Fyrir svefninn.

Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður hélt eitt sinn
miðdegisverðarboð fyrir Íslendinga á heimili sínu
í New York.
Eftir borðhaldið settust karlmennirnir inn á skrifstofu
vilhjálms, og fer hann að lýsa fyrir þeim
lifnaðarháttum sela í norðurhöfum.
,, Fyrst koma urturnar á vorin, og svo koma
brimlarnir á eftir þeim upp á ísinn og öskra á urturnar.
--Ég held annars, að ég geti líkt eftir þessu hljóði,"
segir Vilhjálmur og rekur upp ámátlegt öskur.
Þá opnast skrifstofudyrnar og inn gægist eiginkona
Vilhjálms og spyr:
,, Varstu að kalla á mig, Villi?"

Fjöllyndi.

                   Mörg er vist og víða gist,
                   varir þyrstar, dans og læti.
                   Ein er kisst og óðar misst,
                   önnur flyst í hennar sæti.
                                   Þormóður Ísfeld Pálsson.

Eitthvað má að öllu finna.

                  málgar konur, brekótt börn
                  bændur gera feiga.
                  Þó er nóttin þrautagjörn
                  hjá þeim, sem hvorugt eiga.

                                             Guðm. Friðjónsson.

                                                         Góða nóttSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Góða nótt Milla mín

Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 22:59

2 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 9.4.2008 kl. 23:47

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Góða nótt krúttlegasta frænkan mín og sofðu vel, knús eva

Eva Benjamínsdóttir, 10.4.2008 kl. 01:27

4 Smámynd: Tiger

  Alveg brilljant færsla hjá þér Milla mín, eins og alltaf. Flott sagan af selum og urtum ... kallaðir þú á mig Villi minn... hehehe. Mikið knús á þig Milla mín og eigðu fallegan dag!

Tiger, 10.4.2008 kl. 15:01

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

KNÚS

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.4.2008 kl. 15:33

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir mig Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2008 kl. 16:20

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis kæru Urtur og Brimlar,
þið eruð æðisleg að vanda.

                       Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.