Vitið þið hvað gleði er.?

Þegar ég var að tala um vinskap og gleði hér um daginn.
þá varð gleðin alveg útundan.
Gleðin byrjar um leið og við fæðumst, og ef við eigum góða
æsku þá heldur gleðin áfram, að sjálfsögðu með smá hnökrum af og til.

Unglingsárin færast yfir með allri sinni gleði, sorg, ósætti við foreldrana,
manni  finnst þau svo leiðinleg, gamaldags og þau eru nú bara ekki inn.
Það kannast allir við það. þó maður elski þau álveg í botn.

Nú svo rennur upp stóra stundin, maður er búin að finna þann rétta,
Guð hvað maður varð glaður, í tilhugalífinu er yfirleitt allt svo gott og
æðislegt, og þó það væri eitthvað að og maður væri ekki mjög
glaður á stundum veifaði maður því í burtu, og tók gleði sína aftur
enda þurftu þeir ekki annað en að kiða sér svolítið upp við mann,
Umm elskan er ekki allt í lagi, Ég elska þig, þú veist það.
Bráðnaði maður og var bara góða stelpan, því ekki mátti
andmæla þeim.

Börnin komu hvert af öðru og ætíð var maður jafn glaður, og
manni fannst að allir ættu að vera glaðir í kringum mann.
Nei það var bara ekki þannig, og ætíð hafði hann það af að slá á gleðina.

þegar búið var að beita mann andlegu og líkamlegu ofbeldi í langan
tíma, gat maður nú lítið sagt nema að fá á kjaftinn,
og þó maður segði ekki neitt,
og  vissi ekki af honum þá lá maður bara allt í einu í gólfinu,
og það var búið að lemja mann.

Lífið gekk sinn vanagang, börnin skýrð og fermd.
eignuðust sjálf maka og börn og flugu úr hreiðrinu.
Loksins er maður gerði sér grein fyrir því að maður gæti ekki kennt
manninum að lifa í gleðinni og kærleikanum,
og löngu hættur að elska eða bera nokkra virðingu fyrir honum,
þá liðu samt mörg ár þar til maður þorði að klippa á sambandið.
Því manni var ætíð hótað, en geðveikin var orðin slík að manni
var ekki vært.

Í öllu þessu hélt maður gleði sinni, hvernig gat maður það?
Jú kærleikurinn til barna,ættingja og vina var svo sterkur að
maður hélt gleðinni þó það væri harla erfitt á stundum.
En maður var hvort sem er búin að halda dampi í 27 ár.

Í dag er maður óendanlega glaður, búin að vinna vel í sínum málum.
og maður á bestu fjölskyldu í heimi.
Ég er guði þakklát fyrir líf mitt.  Lifum í gleðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Það eru skin og skúrir í lífinu.Eitt sem við getum verið viss um er að sólin kemur alltaf upp.

Ég finn til í hjartanu að einhver þurfi að upplifa annað eins og þú talar um.

Ást og gleði eru tvíburasystur

Solla Guðjóns, 8.4.2008 kl. 17:20

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Milla, þú hefur þjáðst það sé ég, þú sem er endalaust að styrkja aðra, svona er það kannski einmitt, þeir sem upplifa mikið geta gefið mikið og oftast í kærleik. 

                            Kærleikskveðja til þín

                                  þín Ásdis

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 17:44

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Solla mín já allar eigum við til ást og gleði og systur erum við allar.
                          Kærleikstenging er örugglega hér á ferð
                                         Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín kæra, þetta kemur allt út smá saman, og vinna í því er ég heilmikið búin að gera.
Flestar konur hafa þurft að upplifa einhver leiðindi það heyrir maður víða, og hver og ein kona upplifir sínar raunir á sinn hátt.
Mest um vert er að losa sig við þær og lifa í kærleikanum .
                    Hjartans kveðjur til þín
                        Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2008 kl. 18:28

5 Smámynd: M

Takk fyrir góðan pistil Milla.   Þú ert svo glaðleg að sjá  þótt þú hafir upplifað þessi leiðindi í lífinu sem þú ert loks búin að kveðja.

Kærleikskveðja

M, 8.4.2008 kl. 18:34

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo sannarlega var þetta góður skóli fyrir okkur, ég hef nú talað um það áður að við öll gerum okkar besta hverju sinni. Foreldrar okkar voru bara fín, enda var ég ekki að meina neitt annað allavega ekki í mínu tilfelli. Pabbi skammaði litlu stelpuna sína aldrei, en hann þurfti ekki annað en að segja þú ættir nú kannski að, þá vissi maður að það var betri aðferð, elsku mamma mín var svolítill tuðari, en raunbetri mömmu gat maður svo sem ekki átt.
En það er svo margt í þessu eins og öðru í lífinu.

Og Hjónabandsskólinn er sterkastur því í honum þroskast maður mest.
Jú auðvitað ræðum við þetta á laugardaginn.
Kærleikskveðjur til þín Sigga mín.
                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2008 kl. 18:37

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Emmið mitt kæra ég var svo lánsöm að fæðast brosandi, og ég er það bara ennþá dag í dag, því ég er svo þakklát og glöð fyrir það sem ég á.          Kærleikskveðjur til þín
                   Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2008 kl. 18:40

8 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir þetta Milla mín. Það endar með að maður fær nóg, stundum veldur eitt lokaatvik en stundum er þolgæðið búið.

Knús

Ragnheiður , 8.4.2008 kl. 18:45

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ragga mín já það var akkúrat svona punktur sem fyllti mælirinn
sem gerði það að verkum að ég fór. þegar ég var með yngri börnin mín lítil þá voru þau oft veik. ég varð að vera með þau frammi í eldhúsi því hann þurfti að hafa frið til að sofa.
Ég hafði Fúsa minn í vöggunni sinni og Milla mín var í vagninum
ég sjálf hékk fram á eldhúsborðið, eða lá á gólfinu á teppi.
Síðan þegar Dóra mín eignaðist tvíburana sína voru þær með magatruflanir og svo fengu þær einhverja flensu í sig, ég fór til að hjálpa henni og var búin að vera tvær nætur, þá kom hann og spurði
hvað er þetta ertu bara flutt eða hvað. "punktur"
Já sagði ég: ,,Mun ekki koma heim aftur."
                Kærleikskveðjur Ragga mín.
                          Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2008 kl. 20:00

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður mín það tók ekki árið þá var maður farin að titra.
samt var maður alltaf að halda frontinum og hann var svo flottur þegar komu gestir og svoleiðis, þá var allt svo gott og ég var svo flott eiginkona, ég veit að það er erfitt að skilja þetta ég gerði það ekki sjálf, en þegar ég skildi kom vinkona mín með bæklinga frá kvennaathvarfinu þá vissi ég og skildi að ég var ekki ein.
                        Kærleikskveðjur  Hallgerður mín og hvernig hefur þú
                        það, ertu búin að ná þér?
                                Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2008 kl. 20:07

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Elsku Milla mín, ég samgleðst þér að vera komin í heiðríkjuna úr helvíti. ÞÚ ERT ÓTRÚLEGA STERK, þrátt fyrir allt, sem þú áttir ekki skilið. Guð sér um sína, sagði kerlingin alltaf en á svona ferli er engin guð. Svo allt í einu kemur ljósið í sálina og allt annað er myrkur. Þá hefur guð séð um sína.

Mér finnst svo vænt um þig, gangi allt vel og Góða nóttkv.eva

Eva Benjamínsdóttir, 8.4.2008 kl. 23:03

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður mín gott að þú ert að fá heilsuna, en það tók mig 3 vikur
ég hélt stundum að það væri nú bara eitthvað alvarlegt að mér,
maður getur verið svo vitlaus, eins og maður gæti þá nokkuð gert við því. Jú auðvitað gæti maður gert það.

sem betur fer er ég fær um að tala um þetta fyrra líf mitt og kemur þetta í smá skömmtum.
Það er mín einlæga von að fólk sem er í þessum sporum skilji að engin getur bjargað því nema það sjálft.
                                     

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 06:40

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Eva mín já satt var það hjá kerlingu: ,,Guð sér um sína."
Og ljósið kom með tvíburunum mínum.
                        Kærleikskveðjur kæra Eva mín
                                  þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 06:43

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís Helga mín Já ég er sterk og dugleg aftur orðin sú sem ég var innan tvítugs, og það er svo gaman að lifa.
Ég er einnig heppin að hafa kynnst þér mín kæra.
                     Kærleikskveðjur þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband