Hvað þarf að gerast? Til að eitthvað gerist.

Ég er orðlaus, en ætla nú samt að opna munninn.
er ekki komið nóg? hvað þurfa margir að deyja eða limlestast
til að tekið verði á vegamálum hér á landi yfirhöfuð.
Einhver sagði í morgun að líklegast væri slysagildra við
Voga afleggjara. HALLÓ!!! hvenær var það vafamál,
eins og um marga aðra vegakafla má segja.
Ekki er ég að segja að öll slys séu vegum að kenna, mörg eru
líka ökufærni ökumanna að kenna, það telst ekki vera góð ökufærni
ef menn aka ekki eftir aðstæðum.
Hitt er svo annað mál að Reykjanesbrautin er stórhættuleg og
hef ég það eftir suðurnesjabúum að þeir veigri sér við að fara brautina
nema gott veður sé, og er það orðið slæmt, er fólk þorir ekki brautina
vegna slysagildrulagna sem vegagerðin ber ábyrgð á.
það verður að gerast eitthvað í þessum málum og það strax.
                 
Ég bið góðan guð að vera með fólkinu og að það nái sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Ég er algerlega sammála þér Milla mín. Ég fer brautina af og til - og sannarlega er hún stórhættuleg, jafnvel þó maður fari varlega og eftir aðstæðum og veðri.

Mikið vona ég að þeir sem sjá um samgöngumál á Íslandi fari nú að þurrka stýrurnar úr augunum og fari að vakna upp. Það er löngu kominn tími á að gera eitthvað mikið og hratt við brautina - klára verk sem hefði átt að vera lööööööngu búið að klára. Svo þarf að gera skurk í vegamálum víða um land svo kalla megi þjóðvegina sæmilega slysagildrulausa..

Knús í daginn þinn Milla mín og eigðu yndislegan dag.

Tiger, 9.4.2008 kl. 13:23

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég er svo gjörsamlega sammála þér, Reykjanesbrautin og fleiri vegir bjóða hættunni heim.

Knús á þig

Kristín Gunnarsdóttir, 9.4.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

já Stína mín þeir eru eitthvað að gera í þessu núna.
                     Knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 18:06

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ja þetta er rett sem þú skrifar hjá mér á bloggið

stórt knus

Kristín Gunnarsdóttir, 9.4.2008 kl. 19:01

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Milla, ég vildi bara láta þig vita að við bloggarastelpur ætlum að hittast á laugardaginn á Bláu Könnunni kl. 3  Vonandi kemstu, okkur hlakkar til að sjá þig

Huld S. Ringsted, 9.4.2008 kl. 19:30

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég garga núna, er svo band sjóðandi reið.  Fór þarna um fyrir þremur mánuðum og svo virðist vera að ekkert hafi verið lagfært hingað til..  Blogaði um þetta í morgun.  Hvað er að þarna upp á þessu bansettans skeri, er enginn þarna með viti?  Eru menn að bíða eftir dauðaslysi eða hvað?  

´Ný frétt, málið er í athugun, gæti hugsanelga verið lagfært BRÁÐLEGA!!!!   Idjótar og drulluhalar þeir sem stjórna þessu!!!   Hvar er Vegamálastjóri, er hann í fríi?   Það sýður á mér núna.  

Ía Jóhannsdóttir, 9.4.2008 kl. 20:07

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég er svo reið að það eru ,,milljón" prentvillur hér að ofan, nenni ekki að leiðrétta þetta svo takið þetta bara eins og það er skrifað í fljótfærni. 

Ía Jóhannsdóttir, 9.4.2008 kl. 20:10

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

takk Huld mín mun mæta, vona að veðrið verði gott.
hlakka til að sjá ykkur.
                                        Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 22:21

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín afhverju ert þú ekki á þingi, gætum þegið svona konu eins og þig. vegamálastjóri er á milli vita, var beðin að vera áfram í 3 mán.
en það hefði betur engin verið. Ég er líka öskureið.
                        Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband