Dagurinn í gær.
19.4.2008 | 10:17
Já þeir eru svolítið skrýtnir sumir dagar.
vaknaði 4.30 í gærmorgun við að Neró litli vældi, hann
lá fram í stofusófa, Gísli fór fram hélt að hann þyrfti út,
en nei, ekki það trúlega hefur hann dottið út úr rúminu.
Ég reyndi að sofna aftur en ekki gekk það.
Fór bara á fætur og þeir steinsofnuðu aftur Gísli og Neró,
eins og þið vitið þá eru lordarnir á heimilinu með sér réttindi.
Fór í þjálfun kl. 8 fór í bakaríið á heimleið,
byrgja mig upp af brauðum fyrir helgina,
Hróbjartur minn var að koma að sunnan, til mömmu sinnar,
mömmuhelgi.
Lagði mig meðan Gísli fór á skíði.
Er ég vaknaði voru man ekki hvað mörgum símtölum
ósvarað á símanum, Ljósið hafði stolist niður á leikskóla,
"bannað", versla fyrir Dóru, fram í Lauga með vörurnar,
sækja þær í leiðinni á meðan fór Bára Dísin mín að sækja ljósið
sem var nú ekki ánægð með að fá ekki að valsa um bæinn að vild.
Mamma hennar var að fara að vinna, 16.00= 18.00
Þær komu frá laugum og fóru með ljósið á bæjarrúnt.
Við borðuðum grillaða báta með allskonar góðgæti.
Íris kom með Hróbjart og Báru Dís, hann var að sjálfsögðu svangur,
og fékk að borða hjá ömmu.
Það var mikið fjör í bænum, þrjú ungmenni, sem ætíð hafa verið góðir vinir
hittast eftir langan tíma, bara fjör. ljósið gisti hjá ömmu og afa,
pabbi á sjó og mamman að fara í vinnu í morgun,
svo það var best að hún gisti bara, það er svo ljúft að hafa hana á milli.
Ungmennin fóru út að labba, við að sofa.
En það sem gladdi okkur mest í gær, var símtal frá Viktoríu barnabarni
Gísla sem við höfum ekki mikið heyrt í undanfarin ár,
en er hún var lítil þá var hún daglegur gestur hjá okkur.
það gladdi okkur afar mikið að hún skildi hringja og ætlar hún að gera það aftur.
Guð veri með þessari fallegu stúlku, sem getur allt sem hún ætlar sér.
Athugasemdir
Mikið að gera hjá þér ekki leiðist manni að hafa öll gullin sín hjá sér hafðu ljúfa helgi milla mín
Brynja skordal, 19.4.2008 kl. 12:16
Líf og fjör á víkinni heyri ég. Þú tekur daginn aldeilis snemma og mikið stuð. Er ennþá skíðafæri. ??? Hafðu það gott um helgina elsku Milla.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 13:01
Greinilega ekki dauð stund svona yfir höfuð í þínu póstnúmeri. Það er svo sem alltaf gott þegar nóg er um að vera en samt verður maður að passa sig á því að yfirkeyra sig ekki. Um að gera að leggja sig eða dútla eitthvað fyrir sjálfan sig þegar maður fær til þess smá tækifæri. Eigðu nú góðan laugardag Milla mín og farðu vel með þig ljúfan.
Tiger, 19.4.2008 kl. 13:56
Brynja mín já það er mikið að gera, en bara ánægjulegt.
Njóttu þinnar helgar mín kæra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.4.2008 kl. 14:37
Ásdís ég hélt að ég fengi nú að kúra til 7 nei! ljósið vaknaði kl 6.30 og þegar hún var búin að tala smástund, þá sagði mín,
amma ættum við kannski að fara fram núna, og ég sagði að sjálfsögðu já ljósið mitt.
Það er enn þá hægt að fara upp á heiði á gönguskíði.
Knús til þín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.4.2008 kl. 14:44
Tiger mér hafa aldrei hugnast dauðar stundir, þær hafa aldrei verið til í mínu lífi, en ég get nú orðið slappað af smátímaeða þannig.
kærar kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.4.2008 kl. 14:50
Langar mikið að þakka ykkur fyrir hvað þið voruð yndisleg við Viktoríu, þetta skypti hana miklu máli. Ef þið viljið fá fréttir af henni er ég með blogg, reyni að koma reglulega þar með fréttir. Hún hefur aðeins 20 mín. einu sinni í viku til að hringja og reynir að dreifa því að nokkra aðila. Takk aftur,hún var svo glöð, Beta.
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.