Fyrir svefninn.

Í gær fóru snúllurnar mínar heim til sín,
voru búnar að vera hjá ömmu síðan á mánudag.
þeim gekk að vanda vel í prófunum og er ég afar stolt af þeim.
En þær þurftu heim til að undirbúa veisluna fyrir daginn í dag, 
því 17 ára eru þær orðnar.

Á meðan afi ók þeim fram í Lauga var ég að passa litla ljósið mitt
vorum við að fá okkur að drekka, spjalla, lita og horfa á
Disney-land, ég fór að segja henni að einn maður hefði búið til allar
þessar myndir, en svo hefði hann verið orðin gamall og dáið.
Þá segir hún: ,, Amma þú og afi eruð bara svona venjuleg".
Tók svo utan um ömmu sín og knúsaði mig elskan litla.
Það er sem sagt eins gott að passa hvað maður segir.

Í dag var haldið fram í Lauga , komu þær að sjálfsögðu
Íris og Milla með sínar dætur, og mikið fjör var í bænum.
fengum okkur smá kaffi meðan beðið var eftir matnum og kom
Valgerður skólastýra upp í kaffi til okkar, heilmikið spjallað
rætt var um mat, nöfn og margt skemmtilegt.

Við fengum að borða svínalundir gratíneraðar kartöflur og
sveppasósu, það var æðislega gott.
Á eftir fengum við brúntertu með frostkremi og perutertu
og það sem öll börn vilja svona  Rise eitthvað ógeðfellt í formun.

Síðan var horft á Eurovision og var mikill fögnuður hjá börnunum 
dansað var og sungið í stofunni hjá Dóru minni,
við mæðgur fórum bara fram í eldhús.

En sem sagt fyrir 17 árum fæddust fyrstu barnabörnin mín
og gerðu mig að hamingjusömustu ömmu veraldar,
og aldrei hafa þær annað en verið yndislegir gleðigjafar
í mínu lífi. Takk fyrir mig snúllurnar mínar og megi guðs englar
vernda ykkur um alla framtíð.InLove
                                                     Góða nótt.Sleeping
                             
                             


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Þú ert lánsöm kona Milla mín og börnin heppin að eiga þig sem ömmu.

Það verður gaman á laugardag og þá ferðu ekkert inní eldhús ;-)

Góða nótt

M, 22.5.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með snúllurnar þínar

Huld S. Ringsted, 22.5.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með ömmu skvísurnar ykkar Falleg færsla milla mín og góða nótt Elskuleg

Brynja skordal, 22.5.2008 kl. 22:36

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Til hamingju með stelpurnar!

Góða nótt til þín mín kæra Milla

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.5.2008 kl. 22:49

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með tvíburana

Sigrún Jónsdóttir, 23.5.2008 kl. 00:15

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Emmið mitt ég reyni að halda út á laugardaginn get nú náttúrlega labbað um ef mér leiðist mjög mikiðég vona að þau séu heppin að eiga mig sem ömmu, allavega kunna þau að meta mig.

Takk æðislega fyrir kveðjurnar skjóðurnar mínar, Silla ég þekki ekki Dúnu systur þína, en ein frænka þín er fótasnyrtirinn minn yndisleg stelpa, ég vissi af þessum tengslum við þig, Æ þú veist nú hvernig það er við fórum í fyrsta tímanum að spjalla um hvaðan við værum og þá kom það í ljós.
                              Knús kveðjur til ykkar allra
                                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.5.2008 kl. 06:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband