Hver er mesta ógnin? Jú, afskiptaleysið.
22.5.2008 | 08:42
Mér þykir viðtalið við Anni Haugen, sem er að koma af stað
þriggja anna diplómanámi í barnavernd við félagsráðgjafaskor
Háskóla Íslands með eindæmum gott fyrir okkur að líta augum.
Ég er nefnilega búin að út tala mig um þessi mál hjá vinum
og vandamönnum í áraraðir, en ekki fengið neinar undirtektir.
Því margir taka umræðu um þessi mál sem árás á uppeldið á
sínum börnum, en þetta er bara fræðsla sem öllum er holl.
Anni hefur starfað að barnaverndarmálum á Íslandi árum saman,
en þeir sem koma að þeim málum eru um 100 manns.
Þessi mál þyngjast, hópur foreldra, sem stríðir við geðræn vandamál,
neyslu, fátækt og er illa statt í þjóðfélaginu, hefur aukist og barna
vandamálin þar af leiðandi erfiðari og stærri.
Það verður að efla fræðslu til foreldra, því ekkert foreldri vill barni
sínu það að því líði illa, og foreldrar verða að opna sig fyrir því að
taka á móti hjálpinni sem býðst, og hún verður að vera á
jafnréttisgrundvelli. Foreldrar hafa lítið með fólk að gera sem
lítur niður á það.
Við erum nokkurn veginn byrjuð að þora að sjá kynferðisofbeldi
og gera eitthvað í þeim málum. Góð á okkur þessi setning.
Miklu minna er talað um vanrækslu, börn sem eru vanrækt eru miklu fleiri
en þau sem verða fyrir ofbeldi. Vanræksla getur verið bannvæn.
Þetta sjónarhorn er dregið fram á ráðstefnu sem nú stendur yfir í R.
Hvernig væri að halda skildu fyrirlestur fyrir foreldra til að kynna
hvað vanræksla er.
Anna segir að það vanti rannsóknir og yfirsýn yfir ýmsa þætti barnaverndar,
svo sem umfang vanrækslu og hvernig úrræði reynast.
Vanræksla er bæði innan heimilis og utan.
Hún getur legið í þjóðfélagsgerðinni, er vinnutími er langur, skortur á fjármagni
þá kemur þekking þeirra sem að málum koma miklu máli.
Kerfið hefur líka vanrækt skyldur sínar eins og breiðavíkurmálið og önnur skyld mál
sýna glögg dæmi um.
Hvernig væri að allir mundu leggjast á eitt, og vinna saman að barnaheill.
Hætta að etjast um völd og hver eigi að gera þetta eða hitt.
Bara leysa málin. Okkur tekst það í samvinnu við hvort annað.
Hef oft hugsað er ritað er um mál sem fólki finnst óþægileg, finnst því
ekki koma þetta við eða þetta sé nú bara ekki svona slæmt.
Þá er ekki bloggað um málið, hvað þá kommentað.
En umfram allt umgangist hvort annað í kærleikanum.
þriggja anna diplómanámi í barnavernd við félagsráðgjafaskor
Háskóla Íslands með eindæmum gott fyrir okkur að líta augum.
Ég er nefnilega búin að út tala mig um þessi mál hjá vinum
og vandamönnum í áraraðir, en ekki fengið neinar undirtektir.
Því margir taka umræðu um þessi mál sem árás á uppeldið á
sínum börnum, en þetta er bara fræðsla sem öllum er holl.
Anni hefur starfað að barnaverndarmálum á Íslandi árum saman,
en þeir sem koma að þeim málum eru um 100 manns.
Þessi mál þyngjast, hópur foreldra, sem stríðir við geðræn vandamál,
neyslu, fátækt og er illa statt í þjóðfélaginu, hefur aukist og barna
vandamálin þar af leiðandi erfiðari og stærri.
Það verður að efla fræðslu til foreldra, því ekkert foreldri vill barni
sínu það að því líði illa, og foreldrar verða að opna sig fyrir því að
taka á móti hjálpinni sem býðst, og hún verður að vera á
jafnréttisgrundvelli. Foreldrar hafa lítið með fólk að gera sem
lítur niður á það.
Við erum nokkurn veginn byrjuð að þora að sjá kynferðisofbeldi
og gera eitthvað í þeim málum. Góð á okkur þessi setning.
Miklu minna er talað um vanrækslu, börn sem eru vanrækt eru miklu fleiri
en þau sem verða fyrir ofbeldi. Vanræksla getur verið bannvæn.
Þetta sjónarhorn er dregið fram á ráðstefnu sem nú stendur yfir í R.
Hvernig væri að halda skildu fyrirlestur fyrir foreldra til að kynna
hvað vanræksla er.
Anna segir að það vanti rannsóknir og yfirsýn yfir ýmsa þætti barnaverndar,
svo sem umfang vanrækslu og hvernig úrræði reynast.
Vanræksla er bæði innan heimilis og utan.
Hún getur legið í þjóðfélagsgerðinni, er vinnutími er langur, skortur á fjármagni
þá kemur þekking þeirra sem að málum koma miklu máli.
Kerfið hefur líka vanrækt skyldur sínar eins og breiðavíkurmálið og önnur skyld mál
sýna glögg dæmi um.
Hvernig væri að allir mundu leggjast á eitt, og vinna saman að barnaheill.
Hætta að etjast um völd og hver eigi að gera þetta eða hitt.
Bara leysa málin. Okkur tekst það í samvinnu við hvort annað.
Hef oft hugsað er ritað er um mál sem fólki finnst óþægileg, finnst því
ekki koma þetta við eða þetta sé nú bara ekki svona slæmt.
Þá er ekki bloggað um málið, hvað þá kommentað.
En umfram allt umgangist hvort annað í kærleikanum.
Vanræksla er versta ógnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Innlitskvitt og bestu kveðjur til þín erlsku Milla mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.5.2008 kl. 11:32
Takk Linda mín og hafið þið það sem best.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.5.2008 kl. 12:07
Silla mín við ættum það, en það sem mér finnst einkenna fólk mikið nútildags, er þessi valdagirni það fer of mikill tími í það.
við verðum að taka höndum saman og vinna að þessum málum.
Barnavernd er ekki pólitík.
kv. Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.5.2008 kl. 12:10
Það hlýtur að vera mjög erfitt að starfa í barnaverndarnefndum ég held að ég gæti það bara alls ekki. Væri alltof meðvirk með báðum aðilum það þarf alveg sérstakt fólk í svona störf og auðvitað er nauðsynlegt að þeir sem þessum störfum sinna hljóti menntun eins og aðrir í sínu fagi.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:06
Takk fyrir mjög góðan pistil og knús og takk fyrir mig elsku Milla.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2008 kl. 14:24
Góður pistill hjá þér Milla
Huld S. Ringsted, 22.5.2008 kl. 17:31
takk fyrir góðan pistil Milla mín
Brynja skordal, 22.5.2008 kl. 17:46
Takk fyrir góða pistil Milla mín.
Ía Jóhannsdóttir, 22.5.2008 kl. 18:19
Stelpur takk fyrir innlitin já það er erfitt að vera í barnaverndarnefndum, sér í lagi þegar upp koma erfið mál en sem betur fer gat maður leitað eftir hjálp frá barnaverndarnefnd Reykjavíkur, en að öðru leiti notaði maður bara hjartað til að fara eftir.
Sigga mín ég horfi lítið á sjónvarp, núna eftir að ég gat ekki verið með mína handavinnu og það var eftir að ég flutti hingað,
burðast ég við að snúllast eins og ég get passa svo barnabörnin mín sem hér eru, það tekur allan minn tíma ef þau eru hér, því þau fara fram á að það sé spjallað, lesið, farið í leiki og ýmislegt annað.
Síðan ég fékk tölvuna fyrir rúmu ári síðan, fer ég misjafnlega mikið í hana, en ætíð á morgnanna og á kvöldin og hef afar gaman af.
Bækur eru af ýmsum toga allt frá barnabókum og uppúr.
Jónína mín það er nauðsynlegt að hafa menntun til barnaverndar, en
oft hefur fólk þetta í sér.
Kveðjur til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.5.2008 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.