Tyllidagar og jákvæðni.

                     Tyllidagar.
Það er auðvitað af hinu góða að halda Jól, 
þau gefa okkur tækifæri á að vera með fjölskyldunni, ekki að
vera á fullu út um allan bæ að kaupa allt sem við teljum
okkur og aðra þurfa.
Nei bara að vera saman.

Áramótin þau eru þessi yndislega samvera, ekkert stress,
eða húllum hæ, nei nei, bara smá. OMG. Ekki orð meira um það.

Páskarnir þeir eru eins og allir vita, sem betur fer orðnir
útivistardagar fyrir fjölskyldurnar eða bara það sem hver og einn vill.

Svo eru það allir hinir dagarnir sem okkur er sagt hvað við eigum að gera,
eins og bollu, sprengju, ösku, bónda, konu, mæðra, afmælis,
og guð má vita hvað marga daga hægt er að telja upp,
þar sem við eigum að gera eitthvað vist.

Ég tel að við eigum bara að gera það sem okkur langar til  og
þegar okkur langar til.
Og auðvitað eigum við að vera góð við hvort annað alla daga jafnt.
Elda góðan mat er okkur langar í ekki bara þegar okkur ber skylda til.
Það væri nú ekki gott ef skyldaðir væru sérstakir mökunardagar,
það mundu nú margir svindla á þeim, eða hvað haldið þið?.

                         Jákvæðni.


Það er auðvitað jákvæðni fyrir Obama að Clinton skuli vera dottin út.

Jákvæðni er að Jón Ásgeir hafi ekki verið handtekinn 2002 er átti
að framkvæma þann heimskulega gjörning.

Það er einnig jákvætt að það skuli bara hafa verið 5 grunaðir um
ölvun við akstur í gærkveldi. Þvílíkar fréttir, Vá! vá!

það er að sjálfsögðu jákvætt fyrir spennufíkla að lottópotturinn
skuli verða þrefaldur næst.

Og afar jákvætt fyrir Borgarstjórann að öðrum skildi hafa verið boðin
staðan á undan Jakobi, enda maðurinn heiðarlegur í alla staði.

En toppurinn á jákvæðninni er að maðurinn sem henti pípunni
sinni í sjóinn fyrir 16 árum síðan, skildi fá hana aftur.
Honum hlýtur að hafa langað í smoke og þá gerðist kraftaverk.
Pípan kom aftur.

Það er hægt að snúa öllu upp í jákvæðni, svo sem ef við viljum.
                                Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Pípusagan er héðan frá Höfn

Annars er ekki annað hægt en að senda þér knús mín kæra!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.5.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eigðu jákvæðan dag Milla mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2008 kl. 14:21

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þessi pípu saga er bara frábær Róslín mín, við segjum að sjávarguðinn Óðinn hafi fært honum hana aftur.
                 Knús til þín
                   Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 14:21

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Jenný mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 14:22

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 11.5.2008 kl. 14:59

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég elska svona "jákvæðni"  Þetta var skemmtilegur pistill Pollýa....nei ég meina Milla mín, takk fyrir

Sigrún Jónsdóttir, 11.5.2008 kl. 15:04

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.5.2008 kl. 17:39

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin snúllur mínar,
jákvæðni borgar sig ætíð svo er hrikalega leyðinlegt að vera
neikvæður í fíluMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 20:25

9 identicon

Sæl Milla mín. Fáum hef ég kynnst jákvæðari en þér og sé að þannig ertu enn..

En mínar nýjustu fréttir eru.. tólfta barnabarnið sem kom í heiminn í gær! Litla stelpan mín hún Linda Ösp (25) varð mamma í annað sinn og það á hug minn allann nú!

Bestu kveðjur til þín og þinna.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 20:28

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Silla mín það er svo gaman að heyra í þér og hjartanlega til hamingju með 12 barnabarnið þið Gunni eruð svo sannarlega rík ég á níu Dóra með tvíburana, Íris með Hróbjart og Báru Dís, Milla og Ingimar með Viktoríu Ósk og Aþenu Marey og Fúsi og Solla með Kamillu Sól, Viktor Mána og Sölva Stein.
Linda Ösp var bara  10 ára er við fórum frá Sandgerði við Dóra,
tíminn er svo fljótur að líða, allir orðnir fullornir áður en við getum rönd við reist. Vonandi hafa allir það gott hjá þér Silla mín og bið ég að heilsa ykkur öllum.
                              Ljós og kærleik til ykkar
                                   Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband