Fyrir svefninn.

kæru bloggvinir og aðrir þeir sem inn hér líta,
hef verið frekar slöpp í dag, eitthvað sækir á þannig
að ég hef verið frekar slök við tölvuna, en lofa að bæta
úr því og þið vitið alveg hvað mér finnst um ykkur þó ég
hafi verið slök við komenntin.InLoveguys.
En hér kemur smá .


Ágúst H, Bjarnason prófessor, hafði skrifað sálarfræði,
og var einn kaflinn um alheimsorkuna.
var stór spíralmynd í bókinni til skýringar.
,, hvernig brýst alheimsorkan fram?"
spurði hann einn lærisveininn.
,, Eins og ógurlegur tappatogari", svaraði pilturinn.

Strætisvagnstjóri sá mann í sæti sínu með vindil í munninum.
,, það er bannað að reykja hér", segir strætisvagnstjórinn.
,, Ég geri það heldur ekki", svarar maðurinn.
,, Þér eruð með vindil í munninum", segir vagnstjóri.
,, Ég er líka með skó á fótunum, en geng þó ekki",
svaraði maðurinn.

Eyjólfur Gíslason á hofstöðum orti þessa vísu um syni sína:

                      Einn er latur, annar þrár,
                      en sá þriðji kargur.
                      Fjórði af ólund fellir tár,
                      fimmti er mesti vargur.

                                     Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Panda Bear in the snow

Heidi Strand, 4.6.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Milla mín. Ég hugsa til þín oft á dag. Hafðu það gott elskuleg og góða nótt

Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 22:54

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt

Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.6.2008 kl. 23:37

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 5.6.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Láttu þér batna elsku kéllan mín.Alltaf jafn gaman og gott að kíkja hérna inn fyrir svefninn

Solla Guðjóns, 5.6.2008 kl. 01:31

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knúsurnar mínar takk fyrir hlýjar kveðjur, ég er komin á allann pakkan, Þið vitið te, c vit, hvítlaukshilki, C/m. sólhatti og allskonar
hálspillum því það verkjar svo í hálsinn.
                  Eigið góðan dag skjóðurnar mínar
                        Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.6.2008 kl. 06:21

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heidi hann er svo sætur Pandabjörninn, mundi alveg vilja kúra í svona kodda.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.6.2008 kl. 06:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband