Flugdagur á Sandskeiði.

18/7 1938.           Úr Öldinni okkar.

                   Í gær var haldinn fyrsti flugdagur hér á
landi. Fóru flugsýningar fram á Sandskeiðinu ofan við
Lögberg við Reykjavík.
Til flugsýninganna var vel vandað af forgöngumönnum
flugmála. Veður var hagstætt og sótti sýninguna fjöldi fólks.

Agnar Kofoed-Hansen setti flugmótið en Skúli Guðmundsson
samgönguráðherra flutti ræðu.
Síðan hófust flugsýningar og voru þær margvíslegar.
Sviffluglíkön voru látin fljúga, renniflug sýnt, listflug sýnt
á svifflugum og vélflugum og að síðustu var áhorfendum boðið
í hringflug.

Mikla athygli vakti listflug Þjóðverjans Ludwigs.
Flugmótinu var lýst í útvarp frá Sandskeiðinu.
Á sýningu þessari voru átta flugtæki, tvær flugvélar
og sex svifflugur og renniflugur.

Það hefði nú verið gaman að upplifa fyrsta Flugmót  Íslands,
en það er ekki á allt kosið þegar maður var nú ekki einu sinni
fæddur, hvað þá uppalin, en ég varð nú svo lánsöm að
upplifa eitt skemmtisumar á Sandskeiði,
kom ég þá aðeins við svifflugið það var afar spennandi.
Síðan um haustið fór ég erlendis í skóla, og þar með var
það gamanið búið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég veit það  elsku Milla mín, er heldur ekkert að flýta mér.

Knus á þig ljufan mín

Kristín Gunnarsdóttir, 14.4.2008 kl. 16:19

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Er mín núna á kafi í Öldinni, veit um einn hér á heimilinu sem fær stundum líka svona dillur heheheh

Ía Jóhannsdóttir, 14.4.2008 kl. 19:54

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín er svo þreytt á þessum sömu leiðinlegu fréttum alla daga í blöðunum að ég er bara í Öldinni og öðrum gömlum bókum.
Maður finnur nú ýmislegt sem maður var búin að gleyma eða hreinlega vissi ekki. Og þó að það sé nú að koma sumar þá sit ég ætíð í forsælu, þá er ágæt að glugga í bókum.
                         Kveðja til ykkar beggja.
                              Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.4.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband