Fyrir svefninn.

Ólafur kaupmaður kemur inn í skrifstofu til
kunningja síns. ,, Mikið fjandi varstu fullur í gær",
segir kunningi Ólafs. ,, Lýður þér ekki illa?"
,, nei, mér líður ágætlega", svaraði Ólafur,
,, En konan mín er dálítið hás".

Þingmannavísa.

                Þingmennirnir þutu á brott,
                þegar tómt var staupið,
                lögðu niður loðið skott
                og læddust burt með kaupið.

                                      Magnús Teitsson.

Um ástina.

                Sæt er ástin, satt er það,
                sérstaklega fyrst í stað.
                Svo er þetta sitt á hvað
                og súrt, þegar allt er fullkomnað.

                                     Páll Vatnsdal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gréta kommentaði líka inn hjá mér, við getum alveg frestað þessu
það er gaman ef við mundum hittast allar í fyrsta skipti.
Það spáir líka skítaveðri á morgun, láttu mig vita hvað þið gerið.
                               Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Við höldum þessu til streitu stelpur, það er vonlaust að ætlast til þess að geta planað svona og allar mæti, það getur alltaf komið eitthvað upp á, annars verður aldrei af þessu. Gréta kemur bara með næst. Milla, maðurinn minn var að kíkja á veðurspá og segir að það verði ekkert að veðri á morgun, svo vonandi sjáumst við

Ég hef bara ekkert haft tíma til að vera á blogginu en vissi af því að Gréta kæmist ekki

Huld S. Ringsted, 11.4.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Erna

Ég segi nú bara góða nótt Milla mín.

Erna, 12.4.2008 kl. 01:57

4 Smámynd: Tiger

  Alltaf flottust á því fyrir svefninn Milla mín, takk fyrir mig hérna og knús á þig!

Tiger, 12.4.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband