Því miður ekkert betra á Íslandi.

Ég er alin upp við að henda ekki mat, það er bara
skammarlegt, þó að fólk eigi nóga peninga að gera slíkt.
þegar ég var að alast upp voru ætíð afgangar í hádegi á
laugardögum. Heitt kartöflusalat, heimabakað brauð og
afgangar af kjöti og fiski ef til voru.
Á eftir fengum við ætíð nýbakaða kryddköku eða lummur.
þetta var besta máltíð vikunnar fyrir utan að sjálfsögðu
sunnudagsmatinn.
Hendið aldrei mat þið tapið ætíð á því.
                        Góðar stundir.


mbl.is „Yfirþyrmandi“ magn matvæla á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Ég kaupi oft svo tæpt inn að það verður svo lítill afgangur. Eins gott að enginn komi óvænt í heimsókn á matartíma  Annars leiðast mér svo afgangar og forðast þá eins og heitan eldinn.

M, 8.5.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég safna helst aldrei afgöngum en eftir að það fjölgaði svona í hundastóðinu hjá mér þá fá þeir alla afganga

Huld S. Ringsted, 8.5.2008 kl. 18:24

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Skil vel hjá þér Huld þeir þurfa nú sitt snúðarnir

Emmið mitt eins gott fyrir þig að kaupa knappt inn þá þarftu ekki að henda mat

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.5.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.