Einn óhugnaðurinn í viðbót.
29.5.2008 | 07:49
Því, ég tel það vera óhugnað að vista veikt fólk,
sem að vísu hefur brotið af sér,vegna veikinda sinna,
en ber okkur ekki skilda til að hugsa vel um veikt fólk,
þó á réttargeðdeild sé?
Ráðið er starfsfólk, læknar og annað fólk sem þarf til að huga vel
að velferð og bata sjúklinga sinna, en hvað gerist svo?
Er ekkert eftirlit með störfum þessa starfsfólks, eða fer það bara fram
inn á skrifstofu yfirmanns þar sem allt er í stakasta lagi,
engin vandamál og aldrei talað við eða hlustað á sjúklingana sjálfa
eða aðstandendur þeirra.
Hvers vegna velst fólk til þessara vistheimila sem alls ekki á að koma
nálægt svona starfi?
Gæti það verið að fólk sem ekki hefur rétta hugarþelið til slíkra starfa
sæki í þau vegna þess að það er ekkert eftirlit með framkomu þess?
Einhvernvegin hef ég það á tilfinningunni að yfir mönnum allra þessara
mála sé bara alveg sama, það hefur sannast aftur og aftur,
bara á meðan þeir vita sem minnst af óhugnaðinum
eru þeir fegnir.
Ég held að það sé tími til komin hjá þeim sem ráða yfir öllum þessum
málum, heilbrigðis, geðvernd, barnavernd barnaréttindi,
að taka til í þessum ranni og það strax.
Engar nefndir sem tefja málin, síðan er þær skila áliti,
þá er ákveðið að byrja breytingar og þær framkvæmist
á svo og svo löngum tíma. ,, Óviðunandi"
Vonandi gengur þeim vel að loka götunum.
Mál yfirlæknis í lögreglurannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.