Bloggvinahittingur á Bláu Könnunni á Akureyri.

Ég fór í alveg yndislegu veðri til Akureyrar í gær.
Það er nú svo sem ekki í frásögu færandi, að fara til
höfuðstaðs Norðurlands, þar er maður æði oft,
en í þetta skipti var ég að fara að hitta bloggvinkonur,
sem búa norðan heiða.
Fyrst álpaðist ég aðeins inn í Antik búð, sem nefnist því
skemmtilega nafni Frúin í Hamborg.
þar hitti ég krakka frá Ísafirði sem ég þekki og var mér
kærast að hitta Söru Rós, en hún er vinkona tvíburanna minna.
Þau voru á Akureyri vegna söngvakeppni framhaldsskólana.

Síðan lá leiðin á kaffihúsið Bláu könnuna, sem ég mæli með að allir
sæki heim, þar er frábær þjónusta, kaffidrykkirnir bara flottir og
meðlætið fram úr öllum vonum, Og það kostar sama og ekki neitt.
Ég meina þetta, Swiss mocka og grænmetisbaka/með salati og sósu
kostaði 1190.krónur.        Takk fyrir mig.

Ég var fyrst á staðinn, síðan kom Huld og þekkti ég hana strax,
síðan hver af annarri og þetta var bara æðislegt.
Huld sá um þennan hitting og var nú verið að þreifa sig áfram,
en einhverjir urðu útundan og heyri ég það á karlbloggvinum
að þeir hefðu viljað vera með. Auðvitað þið verðið bara með næst.
Þeir sem búa fyrir sunnan, vestan, austan og allstaðar þar á milli
verða bara að láta vita af sér er þeir koma norður, og veit ég
nú þegar um nokkra sem ætla að koma í sumar.
Ásdís mín og hennar húsband ætla að koma, enda hún frá Húsavík.
Róslín, mín uppáhaldsstelpa kemur pottþétt, er til Húsavíkur kemur,
og vonandi hittir maður fleiri með tímanum.
Takk fyrir mig í gær stelpur, eigum eftir að hittast oftar.
                        Kærleikskveðjur. Milla á Húsavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Ég hefði viljað vera þar. Næst verðið þið að hittast á krá, þá koma karlarnir.

Heidi Strand, 13.4.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

En skemmtilegt, sniðugt hjá ykkur að hittast Live Ég kem í sumar en það verður nú örugglega fyrirvaralaust eins og minn er háttur 

knús og kveðjur norður,

Rannveig Þorvaldsdóttir, 13.4.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman að hittast svona ég hefði gjarnan viljað vera með

Knús inn í daginn.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.4.2008 kl. 12:23

4 Smámynd: M

eigðu góðan sunnudag

M, 13.4.2008 kl. 12:31

5 Smámynd: Tiger

  Uss já, það hefði sannarlega verið gaman að vera þarna á milli ykkar yndislegu norðanmeyja í kaffisopa og grænmetis/kjúklingabökum.. Hver veit, kannski maður nái því að fara norður í sumar og sjái eitthvað af ykkur. Ég kannaðist einu sinni við fólk frá Húsavík, fyrir kannski 20 árum eða svo. Þekkti þau reyndar lítið en man eftir þeim samt ennþá, en þau voru Stefánsbörn - tvær systur og einn ungur maður.

En, gaman að þessu Milla mín og þið eruð glæsilegar þarna norðan heiða. Mikið knús á þig ljúfust og eigðu góðan sunnudag.

Tiger, 13.4.2008 kl. 13:24

6 Smámynd: Halla Rut

Gaman að hitta þá sem maður hefur verið að tala við.

Halla Rut , 13.4.2008 kl. 13:26

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir skemmtilegan dag Milla mín, hlakka til að sjá þig aftur

Huld S. Ringsted, 13.4.2008 kl. 14:39

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga ég hef bara ekki hlustað á neitt í dag nema, heimilisfólkið sem voru núna Dóra og snúllurnar mínar frá Laugum.
Dóra var í helgarfríi og voru þær mæðgur beðnar að vinna á herrakvöldi Völsunga sem haldið var á Hótelinu í gærkveldi, þær voru nefnilega líka að vinna í fyrra.
Síðan komu þær systur Viktoría Ósk og Aþena Marey að færa ömmu og afa lúðu í matinn, ekki dónalegt það.
                                 Knús til þín Sigga mín
                                      Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.4.2008 kl. 16:02

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heidi karlarnir geta alveg fengið sér öl á kaffihúsi,
vonandi hittumst við öll einhvertímann, en það var afar ljúft að hittast.
                              Knús kveðjur
                                 Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.4.2008 kl. 16:05

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæra Rannveig mín ég veit að þú kemur í sumar og hlökkum við afar mikið til að fá ykkur mæðgur, við fáum kannski að vita það með klukkutíma fyrirvara
                                     Knús til ykkar mæðgna
                                     Gamla settið á hólnum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.4.2008 kl. 16:09

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Katla og Emmið mínar kæru það hefði verið gaman
en verður einhvertímann.

                                 Knús í daginn
                                    Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.4.2008 kl. 16:11

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger míó ætli ég verði hissa er ég hitti þig? er ekki viss.
                              Knús til þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.4.2008 kl. 16:14

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú málið Halla Rut, það er svo gaman að bloggast á er þú hefur hitt fólkið, eða talað við það í síma.
                        Takk fyrir innlitið þitt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.4.2008 kl. 16:17

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld mín það er sama hér þetta var meiriháttar
og verðum við að endurtaka þetta.
                       Knús til ykkar allra og líka hundanna.
                              Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.4.2008 kl. 16:18

15 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sælust elsku Milla frænka mín. Mikið þykir mér gott að heyra að kröftugur félagsskapur myndist fyrir norðan...bloggvinafundur, brilljant alveg.

Það er lítið að gerast hér fyrir sunnan, 'I still walk alone', það er algerlega truflunarlaust eða þannig. Ég hlustaði á fuglana og gekk upp að fossi í Elliðaárdalnum, það var dásamlegt. Kjötsúpan sem ég eldaði í fyrrinótt var betri í dag en í gær.

Góða nótt og takk fyrir mig, knús þín eva

Eva Benjamínsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband