Höfundur
Tenglar
mbl.is
- Myndasíða Millu
- Pullip Myndasíða Sigrúnar og Guðrúnar
- http://123.is/641 Frábær síða gerð af bónda einum í Reykjadal.
- http://vf.is/ Suðurnesjablað
- http://245.is/ Sandgerðis fréttir
vinur
Daður er nauðsynlegt að mínu mati.
18.4.2008 | 15:41
Daður er svo margvíslegt, ég segi það vera forréttindi
að eldast, þá getur maður leift sér ýmislegt, og það er
engin sem tekur því á óeðlilegan hátt.
Mér datt þetta nú í hug eftir að hafa lesið próf um daður
á síðunni hjá honum Tigercooper.
Hann er nú bara flottastur hann Tiger.
Reyndar passaði ekki prófið við mig því ég er orðin of gömul
fyrir það.
þegar ég þarf að hafa samskipti við herramenn sem eru
í þjónustustörfum, hvort sem er hjá bílaumboðinu,
versluninni, bensínstöðinni eða bara hvar sem er,
dæmi ég þá eftir kátlegri framkomu þeirra,
og eftir því sem þeir eru bjartari í viðmóti, án þess að
vera dónalegir, met ég þá meira.
það er daðrað á þann háttinn sem ég er að lýsa,
og allir hafa gaman að því.
Og hvað er svo sem gaman að, þegar engin húmor er í
hinu daglega lífi.
Þetta á að eiga við um alla konur og karla.
Hafið gaman að lífinu.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Andi valdbeitingar
- Hrindum þessari ásælni Evrópusambandsins og meðhjálpara þess af höndum okkar!
- Framtíðarsýn fangelsismála
- Dánarmeinaskrá 2022 hagrætt
- Árið er ekki 2009!
- Kynþroska þriggja ára- vegna föður síns
- HEFUR EES SAMNINGURINN SKILAÐ ÞJÓÐINNI EINHVERJUM ÁBATA?????
- Spiegel: Hanna Katrín gengur erinda ESB á Íslandi
- Kokgleypir Flokkur fólksins ESB-aðild?
- Ríkissjóði blæðir
- Brottfararstöð í bígerð
- Bæn dagsins...
- Nú eru vísindin á okkar jörð farin að gera sumt raunverulegt sem stendur í Snorra Eddu
- Hleypt í sjávarútvegsmálin
- Miðsumar - eða þar um bil
Eldri færslur
2023
2021
2020
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Af mbl.is
Innlent
- Birgir skipaður skólameistari
- Opna eftir 245 daga bið:Þetta er smá spennufall
- Óhóflegur fjöldi arkar Laugaveginn
- Umferð beint um Þrengslin
- Léttir til suðaustanlands
- Gosvirknin áfram stöðug - Varað við gosmengun á Suðurlandi í dag
- Vísaði þremur út vegna ölvunarláta í kirkju
- Á pólinn fyrir 20 milljónir
Erlent
- Forsætisráðherrann hyggst segja af sér
- Bandaríkin gera viðskiptasamning við Japan
- Yfir 100 hjálparstofnanir segja að hungursneyð breiðist út um alla Gasa
- Ráðherra í Frakklandi grunaður um spillingu
- Ritstjóri NPR hættir eftir niðurskurð
- Kepptust um að kaupa úr einkabókasafni Nick Cave
- Hélt kveðjutónleika fyrir fáeinum vikum
- Ozzy Osbourne látinn
Athugasemdir
Ég myndi daðra við þig anytime ef ég næði í skottið á þér sweetypie! Enginn er of gamall til að daðra og ef allt er innan siðsemi þá ættu allir að leyfa sér smá daður inn í daginn sinn. Knús og daðððððrrrrr ... inn í helgina þína elsku Milla mín - og hafðu það yndislegt, daðrandi eða ekki ... :)
Tiger, 18.4.2008 kl. 16:34
Tiger míó takk sömuleiðis eigðu góða helgi.

veistu, ,,já þú veist", að það er svo gaman að lifa og daðrið er bara hluti af lífinu, reynum að njóta þess á meðan við getum og mér skilst að það sé alveg fram í andlátið
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.4.2008 kl. 16:43
Ég er ekki mikið fyrir daður, eða ég daðra voða lítið, eða ef ég skil þetta rétt.


Ef hrós er daður, þá er það allt annað, mér finnst gaman að taka við hrósum og hrósa fólki fyrir hvað sem er
En að dæma vinnandi herramenn, þá er eins gott af þeim að vera ekki dónalegir. Oft á tíðum eru þeir sem yngri eru frekar dónalegir, enda ekki mikið í mannlegum samskiptum...
Ef ég myndi hitta þig Milla, þá væri ég svo feimin að það væri ekki eðlilegt!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.4.2008 kl. 17:51
E.S.! Ég sendi þér e-mail Milla mín, svo þú vitir það!
Knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.4.2008 kl. 17:52
Þetta er skemmtilegt hjá ykkur Tiger, það er svo miklu meira gaman að hafa létta framkomu, öll samskipti verð svo miklu betri. Tiger, ég þekki Millu og hún er gullmoli og aldrei döpur.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 19:58
Ég yrði ekki lengi að ná feimninni úr þér Róslín mín.
þú lærir það með tímanum hvað er saklaust daður eða ekki.
Knús knús þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.4.2008 kl. 21:44
Ásdís mín auðvitað er allt miklu skemmtilegra þegar léttleikin er
viðhafður, þú veist það snúllan mín sem ert ætíð með húmorin í lagi.
Knús til ykkar beggja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.4.2008 kl. 21:47
Sammála með léttleikan hann verður bara að vera til staðar.
Njóttu helgarinnar Milla mín sem best og lifðu lífinu lifandi eins og ég veit þú gerir alltaf.
Ía Jóhannsdóttir, 18.4.2008 kl. 22:11
Jammsí ... Ásdís mín .. veistu, ég var þegar búinn fyrir löngu - að staðsetja Milluna á meðal ljúfari persónum sem ég hef kynnst - án þess að hafa kynnst henni nema online! Það er svo margt í kringum þessa rúsínu sem geislar af, svo hún var löngu dottin ofaní ljúflingspottinn á þessum bæ.
Róslín.. jamm sko hrós getur sannarlega verið daður! Það að segja eitthvað hrósandi um fatnað, útlit eða manngerð getur verið daður - en þarf samt ekkert að vera það endilega. Það er daður í næstum því flest öllu sem við látum fallegt flakka um náunga okkar. Daður getur líka bara verið fallegt bros til einhvers, en bros er samt ekkert endilega daður nema það sé notað á réttum stað og stund. Maður á að vera ófeimin við að daðra létt, enda er daður ætíð á hlið þess góða og ljúfa.
Knús á þig Millan mín...
Tiger, 18.4.2008 kl. 22:13
Elsku Milla kærleiksríka frænka mín, þetta daður hér bjargaði deginum fyrir mig....alltof sjaldan sem ég get notfært mér hæfileika mína til fullnustu...
...engin til að daðra við uppá Heiði, en ég veit hvað daðrið gerir mér og öllum sem kunna það, gott, takk darlings
Eva Benjamínsdóttir, 19.4.2008 kl. 00:52
Ía mín hann er nauðsynlegur léttleikinn, og veit ég upp alveg að þú hefur hann.
Eigið góða helgi í vorinu ykkar í Prag.
Knús og sólarkveðjur.
Milla.
Takk Tiger míó fyrir smellnar útskýringar til Róslín minnar,
hún lærir og þroskast í þessum málum eins og öðrum.
Öll verðum við að reyna okkar uppákomur í lífinu.
Ætíð knús til þín og þinna, allavega veit ég að þú áttkettlinga.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.4.2008 kl. 08:26
Jaherna, þessi saga er bara flott, eins og hann væri nú nokkuð búin að gleyma því, en gott svar.

Eva mín kæra ert þú bara alltaf uppi á fjöllum, dugleg ertu, ekki að ég efaðist um það nokkurn tímann, vildi að ég gæti verið með þér.
Knús til þín mín kæra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.4.2008 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.