Hafið þið heyrt það?
14.4.2008 | 09:54
Einu sinni, er nóg, en tvisvar á stuttum tíma er of mikið.
Komst ekki inn á bloggið í morgun, fékk moggann upp,
en ekki nánari fréttir eða bloggið.
Sætti mig svo sem við það hafði nóg að gera, þið vitið,
þessi yndislegu tiltektarstörf og eftir að vera búin að taka baðið,
þurrka af svona hist og her þá er engillinn núna að rykssúga allt,
og þessi elska byrjaði á tölvuverinu svo ég gæti byrjað á
vinnunni minni eins og hann kallar það.
Hér var margt um manninn um helgina ég ekki heima á laugardaginn,
þess vegna þarf að laga til.
Til með að segja ykkur einn góðan, litla ljósið mitt hún Aþena Marey
kom í gær ásamt Ljósálfinum mínum henni Viktoríu Ósk,
Sú litla/stóra vakti um leið frænkur sínar og það var farið í fíflaleik,
ég segi, þið eruð nú meiri villingarnir, sveim mér ef þú ert ekki meiri villingur
en hún frænka þín, þá kemur frá þeirri litlu, nei amma! ég er ekki villingur,
ég er snillingur, og mamma og pabbi eiga snillinginn en þú átt ljósið.
Vitið þið hvenær kornrækt byrjaði á Íslandi?
Allavega stendur í Öldinni okkar 1938.
Kornræktin
á Sámsstöðum.
1/11. Starfsemin á Sámsstöðum gekk ágætlega í sumar.
Hefur Klemens tilraunastjóri skýrt frá því í viðtali, að hann
hafi haft korn á 7 hekturum lands. Varð uppskeran samtals
137 tunnur af byggi, höfrum og rúgi.
Þá vitið þið það.
Athugasemdir
Held ég fari að fjárfesta í þessu tæki sem sér um að ryksuga meðan ég er í burtu. Þá! verð ég hamingjusöm
Yndislegir gullmolar frá þessum börnum. Sé eftir að hafa ekki skrifað þá alla niður í bók
M, 14.4.2008 kl. 10:36
Já þetta er nú meira mogga vesenið stundum er þetta svona hjá mér Já það er nóg að gera að ryksuga og þurrka af og svoleiðis.
Knús inn í daginn.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.4.2008 kl. 10:37
Já gera þau mann hamingjusaman, "heimilisverkin?".
Já Helga mín ég er heppin kona, enda þakka ég fyrir það.
Já EMM það á að skrifa svona niður því gullmolarnir eru ómetanlegir.
Er þetta sama sagan allstaðar, verið að laga til.
Knús til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.4.2008 kl. 12:00
Guð nei Hallgerður, ég á ekki svoleiðis robot,
en ég á Engilinn minn
Sigga þú varst heppin að geta farið í vinnu
knús kveðjur.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.4.2008 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.