Er búin að vera á toppi.

Sko þegar maður vaknar að morgni dags, borðar sinn
morgunmat, og ætlar svo að hafa sína venjulegu
friðarstund við tölvuna.Halo
Urrrrrrrrr þá gerist ekki neitt, ekkert internet, ekkert.
Ég varð að bíða til kl.8 til að fá þjónustu,Angry

að sjálfsögðu er ekki ætlast til að fólk fari að blogga kl.6
að morgni, það eru bara sumir sem fá að blogga á nóttunni.
Jæja ég hringdi um leið og ég gat og fékk frábæra þjónustu að
vanda hjá Wodafone, yndislegt fólk þar við störf.InLove
allt virtist vera í orden, nema ég gat ekki tengst internetinu.
Tæknimennirnir ætluðu að kanna hvað gæti verið að.
Um 3 leitið hringdi þessi óþolinmóða, fékk að sjálfsögðu einn
af þessum sætu strákum í síman, auðvitað eru þeir allir sætir.

það sem kom í ljós eftir svolitla vinnu á milli okkar,
með tölvuna að vopni, var að ég væri með brotin eldvegg.
hann lóðsaði mig í gegnum það að loka honum svo að það
væri hægt að komast inn á netið.
þetta er bara heilmikið mál fyrir þá sem eru svona asnar
eins og ég í innvolsi tölvunar.
Eins gott að maður skilur ensku.

Hefði getað kysst hann þessa elsku í gegnum síman
alla leið til Reykjavíkur er ég sá forsíðu mbl.is birtast á skjánum.

Auðvitað verð ég að fá mér nýjan eldvegg, vitið þið hvað eldveggur er?
Ég vissi það ekki, og spurði eins og fáfi, það er vírusvörn.
Þá vitið þið það þau ykkar sem ekki vissu neitt frekar en ég.

Nú vitið þið hvar ég hef verið, slítandi niður parketið svo það er núna
tilbúið fyrir lökkun.W00t
                                        Knús kveðjur
                                           Milla.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Notarðu þá ekki tækifærið og lakkar ? Djö sem maður verður handalaus þegar netið yfirgefur mann...hehe

Gott að þú ert komin aftur

Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 17:18

2 Smámynd: M

M, 10.4.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga ég nenni nú ekki að lakka finnst ég er búin að fá viðhaldið í lag.
Bróðir minn hringdi í hádeginu, við tölum nú eiginlega saman á hverjum degi, ég var sko ekki glöð, hann skildi það vel.
Fjandinn hafi það maður er óstarfhæfur ef maður kemst ekki í tölvuna fyrst á morgnanna, síðan getur maður verið voða duglegur
þetta er eins og að fá bensín.
                                   Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Sigga mín það var bara ekki það sem var að, ég var búin að prófa alla skapaða hluti sem ég kann, fyrir klukkan átta í morgunn.
                     Sjáumst á laugardaginn hlakka svo til
                                    Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2008 kl. 17:48

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður það var að sjálfsögðu mikið að, sko eða þannig.
Er maður ekki annars klikk, að láta þetta hafa svona áhrif á sig.
En sko snúllan mín ef eitthvað kemur fyrir mig þá er Milla jr. með
aðgangsorðið inn á síðuna mína, og mun segja frá.
                              Knús til þín
                                Milla.


Helga mín og Emmið gaman að heyra í ykkur líka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2008 kl. 17:54

6 Smámynd: Helga skjol

Skil þig svo mæta vel,verð handónýt þegar netið slitnar hjá mér,gott að þú ert kominn aftur.

Knús inni kvöldið

Helga skjol, 10.4.2008 kl. 18:02

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe er búin að reyna að senda þér línu héðan en detta alltaf út, hér getur líka verið rosa vesen með tenginguna og þá verð ég arvavitlaus og bölva landi og allri þjóðinni fyrir aumingjaskap og tengingarleysi. 

Ætla að send þetta núna í snarhasti á meðan ég hangi inni

Kveðja inn í vornóttina

Ía Jóhannsdóttir, 10.4.2008 kl. 19:28

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það varð allt rafmagnlaust hjá mér 2 daga en kom aftur og fór aftur mjög pirrandi en nú er allt gott.

Eigðu kvöld elsku Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2008 kl. 19:59

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Helga það er sko rétt maður getur orðið arfavitlaus ef allt er ekki eins og maður vill að það sé.
                                   Knús til þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2008 kl. 20:15

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín er allt búið að pirra þig í dag eins og mig? ekki gott.
                              Knúsá þig Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2008 kl. 20:17

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Katla mín kæra, rafmagnslaust??? hvar býrð þú eiginlega.
                                Knús á þig Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2008 kl. 20:19

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Já , eldveggurinn kveikti á sögu sem ég upplifið ein á ferð í sendiferðabíl, komin með talstöð en kunni ekkert á hana....segi frá seinna er orðin of þreytt.

Góða nótt elsku Milla mín og takk fyrir fínar vísur, glens og aðrar færslur. Þú ert gullmoli frænka.... kv. eva

Eva Benjamínsdóttir, 11.4.2008 kl. 01:47

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég segi bara góðan daginn við þig Eva mín, en finnst þér ekki gott að vera þreytt af eðlilegu ástæðum eins og göngutúrum og svoleiðis?
                            Knús til þín duglegust.
                                  Þín Milla. Rock Climber 

                                                     Ekki gera þetta samt.



Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2008 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.