Erum komin heim.
3.5.2008 | 17:38
Er við vorum búin að ná í snúllurnar ókum við til hins
fagra staðar Akureyrar.
Byrjuðum í Bónus en fyrst fórum við inn á kaffihúsið hjá
Bónus og fengum okkur kaffi og eina saman bacetti.
Síðan fórum við að versla, er við komum út úr Bónus
hittum við fyrrverandi mág minn sem bauð okkur að koma í kaffi
þau voru í íbúð í einhverri síðu, við þangað en hittum þau aldrei
eitthvað skolast til í mér heimilisfangið.
Jæja niður í bæ, það var farið í Hagkaup, Glerártorg og að sjálfsögðu
í miðbæinn, í bókabúðinni voru keyptar bækur ekki ég, heldur þær,
Síðan fóru þær að kaupa sér skó, boli, buxur og allt sem þeim datt í hug
það er nefnilega komin vorhugur í okkur, en á misjafnan hátt.
Allavega var bíllinn fullhlaðinn er haldið var heim.
Áður en við fórum var farið á Hlölla Báta, sjúklega góðir,
ekki var skilið við Akureyri öðruvísi en að fá sér Brynjuís á eftir
nema ég, finnst ekki ís góður.
Brunuðum í Lauga með snúllurnar, þær ætla bara að vera heima
hjá sér þessa helgi, en koma langa helgi næst.
Hringir ekki síminn það er Milla að bjóða í pizzu að sjálfsögðu
heimatilbúna, Hún Milla er snillingur í grænmetis-pizzum,
svo við erum að fara til þeirra í mat.
Eftir helgi vona ég svo að veðrið verði þannig að maður getir
háþrýstiþvegið allt hátt og lágt, sko úti og inni,
blanda að sjálfsögðu ediki í sápublandarann á græjunum,
en ég get víst ekki spúlað innan-hús, Jesús stelpur haldið ekki
að það væri munur ef það væri hægt,
svo skal bara veðrið rétt ráða því hvort það verður ekki gott
um Hvítasunnuhelgina.
Kærleikskveðjur til ykkar allra
Milla.
Athugasemdir
Hvenær eru Hvítasunnan. Alveg dottin úr takti við almanakið.
Kveðjur yfir heiðina
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2008 kl. 18:00
Yndislegur dagur sem þú hefur átt Milla. Ég er hálf fokheld eftir næturbrölt en á morgundaginn inni fyrir skemmtilegheit. Eigðu gott pizzukvöld.
M, 3.5.2008 kl. 18:00
Aldeilis góður dagur hjá ykkur á norðurlandi. Hér er bara setið og legið í slökunarstellingum, þetta var fullmikið flakk á mér síðustu rúma viku, var víst ekki orðin nógu góð, en nú er ég komin í hvíld aftur. Knús og kossar til ykkar og yfir víkina mína.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 18:03
Ég hefði getað fengið þinn skammt af Brynju ís, mér finnst hann æði!
Gott að dagurinn gekk svona vel hjá ykkur Milla mín.
Knús á þig
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.5.2008 kl. 18:17
Jenný mín Hvítasunnan hvíta er um næstu helgi, það sem ég sé gott við hana, er að þá geta allir verið saman sem vilja. langt frí.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.5.2008 kl. 20:04
Pizzan vað rosagóð og var nú verra að fá tertuæði á eftir með bolla af capatínó. vona að þú verðir búin að jafna þig á morgun Emmið mitt.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.5.2008 kl. 20:07
Ásdís mín þú átt það skilið að slappa af, já þetta var góður dagur hjá okkur í dag , bara eins og ævilega hér norðan heiða.
Húsavíkin þín er upp á sitt besta núna, fjallið enn þá alhvítt upp á topp og sólin glitrar á allt eins og demantar.
Knús til þín snúllan mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.5.2008 kl. 20:11
Róslín mín það hefðir þú svo sannarlega getað, þann stærsta.
það gengur allt vel, bara ef maður vill.
Knús til þín snúllan mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.5.2008 kl. 20:14
Smakkaði Brynju-ís í fyrsta skipti í janúar sl. Sorry not my cup of tea. Annars er Akureyri yndislegur bær, eitthvað svo kósý við hann. Góða helgarrest Milla mín.
Ía Jóhannsdóttir, 3.5.2008 kl. 20:32
Þið eruð líka komin heim Ía mín, nei Brynjuís er ekki heldur fyrir mig,
en það er ætíð gaman að koma til Akureyrar.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.5.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.