Fyrir hundrað árum.

 Borgarstjórinn.

Samkvæmt lögum 22. nóv. 1907 skyldi hin nýja bæjarstjórn
kjósa í fyrsta sinn borgarstjóra fyrir Reykjavík til næstu sex ára.
Borgarstjórakjörið fór fram 7. maí.
Kosningu hlaut Páll Einarsson, sýslumaður í Hafnarfirði.

Gaman að lesa þennan:
                  ,, Heilbrigðis-nefndar-ilmur
.

18/5 1907 Oft hefur heilbrigðisnefndinni látið vel að sjá um þrifnað
bæjarins. En nú er eins og kóróni allt, að túnbletturinn framan við
menntaskólann, rétt við fjölförnustu göturnar þrjár,
Bankastræti, Lækjargötu og Laufásveg, er albreiddur af
samansettum jafningi af mannskít og kúamykju,
svo að ófært má heita út úr húsum í hverri af þessum götum,
sem vindur stendur upp á - ekki talsmál um að opnaður verði
gluggi í húsi áveðurs fyrir þessum heilbrigðis-nefndar- ilm.
Vér erum löghlýðnir af náttúru og uppeldi,
en fáist ekki nefndin til að ráða bót á þessu tafarlaust,
þá vorkennum vér engum þeirra herra, er hér eiga hlut að máli,
þótt einhver yrði til að taka einn þeirra eða fleiri
og nudda trýninu á honum upp úr túninu.
                                                                     Reykjavík.

Þess er vert að geta sem gert er.

Jafnframt því að láta vita þess getið að auminginn
Jóhann Bjarnason, að aukanefni ,,beri"
andaðist hinn 27. ág. síðastl. norður í Svarvaðadal
eftir nokkra vikna legu, finnur hreppsnefndin í kirkjuhvammshreppi
sér bæði ljúft og skylt að þakka hér með öllum þeim, sem fyrr og
síðar af mannkærleika gáfu aumingja þessum bæði föt og fæði
og viku góðu að honum á hans mörgu mæðuárum og ferðalagi
um landið. Fáráðlingur þessi er eflaust ,,einn af okkar minnstu
bræðrum" og fyrirheitið mun rætast á þeim,
sem veittu honum, margir af fátækt sinni.

F. h. hreppsnefndar
                   Kirkjuhvammshrepps.

Helguhvammi. 23. jan. 1908.

                 Baldvin Eggertsson.

Ekki gaman að lesa, orðalagið í þessari tilkynningu
er náttúrlega barns síns tíma, og væri talið
niðurlægjandi í dag.
                                 Eigið góðan 1. maí dag.
                                        Milla.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Gleðilegt sumar og til hamingju með 1 mai

Guðborg Eyjólfsdóttir, 1.5.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gleðilegan 1 maj Millan mín

Kristín Gunnarsdóttir, 1.5.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með daginn stelpur mína
Hallgerður nei hafði ekki heyrt það, að deyja úr ófeiti, en rökrétt orð, en hvernig ætli það hafi verið orðað er þeir feitu dóu, T.d.
Fótgetinn dó úr feiti eða úr óhor.
En trúlega var það ekki tekið fram er þeir áttu í hlut, ,,Höfðingjarnir".
                           Kveðja Milla

                Kisses       Frosty              Thumbs Down 
Ömurlegt þetta veður, en stendur til bóta um helgi,
fengum andaparið okkar í fyrstu heimsóknina í morgun,
yndislegt að gefa þeim brauð.





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.5.2008 kl. 14:30

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kveðja inn í bjartan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 1.5.2008 kl. 17:41

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bestu kveðjur til ykkar og vonandi hafið þið átt góðan dag.
                                 Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.5.2008 kl. 21:28

6 identicon

Það hefur örugglega ekki verið gaman að vera "hreppsómagi" á þessum tíma en það eru mörg óskemmtileg viðurnefni á fólki í Íslendingabók þegar maður skoðar hana.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 00:36

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Jónína mín og margar sögurnar hefur maður lesið upp, hist og her,
og kynnst hef ég ýmsu í gegnum árin sem ljótt er.
Þegar ég var að alast upp, og reyndar allar götur varð ég ætíð svo hissa er fólk setti sig á háan hest gagnvart öðrum, þannig varð að sjálfsögðu til mannvonskan gagnvart þeim sem minna máttu sín.
Merkilegt hvað fólk er fljótt að gleyma hvað stutt er síðan það kom út úr moldarkofunum.
                                   Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.5.2008 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.