Sannast enn og aftur.

Það sannast enn og aftur hvað við eigum flott fólk í
hjálparstörfum.
Það eru björgunarsveitarmenn, sjúkra og slökkviliðsmenn,
Rauða kross fólkið okkar, þyrlusveitirnar, lækna, hjúkrunarfólk
og bara alla landsmenn sem geta hjálpað í svona hörmungum
sem dundu á okkur í gær.
Samheldnin er algjör.
Við megum þakka guði fyrir þetta fólk allt saman,
og sér í lagi öllum þeim sem vinna í sjálfboðavinnu við að bjarga,
hjálpa og styðja við bakið á þeim sem eiga um sárt að binda.

Við skulum hafa það hugfast að allt þetta fólk veit nákvæmlega
hvað það á að gera, hvar og hvernig, samvinnan er algjör,
Samvinnan og færnin til að takast á við þessa hluti
fæst ekki nema með þrotlausum æfingum.
                    Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 30.5.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: M

Svo rétt hjá þér

M, 30.5.2008 kl. 11:15

3 identicon

Já það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að það er gott að eiga gott björgunarlið sem er jafnvel tilbúið að leggja sjálft sig í hættu til þess að hjálpa öðrum. Það er mikið öryggi að vita af því sérstaklega við svona aðstæður.

Hafðu það gott í dag Milla mín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 11:55

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Svo rétt

Eigðu góðan dag Milla 

Huld S. Ringsted, 30.5.2008 kl. 12:47

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk f. innlitin stelpur mínar og eigið góðan dag í dag sem alla daga.
                             Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.5.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.