Fyrir svefninn.
16.5.2008 | 20:33
Hugleiðingar mínar um karma og hvert
hugsunin leiðir, til einhvers sem gerist
Ég Guðrún Emilía Guðnadóttir eignaðist bloggvinu um
daginn sem heitir Ásdís Emilía hún er frá Akranesi, en býr
í Vestmannaeyjum.
Ég fór einhverra hluta vegna að segja henni frá heimsóknum
mínum á Skagann er ég var barn, kom ég þá iðulega til vinafólks
foreldra minna, sem hétu Gísli Vill og Karen, sagði Ásdísi Emilíu
jafnframt að hún væri svo ung að hún myndi trúlega ekki eftir þeim,
en þau fluttust til Sauðárkróks, og komum við líka þangað.
Man ég afar vel eftir þeim ferðum því leiðin þangað var svo falleg,
og ekki var nú krókurinn síðri með lækinn liðandi í gegnum bæinn.
Ásdís Emilía kommentaði á mig til baka og hafði þá innt mömmu
sína eftir þessu fólki og kom þá í ljós að þau voru tengt.
og sagði hún mér jafnframt að þau mektarhjón Gísli og Karen,
hefðu flutt aftur til Akranes, og Karen hefði opnaðHannyrðabúð Karenar.
þessu var ég búin að gleyma.
þessar gömlu æsku minningar létu mig ekki í friði,
það er svo gaman að rifja upp æskuna sína og hvað var í raun gaman að lifa.
Hringdi síðan í mömmu til að skerpa þetta betur var hún sem betur fer í
stuði og mundi þetta alveg. kannski hringdi pabbi heim og sagði:
,, Hann Gísli Vill, aldrei var hann kallaður annað, kemur með mér
heim í mat", þá gall í mér, ,,þá fáum við síld"
Því mér fannst víst ný síld með kartöflum herramannsmatur.
og ætíð kom hann með síld, ef síldarveiðitími var.
Fyrir nokkrum dögum kom í fréttum að sjálfstæðisflokkurinn mundi mynda nýjan
meirihluta þar sem Karen og Gísli ekki Gísli Vill.
hefðu gengið til liðs við flokkinn.
Ekki ætla ég að tala um það hér, er búin að segja mitt í því máli.
Ég hugsaði strax, hún Karen er örugglega barnabarn Gísla og Karenar.
Daginn eftir kommentaði Ásdís Emilía og staðfesti það sem ég hafði hugsað.
Er ég fletti fréttablaðinu daginn þar á eftir er sagt frá, og þar er hún nefnd
Karen Emilía.
Hvað kallið þið þetta?.
ÉG kalla þetta hugsun sem sækir á, hugsun sem leiðir til einhvers.
Góða nótt.
Athugasemdir
Ótrúlegt nokk!

Ísland er svo lítill, eins og heimurinn líka!
Góða nótt mín kæra Milla
Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.5.2008 kl. 20:44
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.5.2008 kl. 20:46
Takk Búkolla mín þau þú segir ekki neitt nema hæ, þá er það nóg bara að heyra aðeins í þér.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.5.2008 kl. 20:47
Rósin mín það er rétt hjá þér landið okkar er svo lítið,
Milla.
allir þekkja alla, þess vegna er svo nauðsynlegt að vera góður
við allt og alla.
Knús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.5.2008 kl. 20:49
Hæ Linda mín eigðu gott kvöld.
Milla.
Knús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.5.2008 kl. 20:50
Tiger, 16.5.2008 kl. 20:52
Ég hef þá trú að það fólk sem þú tengist sterkum böndum á lísleiðinni hefur þú þekkt áður í fyrra lífi. Sumir höfða svo sterkt til þín að þú rífur aldrei þau bönd sem tengst hafa. Aðrir hverfa og þú sérð þá aldrei aftur, þrátt fyrir að þú hafir haldið að þetta væru vinir þínir.
Þannig er þetta bara Milla mín, við eigum samleið með svo fjölda fólks en það eru bara fáir útvaldir sem fylgja okkur alla tíð. Hér eða fyrir handan, síðan er það okkar að velja eða hafna. Og stundum er það mjög erfið ákvörðun.
Góða helgi kæra vinkona.
Ía Jóhannsdóttir, 16.5.2008 kl. 21:09
Takk fyrir þessa sögu þína elsku Milla og góða nótt.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 21:40
Hugsanir eru ótúlegt afl þess vegna skulum við varast að senda fólki illar hugsanir, reyna frekar að nota hugarorkuna í ást og kærleika. Góð saga Milla mín, góða nótt og góða helgi
Erna, 16.5.2008 kl. 22:21
Yndislegt
Sigrún Jónsdóttir, 16.5.2008 kl. 22:26
Gaman að lesa um þessa óvæntu tengingu ykkar þarna en við vitum svo sem aldrei hver stendur okkur næstur því jarðlífið er svo mikil blekking. Margar dulurnar sem við sjáum ekki í gegnum. Ég lenti í jafn óvæntri uppákomu og þú hvað þetta varðar á dögunum en ég er búin að vera að hitta ákveðin hóp kvenna á hverjum þriðjudegi í nokkrar vikur undanfarið. Þegar við hittumst síðast þá spyr ein úr hópnum mig að því hvort afi minn hafi ekki heitið Guðjón. Ég sagði jú það passaði og svo taldi hún upp systkini hans pabba og ég sagði bara já já það er alveg rétt. Við komumst að því að afar okkar höfðu verið bræður en við höfðum aldrei sést áður en við byrjuðum þetta hópastarf, enda hafa verið mjög lítil samskipti við þennan ættlegg minn. En svona eru tilviljanirnar þegar manni er ætlað að hitta einhvern þá bara gerist það.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 23:21
Magnað, en ég verð að segja að þegar þú skrifar síld með kartöflum þá slefaði ég, man hvað mér fannst þetta góður matur í den.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 00:06
Já gaman að þessu Milla mín. Ég var að koma úr samkvæmi í hverfinu mínu og er þess vegna sein fyrir..En kveðjur inn í nóttina mín kæra.
Silla
Silla. (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 00:56
Ía mín ég hef þessa skoðun líka við erum með vinum okkar í mörgum lífum, en hjá mér nú orðið er ekki erfitt að velja og hafna,
en erfitt að komast að því að sá sem maður taldi vera vin sinn er það í raun ekki, en allar götur hef ég verið varkár í vinavali, en á fullt af kunningjum.
Kærar kveðjur til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 07:17
Jónína gaman að leiðir ykkar skyldu liggja saman, þið hafið kannski verið valdar til að hefja meiri samgang svo fólkið ykkar mundi kynnast og vita um hvort annað.
Rétt er það að jarðlífið er blekking sem margur okkar höndla illa.
En allir gera eins og þeir hafa þroska til.
Erfiðast finnst mér að horfa upp á fólk sem telur það réttu leiðina að vinskap við fólk smjaður, kjaftagang og undirlægju.
Kveðjur til þín og þinna
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 07:28
Ásdís heldur þú að við mundum borða þetta í dag, held ekki nýja síld, en allavega unna síld borða ég.

Vally mín knús í helgina ykkar.
Sigrún takk fyrir innlitið og góða helgi


katla mín farðu vel með þig
Gréta knús til þín og þinna
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 07:34
Erna mín það er rétt hjá þér, að hugsa í kærleika og hlýu til allra er málið.
Það var svolítið sérkennilegt er ég leit á myndina af henni Ásdísi Emilíu þá kveiknuðu þessar hugsanir, og aldrei hef ég séð þessar mætu konur, en á það kannski eftir.
Knús til ykkar inn í helgina.
Ykkar Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 07:39
Gaman að þessu Ásdís Emilía hvaðan ert þú?,
Kveðja Milla.
Þú getur kannað nöfnu þína betur með því að fara inn á hennar síðu
hún er hérna til vinstri.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 08:53
Sæl Milla mín! Var bara að sjá þessa færslu hjá þér núna. Það er svo skemmtilegt að sjá þetta, þegar þú ert búin að draga þetta allt saman í eina færslu. Og svo verður þetta til þess að nafna mín Gunnlaugsdóttir rekur augun í nafnið mitt og sendir mér kveðju inn á bloggið mitt, sem leiðir síðan til þess að hún og ég gerumst bloggvinkonur.
Ps. Mér finnst síld alveg rosalega góð!
Kær kveðja, Ásdís Emilía.
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 18:07
Blessuð nafna mín já mér finnst þetta alveg bráðskemmtilegt
gaman að þið skuluð vera bloggvinkonur núna.
Held að ég kalli þetta hugsana hitting.
Síldin var góð, en hef ekki borðað hana síðan ég var krakki, en ég borða mest allan fisk nema ýsu verð veik af henni.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.