Húsaleigubætur. Segir ekki alla söguna.

Mikið fjandi er maður vitgrannur, trúir bara öllu, eða þannig.
Ég bý í Búseta raðhúsi og á því rétt á húsaleigubótum, sem
ég reyndar vissi ekkert um fyrsta árið mitt hér,
fór síðan á Húsaleigubætur.
Þær hækkuðu eins og allir vita, brosandi komu þau fram í
blöðum og fréttum til að tilkynna hversu mikið þetta væri.
Grunnurinn átti að hækka upp í 13.500. og svo fleira og fleira,
en ég vitgranna konan hélt að grunnurinn væri það sem maður fengi,
sem sagt aldrei minna en það, Nei ekki aldeilis, allt tekjutengt,
og þar sem ég er aðeins fyrir ofan viðmiðið þá fæ ég skertar bætur.
Mig vantar 120.000. á mánuði til að hafa þessi svokölluðu
vísitölulaun, sem útreiknuð eru að eiga að vera 260.000 pr. mán.
Og þessi grunnhyggna spyr ráðamenn þessa lands hvort þeir
vilji lifa af laununum mínum og sjá hvað langt þau duga þeim?.
É er grútfúl, það stendur ekkert sem þetta fólk segir.
Og ég veit að margur hefur það ver en ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já Milla mín, þetta er til skammar en við lifum samt.

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 30.4.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ölmusa hvernig gat hann tekið við ölmusu?, bara skil ekki svona menn. Ekki gæti ég það fyrr mundi ég svelta Búkolla mín.

Já við lifum samt, það er ekki svo auðvelt að kúga okkur sem sterk erum Stína mín.

Heldurðu að ég gæti ritað sómasamlega grein í blöðin, já kannski ég geri það bara ekki strax. Það er ekki búið að laga tekjutenginguna,
en það á að gerast núna,
man bara ekki alveg hvenær.Sigga mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2008 kl. 15:57

3 Smámynd: Helga skjol

Já Milla ég mæli með því að þú skrifir grein í blöðin,þú ert það góður penni að ég efast ekki um að þú munir koma þessu vel frá þér.

eigðu gott kvöld dúlla

Helga skjol, 30.4.2008 kl. 20:08

4 identicon

Við erum greinilega ekki venjulegir launamenn bara hálfdrættingar, það er náttúrulega til skammar hvernig launin okkar eru. Mín laun skríða rétt yfir 200 þús. ef ég væri í 100 % vinnu sem sjúkraliði. Ekki beint mikils metið starf þangað til fólk þarf á því að halda að leggjast inn á sjúkrahús. Það eru reyndar afskaplega fáir í 100 % vinnu í vaktavinnu enda mjög slítandi að vera rokkandi frá einum tíma til annars. Einn vinnufélagi minn var einmitt að segja mér að hún væri að passa að vinna ekki of margar aukavaktir svo hún færi ekki upp fyrir skalann þannig að hún missi af húsaleigubótunum, einstæð móðirin með barn í skóla.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 20:27

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það virðist vera alveg sama hvort fólk er menntað eða ekki, það eru allir á þessum skala, 50.=70.000 til eða frá skiptir ekki máli þetta eru lág laun og til háborinnar skammar.
Þó svo að einstæða móðirin reyni að vinna svolítið meira, á það þá að bitna á henni þannig að hún missi niður húsaleigubæturnar.
Eða fólk sem býr í sama húsi, er ekki í sambúð, það fær ekki uppbót frá T.R. að því að þau eru saman um húsaleiguna, þetta er persónuskerðing, og ég gæti lengi talið upp.
                      Knús á ykkur
                       Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband