Fyrir svefninn.
21.5.2008 | 21:21
Konni var maður nokkur kallaður, sem var um skeið
í Vestmannaeyjum.
Hann gerði jafnan mjög lítið úr Vestmannaeyingum.
Einu sinni var hann að niðra Lofti Guðmundssyni,
sem þá var kennari í Eyjum, og sagði að hann yrði aldrei skáld.
,,Ekki er þó Loftur Vestmannaeyingur," segir þá einhver.
,, Nei en það er sama sem, hann er frá Þúfukoti í Kjós,"
segir Konni.
Árið 2988.
Undir flöktandi turnum skýanna
bergmálar hlátur óttans inní síðasta trénu.
Plánetan sem elskaði, Plánetan sem var elskuð, Pláneta vor deyjandi.
Tortímt af sínum eigin börnum, er í fáfræði vísinda og trúað deyja líka.
Á meðan harðir vindar blása til endaloka lífsins safnast eitruð gasský
til fundar afskræmdra ásakana er skýla sér undir sýrumettuðu
hafsborðinu og vona að vægðarlaus grimmd sólargeislanna finni þá ekki.
Í tóminu andvarpar hryggðin í takt við þjáningu Plánetunnar er finnur
sitt síðasta strá fjúka burt.
Ekkert eftir --- bara eyðimörk --- Ekkert eftir.
Ógnvænleg örlög stara máttvana, titrandi á tímann
fjara út til stjarnanna, til barnanna er sofa í
silfurlituðum boxum undir eftirliti sektarinnar.
Þar ferðast vonin á brott frá heimskunni
til nýs tíma í öðru rúmi, til endurfæðingar
mannúðar og hreinnar
visku.
En
eftir
liggur
fórnin
og
andvarpar
í hinsta sinn og deyr!
Móðir vor pláneta JÖRÐ.
Arnoddur Magnús Valdimarsson.
Góða nótt.
Athugasemdir
Sigrún Jónsdóttir, 21.5.2008 kl. 22:45
Snöggur til svars hann Konni
Góða nótt og sofðu vært
Solla Guðjóns, 21.5.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.