Mikilvægur fundur, eða hvað?

Ég er ekki alveg að skilja mikilvægi þessa fundar á
milli þeirra Ingibjargar og Condoleezzu.
Þær lögðu áherslu á samstarf kvennautanríkisráðherra,
Ja hérna er ekki bara nauðsynlegt að það sé gott samstarf,
á milli allra utanríkisráðherra þeirra landa sem vinna saman .
hvort sem það eru konur eða karlar.
Síðan talaði Condoleezza um það góða samstarf sem verið hefði  
á milli þjóðanna, þar átti hún að sjálfsögðu við varnarmálin.
Trúlega hefur Ingibjörgu ekki liðið vel með þau orð, og þó,
hún er  komin í stólinn.
Að mínu mati eru svona fundir sýndarmennska á háu stigi,
en sýna okkur að sjálfsögðu hæfni sína á diplómatískum
umræðum, en ekkert kemur annað markvert út úr þeim,
Þó sagt sé að þeir séu afar gagnlegir.


mbl.is Utanríkisráðherra fundar með Condoleezzu Rice
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband