Stórkostleg sjón.

Höfnin á Húsavík er bara með því fallegasta sem ég sé.
Er maður stendur upp á bakkanum og horfir yfir,
sér maður allt sem er að gerast á hafnarsvæðinu, 
síðan horfir maður yfir Skjálfandann og á kinnafjöllin
sem gefa manni ótrúlega mikinn kraft.
Ætíð fyllist hjarta mitt stolti er ég sé bátana okkar og trillurnar
bruna inn til lands.
Skútan var flott er hún sigldi inn í höfnin og ekki síður
hefur þeim um borð fundist aðkoman falleg því er
siglt er inn þá sérðu upp í bæinn, hin fagra kirkja
staðarins blasir við ásamt öllu öðru sem boðið er upp á .
Til Húsavíkur ættu allir að leggja leið sína, fara í hvalaskoðun
og sækja sér kraft úr hinu dulúðuga andrúmslofti sem
ræður ríkjum hér í Norðurþingi.
                       Góða ferð.
mbl.is Fyrsta skúta sumarsins á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Mikið er ég sammála þér milla það er mjög fallegt á Húsavík en það eru orðin ansi mörg árin sem ég hef komið þangað svo örugglega eitthvað breyst eða ekki

Brynja skordal, 24.5.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Brynja mín það hefur mikið breyst, þú verður bara að koma og sjá.
Og kemur til mín í leiðinni.
KnúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.5.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband