Alveg undrandi yfir framgöngu mála.

Hvað á það að þýða að láta það bitna á saklausum
og þurfandi börnum að læknar séu í rifrildi við TM.
Af hverju þurfa þeir ætíð að standa í ströggli við TM:
Af hverju er ekki hægt að semja áður en til þessa
ástands kemur.
Það er ekki forsvaranlegt að fólk skuli vera hreinlega
að missa allt sitt, vegna þess að það vill gera allt sem
það getur fyrir barnið sitt.
Því miður veit ég dæmi um svona mál, og mátti þakka fyrir að
öll fjölskyldan splundraðist ekki.

Svo er annað. búið er að ákveða að það komi húsaskjól fyrir
20. manns á vegum ríkisins, næstu þrjú árin, já þið lásuð rétt,
næstu þrjú árin. undur og stórmerki gerast,
og heimilislausir hrópa húrra fyrir þessari himnasendingu, 
og sofa ánægðir úti undir berum himni, að vanda,
en nú með stjörnur í augunum, yfir ljósinu sem var verið að færa þeim.

Ég hefði haldið að það þyrfti úrlausnar strax, og það helst í gær,
en ég er nú svo græn að halda jafnvel að margir af þeim heimilislausu
falli frá áður en eitthvað gerist í þeirra málum.
Bót í máli er að þeir falla frá okkur með ljósið í augunum.
Hjarta mitt grætur yfir þeim sem sitja í Glerhúsinu.
Þeim er vorkunn að sjá ekki út úr því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já Milla mín, það er ekki gott ástand á þessum málum á Íslandi  frekar en´her i danaveldi, þannig er það en þessir menn ættu að skammast sín.

Takkfyrir kvittið í gær ljúfan mín, ferðu í bloggkaffi

Kristín Gunnarsdóttir, 12.4.2008 kl. 07:58

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Stína mín. já auðvitað fer ég í bloggkaffið,
hlakka svo til, blogga um það í kvöld eða í fyrramálið, það fer eftir stöðunni á minni í kvöld, er heim kem stundum er ég það slæm eftir svona ferðir að ég er búin á því, en Engillinn minn ætlar að keyra mig
það munar öllu að hafa einhvern með sér.
                     Eigðu góðan dag elsku vina.
                        Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.4.2008 kl. 08:06

3 identicon

milla þú spurðir hver ætti þessar stelpur

þetta eru þríburasystur hennar fanneyjar og ég held að lýsing þín eigi alveg 

við þær endilega ef þú vilt fylgjast með þeim þá farðu inn á barnaland

undir þríburasysturnar sandra sól sara ósk og maría líf

og sóttu um aðgang þar eða hjá stínu eða helgu systir

eigðu góðan dag 

Aníta mamma fanneyjar (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 08:38

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

kem!!! Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.4.2008 kl. 11:47

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það virðist endalaust vera hægt að eyða í eitthvað snobb til að sýnast á heimsvísu en á meðan getur almúginn bara étið það sem úti frýs, ég er búin að missa alla trú á alla pólitíkusa

Sjáumst í dag Milla mín

Huld S. Ringsted, 12.4.2008 kl. 12:13

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála þér.

Eigðu góða helgi Milla mín.

Ps voða væri gaman að hitta ykkur líka og fá kaffisopa og spjalla.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.4.2008 kl. 12:30

7 Smámynd: Fanney Unnur Sigurðardóttir

já mig finnst hrææðilegt að vita af einhverju fólki sem að á ekki neitt heimili , og hvað er það að 20 eiga að fá hús næstu 3 árin ? ríkið ætti að geta gert mikið mikið betur , en æðisleegt blogg hjá þér ;*

knús og kossar

Fanney Unnur Sigurðardóttir, 12.4.2008 kl. 13:00

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Risaknús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.4.2008 kl. 15:55

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Stór faðmlag til þín og þakklæti fyrir falleg innlegg síðustu daga, þú ert sko mín kona á norurlandi.  Hlakka til að hitta þig í vor/sumar Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 12.4.2008 kl. 15:59

10 identicon

Takk fyrir kaffispjallið í dag

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 19:15

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis Unnur María. Kveðja Milla.

Elsku besta Ásdís mín, þú átt skilið allar þær bænir og orð sem ég á til. Hlakka líka til að hitta þig í sumar.
                         Kærleikskveðjur Milla.


Knús á þig líka duglegasta mín, Milla.

Helga mín það vantar alla kærleikshugsun í ráðamenn.
                           Knús Milla.


Fanney Unnur mín gott komment hjá þér og alveg satt, og okkur ber öllum að vera meðvituð um vandamálin sem eru í kringum okkur.
                                Knús kveðjur til þín
                                     Milla.
Ps. þú átt yndislegar systur, þvílíkir gullmolar, og fjölskyldan þín
örugglega líka.


Katla mín það hefði verið gaman að hafa þig með í kaffinu í dag.
                           Kærleikskveðjur Milla.


Já Huld maður er búin að missa alla trú á þessum mönnum.
kannski finnum við eitthvað til að kjósa fyrir næstu kosningar.
                           Knús til þín og takk fyrir daginn
                                      Milla.

Hallgerður mín takk fyrir innlitið.
Kærar kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.4.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband