Fyrir svefninn.
15.5.2008 | 20:09
Jórunn heitir fátæk kona í Vestmannaeyjum og er
kölluð Jóka.
Hún kom í búð Gunnars Ólafssonar á tanganum
og bað um einhverja úttekt fyrir jólin.
Jóhann alþingismaður, félagi Gunnars, sem annars
er greiðamaður, neitaði henni um úttekt,
þar sem hún skuldaði allmikið fyrir.
Gunnar ber þar að, og segir Jóka honum þá frá
erindi sínu og málalokum.
,, Já , já", segir Gunnar, ,, Það eru ekki kosningar núna,
Jóka mín",---færir henni síðan 100 krónur og segir:
,, Hérna eru 50 krónur frá hvorum okkar Jóhanni".
Sumt fólk virðist ganga nokkuð langt í því að knýja út
tryggingarbætur fyrir slys.
Kona nokkur hafði orðið fyrir bíl og var lögð í sjúkrahús.
Maður hennar gerði ýtrustu bótakröfur.
meðal annars lagði hann fram reikning fyrir blóm,
er hann hafði fært konu sinni í sjúkrahúsið.
Þegar Sigurður Sigfússon tók sér ættarnafnið Bjarklind,
var þessi vísa kveðin.
það er á því varla von,
að við það yndi glaður
að vera bara Sigfússon
svona tigin maður.
Halldór Hallgrímsson.
Hugurinn ber mig---
Eina ég hitti um aftanskeið
austur í svartaveri.
Hugurinn bar mig hálfa leið,
--- hitt fór ég á meri.
K. N.
Góða nótt.
Athugasemdir
.....hitt fór ég á meri. Góður þessi GN elsku Milla
Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 20:11
Góða nótt elsku Milla mín.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.5.2008 kl. 20:18
Góða nótt Milla mín
Helga skjol, 15.5.2008 kl. 21:00
Ljúft að venju fyrir svefninn Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 15.5.2008 kl. 21:42
Takk Milla og góða nótt ljúfust
Erna, 15.5.2008 kl. 22:17
Góða nótt Milla mín, .............. ertu Vestmannaeyjingur?????
Erna Friðriksdóttir, 15.5.2008 kl. 22:29
Góða nótt Milla mín
Huld S. Ringsted, 15.5.2008 kl. 22:29
Hallgerður víð höfum ekki verið svo ólíkar í prakkaraganginum.
Einu sinni var ég að henda litlum steinum inn um eldhúsglugga hjá fólki sem leigði í kjallaranum hjá mömmu og pabba, sá enga hreyfingu fyrir innan stórísinn sem hún hafði fyrir svo að það sæist minna inn,
en allt í einu stendur maðurinn fyrir framan mig, ég þaut af stað náði inn um dyrnar og læsti, læsti líka kjallaradyrunum,
en maður gerði aldrei at í þeim sem voru góðir bara þeim sem æstu sig upp, voru svona fýlupúkar.
Knús í daginn.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.5.2008 kl. 06:12
Erna nei ég er ekki úr Vestmannaeyjum, heldur tek ég það sem ég hef verið að birta hér í pistlinum, "Fyrir svefninn" upp úr
Íslenskri fyndni, úr ljóðabókum og kverum, Vestmannaeyja-sögurnar eru úr bókinni Sögur og Sagnir úr Vestmanneyjum sem
Jóhann Gunnar Ólafsson tók saman, urðu bækurnar tvær og er þetta annað hefti sem hér er til.
flestar þessara sagna eru sagðar eftir munnmæla sögum, og margar aldrei farið á prent, 1939 voru þær gefnar út af Ísafoldarprentsmiðju, en brennimerktar,
Bókaverslun Þorsteins Johnson Vestmannaeyjum.
Knús í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.5.2008 kl. 06:28
Góðan daginn allar snúllur og Kurr mín fróðleikinn fær maður bara úr bókum, ekki man ég nú allt þetta, en hef gaman af að lesa svona margt og mikið, og maður fer að sinna því er maður hættir að vinna.
Eigið allar góðan dag.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.5.2008 kl. 06:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.