Fyrir svefninn.
28.5.2008 | 21:21
Inga, þriggja ára gömul telpa, var dóttir sjómanns sem
sjaldan kom í land.
Einu sinni var hann þó lengur heima en vant var.
þegar hann hafði verið þrjá daga í landi, sagði Inga við mömmu sína:
,, Fer hann ekki bráðum að fara karlinn?"
Tvær kunningjakonur hittust sumarið 1947, þegar mest var um ferðir
að Heklu að skoða eldstöðvarnar.
,, Ætlar þú ekki austur að Heklu um næstu helgi?"
spyr önnur konan.
,, Verður látin sápa í hana?" spyr þá hin.
,, Ertu frá þér, manneskja! það er ekki látin sápa nema í
Gullfoss og Geysi," segir sú fyrri.
Gamalt Ástarljóð.
Þú ert sem vorsins anganþeyr,
þú ert sem dagsins sunna,
Þú ert það blóm sem ilmar best
og æðin kærleiksbrunna.
Þú ert sem dýrðlegt unaðsljóð
með ástarstefja-hreimi.
Þú ert sem fagurt ævintýr,
sem ég í hjarta geymi.
Þú ert mín von, þú ert mín þrá
þótt æði tímans straumur.
þú ert og verður alla tíð
þó aðeins tómur draumur.
Góða nótt.
Athugasemdir
Ég spurði mömmu að þessu oft þegar pabbi var á sjó... !
Ég held ég ljúgi samt ekki, hef ábyggilega einhverntíman gert það, örugglega þegar hann vildi ekki drekka kaffi með mér...
Góða nótt Milla mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.5.2008 kl. 21:50
Bara stutt innlit og knús Milla mín kær. Takk fyrir gott nesti inn í nóttina - og ljúfa drauma á þig mín kæra!
Tiger, 28.5.2008 kl. 23:16
Heidi Strand, 28.5.2008 kl. 23:43
og ljúft að venju
Sigrún Jónsdóttir, 29.5.2008 kl. 00:09
Góðan daginn öll kæru vinir.
þessi mynd frá henni Heidi er bara yndisleg, hún gefur okkur mikla hlýu inn í daginn okkar, takk Heidi mín.
Rósin mín varstu kaffistelpa? ég líka, en varð ætíð að borða hafragrautinn fyrst.
Vally er alltaf að grobba sig af logninu á suðurnesjum
Tiger míó er að vanda hugljúfur, segi ekki meir.
Satt hjá þér Silla, en skil telpuna, ekki þekkti hún þennan karl
svo gjörla.
Sigrún mín, takk fyrir mig
Sigga mín, takk fyrir mig.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2008 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.