Fyrir Svefninn. Hjálparbeiðni
31.5.2008 | 21:37
Kæru vinir við fórum af bæ í dag, þær eru hjá okkur
Ljósálfurinn og litla ljósið.
Dóra mín bauð okkur í mat að Laugum, en þar er þeirra heimili
eins og þið auðvitað vitið, því ég er ætíð að tala um alla englana mína.
Það var pizza, heimagerð að sjálfsögðu, með skinku, ananas og osti fyrir
snúllurnar, en fyrir okkur vel kridduð, pepparoní, piparosta með miklum
osti yfir og að vanda úðuðum við sterkri hvítlauksolíu yfir gómsætið.
Þegar leikurinn var búin, sko handbolltaleikurinn, var haldið heim
á leið og núna eru þær komnar systur saman í gestarúmið og eru að horfa
á saman tekt af Disney myndum.
Svo þekkið þið það mörg að í fyrramálið verður maður vakin og sagt
Amma eigum við ekki að koma fram, ég er svöng,
en það er nú í lagi því það er svo yndislegt að vakna með þeim.
Kæru vinir öll eigum við börn, barnabörn, maka og aðra að sem
ekki mundu vilja að neinu okkar vantaði eitthvað ef í raunum við eigum.
Svo ég bið ykkur öll styrkið hana Öldu mann hennar og telpur.
Við getum öll séð af þó það sé ekki nema smá: "allt hjálpar"
|
Athugasemdir
Knús inn í nóttina
Róslín A. Valdemarsdóttir, 31.5.2008 kl. 21:46
Takk elsku Milla mín, það þarf ekki að vera stórt, allt hjálpar til í afar erfiðum aðstæðum
Ragnheiður , 31.5.2008 kl. 21:59
Knús knús inn í nóttina
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.5.2008 kl. 23:34
Sigrún Jónsdóttir, 1.6.2008 kl. 00:12
Kominn heim Milla mín mikið búið að gerast hér heima og ég á eftir að átta mig á því öllu. En nú er helgin okkar sjómannsfjölskyldna og ég ætla að reyna að njóta þess áður en ég tek á öllu því sem gerst hefur hér heima. Góða nótt Milla mín.
Erna, 1.6.2008 kl. 01:24
.. já mín ljúfa Milla - það er nauðsynlegt að muna eftir þeim sem ganga í gegnum erfiðleika, maður veit aldrei hvenær við sjálf lendum í að þurfa á hjálp að halda og þá er gott að vita til þess að það er til fólk þarna úti sem er boðið og búið að veita hjálp.
Knús á þig mín kæra og gangi þér vel að Amm-ast í fyrramálið með ljósunum þínum. Knús í nóttina ...
Tiger, 1.6.2008 kl. 03:19
Ragga mín ef við hugsum aldrei um aðra og hvernig þeim líður sem eiga um sárt að binda, þá er nú komin tími til að taka til í eigin ranni.
Það veitir mér styrk að biðja fyrir og hjálpa þeim sem þurfa á því að halda, og þeir eru margir, og þar hefur þú verið afar dugleg að láta okkur vita, sem betur fer kæra vina.
Kveðjur í daginn þinn.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.6.2008 kl. 07:52
Velkomin heim Erna mín og njóttu helgarinnar, og svo skaltu segja okkur ferðasöguna og mundu að þú ætlar að koma í heimsókn í júní.
Það er komin júní.
Knús kveðjur til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.6.2008 kl. 07:58
Tiger míó míó það verða allir að hjálpa og þeir sem ekki geta gefið pening, sem eru örugglega einhverjir, geta beðið fyrir öllum þeim sem eiga um sárt að binda.
Það gengur ætíð vel að ammast og afast með þeim öllum, ljósálfurinn er vöknuð, en litla ljósið er sofandi og hundurinn passar hana,
hann kemur nefnilega aldrei fram fyrr en allir eru vaknaðir.
Knús í daginn þinn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.6.2008 kl. 08:09
Róslín, Linda, Sigga, Sigrún sendi ykkur öllum knús í daginn.
milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.6.2008 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.