Er þetta þjónusta einkavæðingarinnar?

Já líklegast, en þvílík fyrirlitning gagnvart fólki sem ákveður
að búa ekki alveg í þéttbýliskjarnanum.
Stafnesbúar þetta ágæta fólk, má sem sagt bara deyja
drottni sínum, ef eitthvað kæmi upp á,
vegna þess að þau eru ekki nógu mörg til að uppfylla
skilyrði þjónustumiðsins.
Hef nú ekki heyrt annað eins rugl.


mbl.is Símasambandslaust í nokkra daga í Sandgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það finnst mér, og ekki til hins betra að mínu mati.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er eins og hlutirnir versni á litlu svæðunum eftir að síminn var einkavæddur en svo er unnið á fullu í því að bæta og bæta á stóru svæðunum, skömm að þessu!

eigðu góðan dag Milla mín

Huld S. Ringsted, 29.5.2008 kl. 12:41

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ef einn af starfsmönnum símans byggi í Sandgerði þá mundi það komast á kortið og allt yrði lagað fljótt.  Íbúar Stór- Rek svæðisins halda að það sé nóg að allt virki þar.  Kveðja í ylinn fyrir norðan.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2008 kl. 13:34

4 identicon

Ég er alveg hætt að kippa mér upp við það þó það taki einhverjar vikur að koma á símasambandi aftur ef síminn bilar hjá okkur í sveitinni. Þegar ég hringdi í þjónustuverið síðast til þess að kvarta undan bilun sem var búin að vera lengi, vissi reyndar að það voru viðgerðir í gangi, ég spurði bara hvort ég ætti ekki að segja heimasímanum upp enda er hann oftar en ekki bilaður. Ef farsímakerfið væri betra en það er þá væri ég sennilega búin að segja símanum upp. Það er einmitt þannig að það virðist vera að öll áhersla sé lögð á að auka tæknina í þéttbýlinu og þá helst á Reykjavíkursvæðinu en viðgerðir eru látnar sitja á hakanum. Í þeim geiranum hefur þjónustan minkað til muna eftir að síminn varð einkavæddur. Ef síminn bilar innan húss þá eru það aðrir verktakar sem sjá um þá þjónustu, sem sagt ekki Míla.

En eigðu góðan dag Milla mín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:53

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga þeir leiga öðrum fyrirtækjum eins og vodafone línur og er ég þar, en ég borga beint til símans 2200 kr. á mán. fyrir það.
Ég skipti yfir er ég flutti til Húsavíkur og þau eru bara yndisleg hjá vodafone, meira að segja er eldveggurinn brotnaði hjá mér og ég komst ekki inn á netið þá hjálpuðu þeir mér í gegnum símann að aftengja og sögðu mér svo hvað ég þyrfti að gera í framhaldinu,
þeim bar engin skilda til að gera þetta, var ekki þeirra mál.
                                    Knús kveðjur 
                                        Milla.
Ps vill taka það fram að umboðsmaður símans hér í bæ er fínn,
það er ekki honum að kenna að það skuli vera algjört þjónustuleysi
hjá símanum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2008 kl. 15:13

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld mín við vitum að smábæirnir eru látnir sitja á hakanum í einu og öllu. Skömm að því.
                                    Knús kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2008 kl. 15:17

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín og Vally. rétt hjá þér Ásdís annars veit ég ekki þetta er allt orðið svo klikk.
verð víst að óska henni Vallý til hamingju með lognið og að hafa hitt hann Hilmar litla barnabarnið hennar Röggu.
Hann er svo yndislegur.
                                        Knús kveðjur
                                          Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2008 kl. 15:22

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt hjá þér Jónína, en á meðan gsm símarnir virka þá er maður hólpinn, en stundum er allt úti.
Þeir eru bara ekki að standa sig þessir menn og ekki eru þeir að gefa okkur þetta.
                                Knús kveðja
                                milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2008 kl. 15:27

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín vona að sem flestir eigi eftir að fara inn á 245.is ég geri það allavega reglulega og hef gaman af. Það ættu öll bæjarfélög að hafa svona síður.
                     Knús kveðjur á Stafnesbúa
                              Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband