Mæðradagurinn.

                                            Hearts       Hearts Hearts Hearts          Hearts                                    Hearts Hearts  Hearts  Hearts  Hearts  Hearts   

  Mother's Day Basket 1 Til hamingju með daginn allar mæður þessa lands,
                               og sér í lagi mínar elskulegu bloggkonur.
                               vonandi eigið þið gæfuríkan og skemmtilegan dag.
                               Sendi ykkur öllum ljós og kærleika.InLove.

Það er búið að vera annasamt hér en skemmtilegt, í gær bauð Dóra mín
öllum í kvöldmat, Íris kom og hjálpaði systir sinni við eldamennskuna og
kom nú ýmislegt skemmtilegt út úr því, að vanda höfðu þær gaman að því
að tala um að ég hin fullkomna móðir þeirra gæti ekki látið vera með að stjórna
svolítið, en að sjálfsögðu er það hin mesta fyrra í þeimErrm 
þær voru hér allar snúllurnar mínar Ljósálfurinn og ljósið en Annar Ljósálfurinn
minn fór suður til að hitta pabba sinn og bróðir, sem er hann Hróbjartur minn.

Í matinn var: ,, Mareneraðar svínasneiðar í INDVERSKRI mareneringu
sem þær gerðu sjálfar, ferskt salat, bakaðar kartöflur og púrtvíns sveppasósa,
æðislega gott hjá þeim að vanda, á eftir fengum við súkkulaðiköku með ís og rjóma
að ógleymdu sælgætinu sem á borðum var.
Ekki má gleyma að minnast á yndislegu blómin sem ég fékk
og með þeim fylgdu  tvær gerðir að sósum frá so go þær eru bara
það besta af öllum sósum sem til eru."

Núna er allt í dúnalogni, sem ég elska svona fyrst á morgnanna,
heyrist Gísli minn vera komin á baðið, og einhver hreyfing er komin
á í gestaherberginu og er það trúlega Dóra mín og Neró,
örugglega ekki snúllurnar mínar, þær vaka ætíð frameftir öllu
og sofa frameftir degi er þær eru í fríi frá skólanum.
             Eigið öll góðan dag.
               Milla.Heart

                                                   Bouncing Hearts  Bouncing Hearts  Bouncing Hearts  Bouncing Hearts  Bouncing Hearts 

                                  






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar Milla.

Til hamingju með daginn.

þetta hefur flott kvöld hjá ykkur

knússý knússý.

Vallý (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Til hamingju með daginn.

Flottur matseðill..

Kveðja Heiður.  

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 11.5.2008 kl. 10:36

3 identicon

Til hamingju með daginn Milla mín. Það hefur aldeilis verið gaman hjá ykkur í gær. Ekki vissi ég að það væri mæðradagur í dag og ekki heldur að það væri Hvítasunnuhelgi fyrr en á föstudaginn. Þetta er bara svona með mig ekkert svo mikið að spá í þessa hátíðisdaga enda vinnuhelgi hjá mér og þá er þetta bara eins og hver önnur helgi.  

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 10:40

4 identicon

Eigðu góðan dag Milla mín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 10:59

5 Smámynd: M

Innilega til hamingju með daginn sömuleiðis Milla mín. Engin blóm hér, en dagurinn er ekki búinn

M, 11.5.2008 kl. 11:10

6 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með daginn

Dísa Dóra, 11.5.2008 kl. 11:18

7 Smámynd: Ásgerður

Til hamingju til þín líka,,og takk fyrir mig

Ásgerður , 11.5.2008 kl. 11:25

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín búin að senda þér símanúmerið mitt
                 Knús til þín Milla.

Sömuleiðis Heiður já þetta var flott hjá þeim kjötið afar gott og látlaust meðlæti
                             Knús til þín Milla.

Jónína mín svona er það er maður er í vaktavinnu, og það er hægt að hafa góðar helgar hvenær sem er.
                           Knús til þín Milla.

Emmið mitt það er ekki nauðsynlegt að fá blóm bara
hafa gaman saman.

Sömuleiðis Dísa Dóra.
Knús til þín Milla.

Elsku Ásgerður mín til hamingju sömuleiðis og hafðu það ætíð
sem best frænka mín
                          Knús til þín og þinna.
                              Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 11:47

9 identicon

Knús á þig dúlla, alltaf svo bjart og hlýtt að lesa pistlana þína. Hvað fjölskyldan þín má vera heppið að eiga þig að kona góð. Eigðu ljúfan dag

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 12:01

10 Smámynd: Helga skjol

Eigðu yndislegan mömmudag mín kæra Milla.

Knús á þig og þína

Helga skjol, 11.5.2008 kl. 12:17

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með daginn Milla mín

Huld S. Ringsted, 11.5.2008 kl. 12:41

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Magga mín það er rétt þau eru heppin, en það er ég líka, það er þetta með að gefa afsér þá færðu til baka, ég held að þú sért líka þannig, merki það á því hvernig þú talar um litlu englana þína og góða sveitastrákinn þinn.
                                   Knús til þín Magga mín
                                      Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 12:50

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín sömuleiðis
Knús til þín
Milla.

Huld mín gleði inn í ykkar dag.
             Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 12:53

14 identicon

Til hamingju með daginn yndislega Milla mín.

Ásdís Ólafs (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 14:17

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis elsku ÁSDÍS Ó. og eigðu yndislegan dag.
                           Knús til þín og þinna.
                                 Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 14:25

16 Smámynd: Erna

Elsku Milla mín til hamingju með daginn og takk fyrir fallegar kveðjur,Íris mín er búinn að færa mér blóm og bakkelsi svo verður farið á Greifann í boði hennar hún er yndisleg hún dóttlan mín Skilaðu kveðju Til Dóru minnar og stelpnanna og hafið það sem allra best í dag og alla daga yndislega fjölskylda

Erna, 11.5.2008 kl. 14:26

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis elsku Erna mín, Dóra er hjá Írisi systu núna að hjálpa henni í íbúðinni snúllurnar eru að vakna Sigrún Lea er í sturtu en Guðrún Emilía sefur ætíð eins lengi og hún getur, litla rófan mín.
Hún Íris þín er bara flott, það eru forréttindi að eiga svona stelpur.
Erna mín þú verður bara að fara að koma í heimsókn, Dóra fer alveg að komast í frí, skólinn að verða búin, stelpurnar verða að vinna á Fosshótelinu að Laugum svo það eru hæg heimatökin.
það er nóg pláss hjá henni vinkonu þinni að gista.
                     Knús til þín dúllan mín.
                       Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.