Laugardagsannir á Húsavík.

Einhver var að segja að það væri mikið að gera hjá mér,
Já og það hjá fleirum en mér.
Vaknaði 6.30 með ljósinu sem svaf hjá okkur,
fórum fram og borðuðum morgunmat,skoðuðum blöðin
helltum niður djús, sem auðvitað gerðist bara svona óvart
eins og allir skilja, ljósið fór í sturtu, síðan komu Viktoría Ósk og Hafdís
vinkona hennar, fóru eftir smá út aftur að hjóla.

Tvíburarnir vöknuðu , borðuðu, sturtuðust, blésu hárið og svoleiðis dúllerí.
Gísli kom heim um 12 leitið, búin að vera á skíðum síðan kl. 9 um morguninn,
Í dag var gengið á skíðum, semsagt frá Kröflu 55. km. leið
niður eftir, en það var nú of langt fyrir minn mann.
 Fórum í búðina, heim, Ingimar var að fara á sleða með bræðrum sínum.
Milla og Íris í áttræðisafmæli til föðursystur sinnar, matur hjá Írisi í kvöld,
Ég fór með ljósið til Ódu ömmu þar var Hjalti karl frændi hennar,
Íris fór með þau heim að gefa þeim að borða, þau voru sko nýbúin,
Hún ætlaði að hafa þau þangað til þær færu í afmælið systur
þá kemur ljósið aftur til ömmu, og verður þar til við förum í matinn.

Ef einhver heldur að við gamla fólkið höfum ekkert að gera,
þá er það mesti misskilningur, og ég skil ekki fólk sem segir að
því leiðist, það er bara ekki hægt.
                                  Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Áhugamálin fá sinn tíma þegar maður verður eldri! Það er víst!

Knús til þín Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.4.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hressilegur dagur hjá þér elskan min.  Ég var að koma inn úr löngum göngutúr, ferlega hressandi.  Hafðu það gott.  Hi There, Sweetheart 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 17:52

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er búin að vera hressilegur dagur í dag, vorum að koma úr Laugarholtinu, vorum í mat heima hjá Írisi.
                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.4.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.