Fyrir svefninn.

Gísli Engilbertsson verslunarstjóri var allvel hagmæltur
maður, en mun lítið hafa fengist við ljóðagjörð fyrri en
á elliárum sínum. Gísli fékkst mikið við útveg.
Einhverju sinni var veiðarfærum stolið úr kró hans.
þá festi hann þessari vísu á króargaflinn:

                  Skilir þú ei vamma vin
                  veiðarfæri mínu,
                  niður muntu í náhvals gin,
                  nær þá kölski sínu.

Brá svo við að veiðarfærin voru aftur komin á sinn stað
daginn eftir. Þessi vísa er einnig eftir hann:

                 Góa er horfið gæðasnauð,
                 gefið hefur lítið brauð,
                 lokað hafsins leyndum auð
                 og læsti högum fyrir sauð.

þær höfðu báðar verið hagmæltar,  Þorgerður gísladóttir í
Görðum og Ásdís Jónsdóttir í Stakkagerði,
kona Árna Diðrikssonar, og voru þær góðar vinkonur.
Einhverju sinni kom Þorgerður að Stakkagerði og
sagði í gamni við Ásdísi:

                Hérna er Árna Þjófavirki,
                hér býr inni gamall Tyrki,
                sem unir sér við auð og seim.

Ásdís bætti við:

               Margur auðinn elskar kragann
               er því ver, það hendir margan,
               brátt er snauður brott úr heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt elskuleg Heart Glasses

Ásdís Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða nótt Milla mín

Huld S. Ringsted, 18.4.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Missi yfirleitt af þér, en góða nótt Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.4.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín og takk fyrir mig.

Erna, 19.4.2008 kl. 00:17

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl og blessuð Guðrún mín. Mátti til með að líta aðeins inn. Kær kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 19.4.2008 kl. 06:25

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn kæru bloggvinir, gaman að líta ykkar ásjónu.
                     Knús knús til ykkar allra.
                          Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.4.2008 kl. 08:14

7 Smámynd: Tiger

  Já, eða bara góðan daginn! Ég missi stundum af því að lesa þetta fyrir svefninn - en þá les ég þetta bara sem skemmtilegt veganesti inn í daginn í staðinn. Alltaf flott á því Milla mín! Knús á þig!

Tiger, 19.4.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband