Fyrir svefninn.
12.5.2008 | 21:32
Jarðskjálfti í Kína þúsundir manna látnir og slasaðir.
Við tölum um að vonandi kemur þetta ekki fyrir hjá okkur.
En við vitum aldrei hvað gerist.
Og það hefur að sjálfsögðu ýmislegt gerst í gegnum tíðina.
1943.
Um klukkan 1.30 laugardaginn 2. júní kom geysiharður og
snöggur jarðskjálftakippur við Eyjafjörð.
Er þetta mesti jarðskjálfti sem komið hefur í minnum elstu
manna á þessum slóðum.
Um tuttugu hús ónýt eða stórskemmd og 200 manns húsnæðislaus.
Þetta kom eins og reiðaslag, kippurinn fannst víða um land.
Hrikalegar öldur risu og lentu skip í mynni Eyjafjarðar í háska,
en engan sakaði.
1948 þann 19/3.
Snjóflóð fellur á bæinn Goðadal í Bjarnafirði
og verður 6 manns að bana.
Bóndinn einn heldur lífi meiddur og kalinn.
Snjóskriðan var 130 metra breið og hafði klukka sem grafin
var úr rústunum stoppað klukkan 18.15.
fjórir sólahringar liðu áður en fólk vissi af flóðinu en þá kom
pósturinn að rústunum.
Ætla ég ekki að rekja það nánar, en allir geta lesið um
þetta í Öldinni Okkar.
Meðvituð þurfum við að vera um allar þær hörmungar sem dunið hafa
yfir okkur undanfarin 100 ár,
við erum fljót að gleyma og það er það sem má ekki gerast,
því ef við gleymum þá erum við ekki fær um að hjálpa öðrum.
Góða nótt.
Athugasemdir
Þörf upprifjun. Kveðja í norðlensku sólina mína og GN
Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 21:34
Góða nótt Milla mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.5.2008 kl. 21:39
Ágæta frú ! Ertu ekki að meina hér að ofan, Dalvíkurskjálftan árið 1934 (en ekki 1943)
Jonni (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 21:44
Náttúruhamfarir eru hrikalegar og eira engu, mæli með að við biðjum fyrir fórnarlömbum náttúruhamfara í kvöldbænunum okkar .Góða nótt Milla mín
Erna, 12.5.2008 kl. 21:47
Þakka fyrir mig elsku Milla frænka mín, gott að sofna núna
Góða nótt
Eva Benjamínsdóttir, 13.5.2008 kl. 00:55
Jú ég er að tala um Dalvíkur-skjálftann Jonni, hefði kannski átt að taka það fram en var nú bara að minna fólk á smá sem hefði gerst og gæti ég endalaust talið upp.
Það væri líka ágæt ef foreldrar mundu tala um svona hluti við börnin sín, þannig að þau vissu söguna.
Takk fyrir innlitið.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.5.2008 kl. 07:22
Kæru vinir held að flestir hafi kveikt á kerti í gær og beðið fyrir fólki bæði í Kína og Burma og eins og Kurr segir biðjum fyrir öllu fólki jarðar.
Til dæmis atburðir sem gerast í okkar tíð eins og Hallgerður segir, GOSIÐ í eyjum 1973. hennar fólk var allt þar og gleymir hún því aldrei, ekki ég heldur þó ég hafi ekki átt neinn þar,
en ef við hugsum aðeins þá eru allir á Íslandi fólkið okkar, samhugurinn er mikill, Snjóflóðin fyrir vestan já og svo margt sem margir geta ekki sætt sig við.
Eigið góðan dag.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.5.2008 kl. 07:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.