Fyrir svefninn.

Kæru bloggvinir hef nú ekki mikið kommentað
í dag, en lofa bót og betrun.
Í kvöld ætla ég að færa ykkur ljóð eftir góðan mann.
þetta er ástar ljóð og getur bara átt við um bæði kynin.

                  Hljóðum skrefum ýlfur úlfsins vaknar
                  í eldingu mannsins er missti og saknar
                  draumsins er í björtum logum brann
                  í biblíusögu um konu og mann

                  Í spegli andans býr draumadísin mín
                  er döggvotum augum sýndi mér gullin sín,
                  og um litla stund var ást okkar eitt
                  ekkert í þessum heimi brann jafn heitt.

                  Hennar ásýnd fegurðar faldi leyndarmál
                  er féllu sem ljósir lokkar inn í mína sál,
                  og laufi prýddur líkaminn hvíslaði hljótt:
                  ,, Hjarta mitt er þitt í nótt."

                  En vitrun næturinnar deyr í dögun
                  líkt og draumur er skiptir um lit og lögun,
                  og hverfur sem einmanna varúlfur inn í næstu nótt
                  til að nærast, elska og ýlfra í ótt.

                                  Arnoddur Magnús Valdimarsson.
                                                                        Góða nótt.Sleeping

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ein besta færsla sem ég hef séð lengin þessi sem er hér að neðan þessarar.  þú ert bara perla allra perla Milla mín.  Góða nótt, ég sé varla fyrir þreytu var úti í dag í 12 tíma á grafa í mold og drullu.  Plantaði 50 plöntum og geri aðrir betur!!!!   Heheheh verð að koma þessu á blað því það sér þetta engin á þessu heimili..     OK dálítð súr í kvöld.  

Ía Jóhannsdóttir, 8.4.2008 kl. 20:52

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín varstu í 12 tíma að moldvarppats, skil vel að þú sért þreytt,
sér í lagi vegna þess að engin á þínu heimili sér þetta, er bóndinn ekki heima? eða sér hann það ekki, nei ég segi bara svona.
Auðvitað sér hann vafningsplönturnar.
Uss vertu ekkert súr því þú sérð og veist hvað þú ert búin að vera dugleg snúlla.
                                Knús kveðjur til þín
                                      Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2008 kl. 21:00

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki skrítið að Ía sé þreytt, ég hef ekki farið út úr húsi.  Fallegt ljóð  og góða nótt til þín elsku Milla 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 21:53

4 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt milla mín

Brynja skordal, 9.4.2008 kl. 01:02

5 Smámynd: Helga skjol

Ofboðslega fallegt ljóð.

Eigðu góðan dag mín kæra

Helga skjol, 9.4.2008 kl. 06:40

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin þið eruð yndislegar.
knús á ykkur og eigið góðan dag
                Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 06:49

7 Smámynd: Tiger

  Jæja.. góðan daginn bara. Eins og ætíð - æðislegar vísur hjá þér, verst að ég missti af þeim fyrir svefninn en nú hef ég fengið þær beint í æð og er glaður - þakka þér elskulegust Milla mín og eigðu góðan dag!

Tiger, 9.4.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband