Fyrir svefninn.

Blaðamaður nokkur var giftur skapstórri konu.
Þegar hann fékk sér í staupinu, sem oft bar við,
lentu þau hjón stundum í handalögmáli, og kom
blaðamaðurinn oft hruflaður undan konunni.
Starfsbræður hans vissu þetta.
Einu sinni kemur hann rispaður á annari kinninni
niður á skrifstofu.
,, Hvað er að sjá þig, maður!" segja félagar hans.
,, Því ertu rispaður á kinninni?"
,, Ég skar mig á rakvél,"svaraði blaðamaðurinn.
Í þessu er hringt í símann, en það var þá kona hans
og vill fá að tala við mann sinn. sá sem svaraði símanum
réttir blaðamanninum heyrnatólið og segir:
,, Gerðu svo vel! Rakvélablaðið er í símanum."


Dönsk Bulla réðst eitt sinn á Árna Pálsson.
þá kvað hann:

                       Ein mig bullan áherjar,
                       erkileiður fjandi.
                       Bölvaðir séu Baunverjar
                       bæði á sjó og landi.

                                         Góða nóttSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hahaha, úbbs, vonandi að konan hafi ekki heyrt þetta!!

Góða nótt Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.4.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég hló núna mikið var þetta góð saga og og ljóð.

Góða nótt Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2008 kl. 21:59

3 Smámynd: Tiger

  Ójá, frábær saga og vísustubburinn flottur. Eins gott að halda sig bara við sannleikann ef maður vill ekki láta koma svona aftan að sér sko... hehehe.. knús á þig í nóttina Milla mín og guð gæti þín!

Tiger, 7.4.2008 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.