Fyrir svefninn.

Jón hét bóndi, er bjó að Tréstöðum í Glæsibæjarsókn
og var kallaður Jón ríki. Hann var hæglátur hversdagslega
en sinkur fram úr hófi.
Á konu sinni, er Guðrún hét, sat hann mjög,
og skammtaði henni úr hnefa til hvers dags, taldi spaðbitana
og tók smérið af strokknum í hvert skippti, og allt eftir þessu,
en hún var að náttúrufari greiðakona við þurfalinga.
Loks kom að því, að dauði hennar nálgaðist,
og lagðist hún södd lífdaga.
þegar hún var aðframkomin og einmanna, bað hún um
að kveikja ljós hjá sér, en þá sagði Jón ríki:
,, Ljós!Hvað hefur þú að gera við ljós, stúlka?
Dimmra verður á þér, stúlka!"

Slæmt  innræti.

           Víst mun Helgi vinsemd eiga fárra,
           Væri'ann metinn eftir dyggðum sönnum.
           Útlitið er innrætinu skárra,
           og er hann þó með skuggalegri mönnum.

                                                       Loftur Guðmundsson.

Storminn lægir.

          Nú hefur storminn loksins lægt,
          ljúfur samin friður.
          Yfirsængin hægt og hægt
          hreyfist upp og niður.

                                    Stefán Stefánsson.

                                                        Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða nótt elsku Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 13.4.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Góð, knús og góða nótt elsku Milla

Eva Benjamínsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:21

3 Smámynd: Erna

Góða nótt og takk fyrir kvöldskamtinn Milla mín.

Erna, 13.4.2008 kl. 23:25

4 Smámynd: Ragnheiður

Oj ljótur þessi karl...

Góða nótt Milla mín

Ragnheiður , 14.4.2008 kl. 00:54

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn Milla mín.  Mikið væri gaman að geta einhvern tíma mætt á bloggvinahitting.  Hljómar eitthvað svo vinalega.

Ía Jóhannsdóttir, 14.4.2008 kl. 06:51

6 Smámynd: Brynja skordal

Góðan dag Milla

Brynja skordal, 14.4.2008 kl. 09:06

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að sjá myndina af þér Ásdís mín, þó ég viti að þú sért engill þá er hlýlegra að sjá þig sjálfa
Helga til hamingju með að vera búin að setja inn mynd af þér,
alltaf skemmtilegra.
Hallgerður nú ertu svo sæt og góð við mig, en takk á maður að segja við svona komplimennti.
Ragga hann var ljótur þessi karl, og því miður var þetta mjög algengt
og er enn,
Ía mín svona hittingur er vinalegur og ótrúlegt en satt að maður bara þekkist.
Þið allar hinar takk fyrir innlitin og sendi ykkur þúsund knús.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.4.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband