Fyrir svefninn.

Einu sinni var lík grafið á prestsetri nokkru, og tóku vinnumenn
prests gröfina. Hjá prestinum var vinnukona ein ung og órög.
Hún kom út í kirkjugarð, þegar langt var komið að taka gröfina.
En í því að hún kemur til grafarmanna, tóku þeir mannsbein eitt:
það var lærleggur ákaflega stór.
Stúlkan kemur auga á legginn og handleikur hann og segir síðan:
,, Gaman hefði verið að kyssa þennan í lífinu."
Að því búnu leggur hún niður legginn og gengur burt.
Nú líður dagur að kvöldi, til þess er almyrkt er orðið og ljós voru
kveikt. þá saknar prestur bókar nokkurrar,
er hann hafði gleymt úti á altari um daginn.
Hann biður nú stúlku þessa hina sömu að sækja fyrir sig bókina,
því að hún var kunnug af því, að vera með öllu ómyrkfælin.
Stúlkan tekur vel undir það, gengur út í kirkjuna, tekur bókina
á altarinu og gengur fram  að kirkjudyrunum, sér hún hvar situr
ógurlega stór karlmaður með mikið skegg í krókbekknum að
norðanverðu. Sá yrðir á hana og kveður vísu þessa:

                     Horfin er fagur farfi,
                     forvitin, sjáðu litinn,
                     drengur í dauða genginn,
                     drós, skoða hvarminn ljósa.
                     Hildarplögg voru höggvin,
                     þá háða og valþing áður;
                     kám er á kampi vorum,
                     kysstu, mær, ef þig lystir.

Stúlkan lét sér ekki bilt við verða, gengur að honum
og kyssir hann.
Hún fór svo inn með bókina og bar ekki á neinu. Önnur sögn er það
að stúlkan hafi ekki átt að þora að kyssa manninn, er hann skoraði á hana,
heldur hafi komið á hana dauðans ofboð og hlaupið út úr kirkjunni,
orðið æðisgengin og aldrei komið til sjálfra sín, meðan hún lifði.
En öllum ber saman um það, að þetta hafi átt að vera lærleggur
einhvers stórvaxins fornmanns, er kom úr gröfinni,
er hún sá í krókbekknum og kvað vísuna.

Úr draugasögum jóns Árnasonar.
                                                            Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt mín kæra

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.4.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín já ég veit það; ,, Sameining var samþykkt á milli Þingeyjarsveitar og Aðaldælinga", eins og þú kannski veist ákváðu Mývetningar að vera ekki með.
                                     Knús til þín milla.

Hallgerður mín knús á þig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða nótt Milla mín

Huld S. Ringsted, 27.4.2008 kl. 21:59

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Alltaf gott að koma við áður en lagst er á koddann.

Heiða Þórðar, 28.4.2008 kl. 00:15

5 Smámynd: Tiger

  Óða nótt og sofðu rótt í alla nótt... takk kærlega fyrir góða draugasögu Milla mín. Nú sendi ég þér rafmagnsreikninginn því nú verður maður að hafa kveikt öll ljós í nótt.. hahaha. Knús í vikuna þína mín ljúfa!

Tiger, 28.4.2008 kl. 03:16

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín frétt um þetta kom í mogganum í gærmorgun ég reyndar fékk þetta beint í æð er ég fór inn á bloggið mitt, frá einum sem býr að Laugum í Reykjadal.
Og ég segi góðan daginn, ertu farin að vinna nokkuð eftir slysið?,
þú verður að fara vel með þig.
                                 Knús til þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2008 kl. 08:24

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld, Gréta, Heiða, góðan daginn snúllu dúllur takk fyrir innlitið og eigið góðan dag.
                                 Knús Milla. 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2008 kl. 08:26

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ertu svona myrkfælinn Tiger míó, en galdrahræddur?, tek til við það er ég er búin að klára Jón Árnason, annars er aldrei búið að klára hann.
Þeir eiga nú ekkert upp á þig þessir draugar eins og fólk kallar þá,
þeir eru nú bara fólk eins og við, bara á öðru tilverustígi.
                       Knús til þín
                        Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2008 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.