa hitt á þig á blogginu, þú ert nú ljósið mitt hér inni og örugglega margra annarra líka. Mottóið mitt í lífinu er að gefa frá mér ljós og gleði
vona ég að það takist.
Kærleikskveðjur Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 18:52
Sömuleiðis Búkolla mín.
Kærleikskveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 19:09
Gréta mín ég er búin að missa miklu fleiri.
Já finnst þér ekki notalegt að breiða bænir þínar yfir okkur,
allavega kann ég vel að meta það. það kalla ég að ná góðu sambandi.
Kærleikskveðjur Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 19:12
knús
Helga skjol, 6.4.2008 kl. 19:20
Ekki þekki ég það að missa vini ú Krabbameini en ættingja hef ég misst og þar á meðal móðursystir mína sem var bæði eins og mamma mín og besta vinkona, það var virkilega erfitt. En ég er svo sammála þér með bloggvinina.
Milla við ætlum að hittast nokkrar á laugardaginn á kaffihúsi hérna, þar á meðal Gréta, Sigga, Helga og ég, allar bloggvinkonur þínar og þætti okkur ofsalega gaman ef að þú sæir þér fært að koma og hitta okkur
Huld S. Ringsted, 6.4.2008 kl. 19:46
Takk Helga mín.
Kærleikskveðjur til þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 19:47
það væri æðislegt Huld mín ég er til í það, lætur þú mig vita hvar og klukkan hvað? þetta verður afar gaman.
Kærleikskveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 19:53
Mikið er ég glöð að heyra þetta, ég læt þig vita um leið og við erum búnar að ákveða tímann
Huld S. Ringsted, 6.4.2008 kl. 20:02
hlakka til Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 20:07
Takk elsku Milla, ekki skrítið að rugla þeim brfæðrum saman, ég er orðin svo gömul gott að vita að Óskar sé búinn að heilsa upp á Írisi, hann var góður maður það er sko satt og ég er glöð að vita af dóttur þinni í mínu gamla húsi, þar áttum við margar gleðistundir. GN og takk fyrir að vera til og vera eins og þú ert
Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 21:18
Ég skil hvað þú meinar.
Ég hef misst 2 systur úr krabba labba(eins og við systur köluðum
krabbameinið) og misst góða og kæra vinkonu .
Kveðja
Vallý (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 23:07
Vináttan er gulls ígildi og vel þess virði að hlúa að. Að missa vini er sannarlega erfitt og að missa extra góða vini er auðvitað ekkert öðruvísi en að missa góða ættingja. Mottóið þitt um að gefa frá þér ljós og gleði er sannarlega dásamlegt mottó og eitthvað sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar, það geri ég líka. Knús á þig Milla mín og hafðu góða viku framundan..
Tiger, 7.4.2008 kl. 00:59
Takk fyrir innlitið Vallý, það hlýtur að hafa verið sárt fyrir þig að missa þær. en við verðum að vera þakklátar fyrir að hafa fengið að njóta samvista við vini og vandamenn á meðan þeim var ætlað að vera vera á okkar tilverustigi.
Kærleikskveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.4.2008 kl. 07:12
Ásdís takk sömuleiðis, ég hlakka svo til að sjá ykkur, er eins og krakki, get varla beðið.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.4.2008 kl. 07:14
Tiger það er nú alveg á tæru að þú gefur frá þér ljós, skemmtilegheit,
grín og kærleika.
Viska þín er mikil, jú það er erfitt að missa þá sem eru manni kærir.
Sjáðu til Magga vinkona mín var klettur í mínu lífi og við hittumst á hverjum degi. Svo missti ég klettinn þá riðaði ég í nokkuð langan tíma, þegar ég var búin að sleppa henni varð ég bara svo þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þann tíma sem henni var ætlað að vera með okkur á þessu tilverustigi.
Maður má ekki endalaust vera inni í sorginni því þá getur maður hvorki ræktað sjálfan sig eða aðra.
Knús inn í þína viku Tiger míó.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.4.2008 kl. 07:29
Það er ómetanlegt að eiga sanna vini, sem hægt er að leita til hvenær sem er bæði þegar að manni líður ílla og eins þegar að vel gengur
Knús á þig Milla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 7.4.2008 kl. 07:44
Hæ Stína mín já það er svo yndislegt, ég vona að þú hafir átt góða helgi. Knús til þín Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.4.2008 kl. 09:01
það er meil til þin, ljufan
Kristín Gunnarsdóttir, 7.4.2008 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.