Fyrir svefninn.

                                  Einn góður
      AUGLÝSING fest upp í sláturhúsinu á Ísafirði:
,,Tökum punga af meðlimum vorum upp í sláturkostnað".

Kæru bloggvinir, hef verið svolítið upptekin í hinum
ýmsu verkefnum undanfarna viku þannig að ég hef ekki verið
svo mikið í kommentum, en er það ekki bara svo með okkur öll
það koma svona tímar, en bætum úr því þótt síðar verði .

Má til að segja ykkur, sat hér við tölvuna þá heyrði ég hurð opnast
og inn kemur einhver léttstíg, hélt það væri ljósálfur, kalla fram og
segi: ,, Hver er að koma inn í ömmuhús, er það draugurinn? Nei
amma það er ég Aþena Marey segir hún um leið og hún kemur í gættina".
Hleypur síðan í fangið á mér og fer að segja mér frá deginum sínum,
Hún var nefnilega í afmæli í dag.
Ég spyr; ,, Veit mamma þín að þú fórst til ömmu? já já amma mín,
ætla samt að hlaupa heim og spyrja hana hvort ég megi vera hjá þér".
Þau eru bara litlir snillingar þessi börn.
Sem betur fer er ekki langt að fara bara þarnæsta raðhús.

Árni Jónsson frá Múla sat einhvern tíman að drykkju heima hjá sér
með flugmanni nokkrum, sem grobbaði mjög af afrekum sínum í
fluglistinni. Hann sagðist hafa flogið þetta og þetta,
oft í lélegum flugvélum og nærri því að segja vélarlausum stundum.
Árni var orðinn hundleiður á grobbi hans,
og þegar flugmaðurinn var að fara, fylgdi Árni honum fram á
stigapallinn, gaf honum vel útilátið spark í rassinn og sagði um leið:
,, Fljúgðu þá helvítið þitt!"

USS! ekki var þetta nú fallegt, en svolítið fyndið.

Dóttir Sigmundar Karls var í ástandinu, og var kona ein að aumka
hann fyrir það.
Þá segir Karl:
,, Jæja þær fá nú borgað fyrir þetta,
og svo þykir þeim líka gaman að því."

                                    
Góða nóttSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alltaf jafn notalegt að koma hér við fyrir nóttina.

Góða nótt

Sigrún Jónsdóttir, 23.5.2008 kl. 22:49

2 identicon

knús til þín ljúfust

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með ömmustelpu skott hafðu góða nótt Milla mín

Brynja skordal, 23.5.2008 kl. 23:59

4 identicon

Æ, þær eru alltaf eitthvað svo notalegar þessar sögur þínar fyrir svefninn.

Góða nótt, mín kæra og eigðu góða helgi!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 01:06

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin skjóðurnar mínar hvar sem þið eruð á landinu í logni, blíðu, roki eða bara innandyra og verði ekki varar við neitt veður.
                          Kærleik inn í helgina ykkar.
                                 Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.5.2008 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband