Hverjum er að kenna?

Það er nú sérkennilegt með mannfólkið.
Við þurfum að eignast allt því hinir og þessir eiga
þetta og hitt, ekki satt?
Það er hús, bíll/ar, húsbúnaður af flottustu gerð, allt það
flottasta fyrir börnin og fötin þurfa eð vera til að sýnast.

Þetta er bara staðreynd.

Þegar svo bankarnir lánuðu endalaust, tala nú ekki um
bílalánin og vísa raðgreiðslurnar, þá var þetta svo freystandi,
og var bara kýlt á að kaupa allt í einu.
Sagt var: ,, Skuldbreytum bara ef við þurfum."

Það er ekki hægt lengur.
Hvað gerist? Fólk missir allt sitt og þarf að byrja frá grunni,
og allt í lagi með það, ef að nafnið þess væri ekki á svörtum lista
það segir nefnilega öllum sem hann líta, að sá hinn sami sé
óheilindamaður, sem er að sjálfsögðu ekki rétt.
Hann lenti bara í vandræðum sem hann gat ekki fyrirséð.
Sem betur fer eru ekki allir í þessari stöðu, en ansi margir.
                                 Góðar stundir.


mbl.is „Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjum er um að kenna spyrðu.  Í mínu tilfelli að þá er það feminisminn sem hefur valdið því að ég leitaði í lántökur.  Þessi hrútleiðinlega og þunglyndisvaldandi hugmyndafræði þeirra sem skekur alla fjölmiðla orðið varð til þess að ég leitaði í bankana í von um meira fjör.  Ég leitaði í breyskleikann til að krydda lífið og losna undan þessum eilífu opinberu athugasemdum feminista á karlmenn.  Nú glími ég við eftirþankana, þökk sé feminismanum.  En ef ég mætti velja hvort ég losnaði við feminismann eða skuldirnar þá vil ég frekar sitja uppi með skuldirnar.  Það er alveg á hreinu.

Logi (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Aumingja madurinn (Logi) er greinilega ad rugla saman femínísma og fjármálastofnunum.. Humm athyglisvert.

Anna Karlsdóttir, 28.5.2008 kl. 12:06

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Logi það er húmor í þessu hjá þér, en hvernig getur þú kennt femínistum um þín vandamál? er ekki alveg að skilja það, en þú villt frekar hafa femínista, sitja uppi með skuldir.
Er þetta kannski ástarjátning til konu þinnar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 12:23

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Karlsdóttir held að hann logi sé nú að meina eitthvað annað með þessum orðum, allavega gefum honum tækifæri á að svara því.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 12:25

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Júlíus Valdimar.
Auðvitað er það neytandanum að kenna þegar upp er staðið.
það er líka erfitt fyrir unga fólkið að standast þær freistingar sem í boði eru, og það á silfurfati.

Ein ástæðan er sú að börn fædd á uppgripatímum eru flest alin upp í því að það sé sjálfsagt að fá það sem þau vilja, þau eru ekki látin bera ábyrgð á því sem þau gera, svo ekki er von á góðu.
En þetta á ekki við um alla eins og ég sagði áður.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 13:08

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Milla mín, maður á ALLTAF að fara eftir sýnum draumum, á meðan þeir gera manni gott og það sé eitthvað sem heldur manni gangandi.

Þeir sem eru að eltast eftir draumum annarra, að kaupa sér svo mikið stærra en ekkert endilega betra bara af því að nágranninn á móti keypti sér aðeins dýrari bíl eru haldnir METINGI.
Mér finnst svoleiðis fólk, sem vill ganga í öllum merkjavörunum og svoleiðis ekki gera sér það skírt að það eru til svo mörgþúsund manns sem er mikið verra statt en þau, og þurfa föt, sem fást á svo miklu minna en þessar flíkur sem fólk vill eltast við.

En ég verð að byrja að læra undir stærfræði og enskupróf núna, var að koma úr tveimur prófum, náttúrufræði sem gekk ekki mjög vel og dönsku sem gekk betur en ágætlega...

Knús á þig mín kæra!


P.s. Í gær þegar mér var farið að leiðast lærdóminn hrikalega datt það inn í kollinn á mér að ég gæti alveg hringt í hana Millu og komið henni á óvart... haha, en ég þorði ekki að framkvæma þá hugmynd, feimnin í mér myndi sjóða uppúr þá!
Ég lofa þér því allavega að þegar ég á leið á Húsavík að banka upp á, a.m.k. láta vita af mér!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.5.2008 kl. 13:26

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flottur Júlíus, ekki allir mundu þakka konunni sinni fyrir styrk sinn,
en það gerir þú og þar með ertu sterkari en ella.
Það er hægt að breyta þróuninni með uppeldi barnanna.
Þó ætíð verði einhver öðruvísi en hinn í hópnum. 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 13:30

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Rósin mín þú ert og verður ætíð einstök, með þínar skoðanir sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar.
Þú veist að við gerum bara eins og við getum og því trúi ég í sambandi við prófin þín, þú tekur eins góð próf og þú getur.
Þú mátt nú hringja í mig er þú villt, ég er ekki heilög.
Og ég læt þig vita skjóðan mín, að ef þú ekki kemur til mín er á Húsavíkina kemur, þá verð ég arfavitlaus, ég vill svo gjarnan fá að hitta þig og þína því það er jú þeim að stórum hluta að þakka að þú ert það sem þú ert.
                                  Knús til þín
                                    milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 13:39

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég hefði vel getað lært betur, bara það að ég var með kvefpirruna og þá næ ég aldrei að halda neinni athygli, nema við tölvuna..
Ég reyni að plata foreldra mína norður með mér í sumar, það er allavega kominn tími til, svo gæti verið að ef ég fæ að fara eða verð valin að ég kem með Sindraskvísunum norður á Húsavík að keppa!
Vel á minnst, þekkirðu Hörpu, hún er að spila með meistaraflokk í fótbolta í Völsungi?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.5.2008 kl. 13:44

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hörpu? örugglega ef ég sé hana, þekki þær ekki svo með nöfnum,
er hún eitthvað skyld þér?
En gaman væri að sjá ykkur, það er nú ekki dónalegt að vera á Húsavík, svo margt að sjá.
                      Knús til þín
                       Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 16:51

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hún er kærasta frænda míns, og svo er hún búin að spila með meistaraflokki Völsunga síðan ég man eftir að hafa horft á þær keppa við Sindra.
Ég hrindi þessu í framkvæmdir, langar að gera eitthvað aðeins skemmtilegra í sumar! Ekki vinna allt sumarið eins og síðast!

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.5.2008 kl. 16:57

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Búa þau hérna? og hverjir eru foreldrar hennar?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 17:01

13 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég hef ekki hugmynd hvers dóttir hún er, hún býr á Húsavík í sumar, hefur yfirleitt búið þarna ef ég veit rétt.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.5.2008 kl. 17:19

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

OK Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 18:07

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Góð hugleiðing.

Eins og gengur þegar mikil uppgrip eru í þjóðfélaginu og svonefnt "Góðæri" hefur ríkt hjá sumum allavega, þá vilja auðvitað allir vera með í dansinum kringum gullkálfinn og það þótt engin efni séu í raun á.

því skapast svona ástand hjá mörgum sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð, skulda miklu meir en þeir eiga og sjá núna fátt annað en svartnætti framundan við gjörbreyttar aðstæður.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.5.2008 kl. 18:24

16 identicon

Svona virkar neysluþjóðfélagið. Fólk étur sig út á gaddinn. Neysluisminn er ópíum hinna óbreyttu í dag.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 18:58

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Magnús ég tala nú um hér að ofan, að það sé erfitt fyrir börn sem fæðast á uppgripatímum og eru alin upp í því að fá það sem þau vilja.

Uppgripatímarnir eru ekki þeir tímar sem undanfarnir eru,
heldur lengra síðan til dæmis frá 1965 ca. þegar fiskurinn  flæddi út úr öllum stíum og unnið var á fullu í einu og öllu nefndu það bara,
en trúlega ertu svo ungur að þú manst ekki eftir því.

Það er slæmt er það er svartnætti og það þarf ekki að vera það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 20:50

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna Þórður hvernig hefur hinn óbreytti efni á því að vera neysluismi?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband