Fyrir svefninn.
30.5.2008 | 21:04
Jæja þá er komið að sjómannahátíðinni, hefst hún á morgun
með siglingu fyrir börnin um Skjálfandaflóann.
Eftir hádegið verður heljarinnar skemmtun að vanda
undir stjórn Ljótu hálfvitana og munu þeir taka lagið,
allir fá hamborgara og gos á eftir.
Um kvöldið verður svo hátíð hafsins í Íþróttahöllinni,
mun húsið opna kl 19.30
veislustjórar ljótu hálfvitarnir, eins og allir vita þá eru
þeir frá Húsavík.
Dansleikur með hljómsveitinni Gloríu hefst kl 00.oo
Stóra fólkið mitt fer á ballið og þá verða þær hjá ömmu
Viktoría Ósk og Aþena Marey, Bára Dísin fór suður að
hitta vinkonur sínar í Garðabænum.
Stærstu snúllurnar mínar á Laugum eru byrjaðar að vinna
og eru þær að vinna á Foss Hótelinu að Laugum.
Afar gott mál.
Hér rita ég nokkrar ömmusögur.
Amma er best af öllum, því hún svíkur mig aldrei.
Best finnst mér að leita ráða hjá henni.
þegar ég er hrygg get ég gengið að henni
þar sem hún situr í uppáhaldsstólnum sínum.
Mér finnst vænst um þig vegna þess hvernig þú annast mig
þegar ég er veik.
Mér þykir líka vænt um þegar þú situr með mig og heldur
utan um mig þegar ég kem úr baði.
Og þótt þú sért oft þreytt, lætur þú það ekki hindra
þig í að koma í heimsókn.
Alltaf til staðar.
Amma mín er besta og umhyggjusamasta manneskja
á jarðríki.
Ef einhver umhyggjusamari er til,
hef ég ekki hitt þá manneskju enn.
Góða nótt
Athugasemdir
Solla Guðjóns, 30.5.2008 kl. 21:35
Ragnheiður , 30.5.2008 kl. 22:13
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.5.2008 kl. 22:42
Gleðilega Sjómannadagshelgi
Sigrún Jónsdóttir, 31.5.2008 kl. 00:01
Gleðilegan dag skjóður, ég kalla ykkur nú bara skjóður þótt
lady Vally sé með þessi háæruverðugu heit, er þessi glorija þá einhver gamalmenna hljómsveit eða hvað? ekki það að mér er alveg sama, ekki fer ég. Ég get glatt þig með því mín kæra að hér er rigning og gola svo þú getur átt góða veðrið da da ra da,da da.
Þú lætur okkur nú vita Búkolla mín er stóri titillinn verður settur á þig get alveg sagt þér að hann er yndislegur.
Eigið allar skemmtilegan sjómannadag
Milla skjóðaguys.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.5.2008 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.