Fyrir svefninn.
21.4.2008 | 21:51
Það er svo merkilegt með þennan langalangafa sem
ég átti, fagur var hann á að líta og peninga virtist hann eiga
giftist langlangömmu Guðrúnu Ágústínu Sigurðardóttur og
fékk eftirnafnið Wedhólm. hún átti heima bara örstutt frá honum
svo ætíð gat hann fylgst með henni, Hún var talin fönguleg,
enda 27 árum yngri en hann hún var fædd 16/8 1838, en hann
1/7 1811. þess vegna segi ég það eftir hverju voru þau að sækjast?,
hann í lambakjötið, en hún í gott viðurværi.
Guðrún Ágústína var dóttir Abígael Þórðardóttur ljósmóður.
Hún var í manntalinu sem tekið var 1860 talin fráskilin og var
eini íbúinn á Ísafirði sem taldist til þeirra hjúskaparstéttar.
Faðir Guðrúnar Ágústínu var sr. Sigurður Tómasson,
sem var prestur í Grímsey á árunum 1849=1867
en hafði verið aðstoðarprestur föður síns Sr Tómasar Sigurðssonar,
í Holti í Önundarfirði, og þar fæddist langlangamma mín.
Þau gömlu eignuðust einn son langafa sem nefndur var
Viggó Emil Wedhólm hann giftist langömmu
Friðrikku Maríu Haraldsdóttur Börn þeirra voru,
Amma mín Guðrún Ágústina
Magnús Guðjón
Sigurður
Sigríður
Andrea Soffía.
Amma mín og afi Guðrún Ágústína og Þorgils J. Ingvarsson
eignuðust þrjú börn, Viggó Emil, Halldóru og Ingvar.
Halldóra er móðir mín Viggó Emil fórst með Heklunni RE-88
1941. er ég fæðist 1942. er ég skýrð í höfuðið á ömmunum mínum,
báðar hétu þær Guðrúnar og Emilía í höfuðið á Viggó Emil frænda mínum.
Svo kem ég að þessu með ættarnafnið Wedhólm, eins og svo mörg önnur.
Þetta er sú mesta fyrra sem ég veit um, tekur sér nafnið Wedhólm
að því að hann vann ved Holmen í kóngsins Köpenhavn. Og svo á
þetta að vera eitthvað fínnt.
Fyrirgefið kæru ættingjar, bara ekki minn smekkur.
Góða nótt.
Athugasemdir
En pínu fyndið ekki satt?? afi minn tók sér nafnið Hagan, því hann ólst upp í Haganesi við Mývatn, við notuðum það samt aldrei í fjölskyldunni, nema elsta systir mín skírði son sinn Jónas Hagan í höfuðið á afa gamla. GN
Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 22:03
Góða nótt Milla mín Wedhólm Ég var að komast að því þú ert frænka Bjössa og barnanna okkar.
Erna, 21.4.2008 kl. 22:06
Milla Wedhólm haha Góða nótt mín kæra
Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.4.2008 kl. 22:28
Góða nótt elsku Milla mín
Kristín Katla Árnadóttir, 21.4.2008 kl. 22:38
Góða nótt Milla mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.4.2008 kl. 23:17
Góða nótt elskan
Heiða Þórðar, 21.4.2008 kl. 23:47
Flott færsla hjá þér Milla mín. Ótrúlegt hvað það er stundum gaman að glugga í ættirnar og skoða sambönd og ýmsa hluti tengda gamla fólkinu okkar. Ég geri mikið af þessu - og á meira segja myndir af langa-langömmu minni og afa. Ég ber líka ættarnafn sem var tekið upp í Kanada - en hluti föðurættarinnar er af gömlu vesturíslendingaförunum, eða þannig. Langafi eignaðist meira en tíu börn með kanadískri konu en skildi við hana og flutti með öll börnin til Íslands - en konan varð eftir ein þarna úti. Afi minn var náttúrulega eitt þessara barna. Gaman af þessu ... takk fyrir skammtinn fyrir nóttina Milla mín og eigðu yndislegan dag á morgun!
Tiger, 22.4.2008 kl. 04:11
Ég ætti kannski að taka þetta nafn upp , er þetta ekki annars Ingvar langafi minn?? Nei það getur varla passað hehe,,er ekki mjög góð í ættfræðinni.
Knús á þig frænka
Ásgerður , 22.4.2008 kl. 06:33
Ásdís mín Já þetta er svolítið skondið, að taka sér ættarnafn,
jæja, fólk verður auðvitað að ráða þessu sjálft, og er ég ekki að setja út á nöfnin sem slík, heldur snobbið í kringum þau sum hver.
Knús til þín og eigðu góðan dag.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2008 kl. 07:43
Ja hérna Erna mín er Bjössi þinn frændi minn, já við verðum að ræða það nánar, það er nú ekki dónalegt að eiga svona sætan frænda.
Knús til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2008 kl. 07:45
Góðan daginn Gréta, Guðborg, Katla, Róslín, Heiða og Sigga,
gott að þú sért búin að fá tíma hjá baksérfræðing Sigga mín þó það sé ekki gott að þú hafir farið svona illa út úr þessu slysi.
Knús til ykkar allra.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2008 kl. 07:50
Tiger míó hann hefur haft sterkan vilja hann langafi þinn, að koma alla leið til Íslands með 10 börn geri aðrir betur.
Það sem mér finnst svo skemmtilegt við þetta er að uppgötva í raun og veru hvað sagan endurtekur sig, bæði í siðferði sem öðru.
Svo þú berð ættarnafn, fluttist hann vestur um haf hann langalangafi þinn frá vestfjörðum, nei annars, þú þarft ekki að svara þessu.
Knús á þig
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2008 kl. 08:00
Ásgerður mín Ingvar var langafi þinn í móðurætt faðir Unnar ömmu þinnar og náfrænku minnar, því þau voru systkin Þorgils afi og Unnur amma þín. Og eitt skal ég segja þér að aldrei mun ég gleyma heimsóknum okkar í gamla húsið að Strandgötu 45. þar var svo yndislegt að vera, alltaf gott veður, hænurnar vöppuðu um allt,
og sjófuglarnir í fjörunni sem þá var bara rétt fyrir neðan húsið.
Amma þín og afi bjuggu uppi á lofti um tíma og man ég ætíð eftir
dúkku mublunum sem þær Erla og mamma þín höfðu fengið í jólagjöf
ein jólin, þau voru úr tré og rosalega flottar.
Þetta voru góðir tímar Ásgerður mín.
knús til þín frænka mín.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2008 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.