En hvað mörg börn?

Já það væri nú í lagi ef bara væri um fullorðna að ræða,
því þeir ráða sér sjálfir og taka ábyrgð á sínum gjörðum.

En blessuð börnin, hvers eiga þau að gjalda?
Varð vitni að því, bara hér rétt um daginn, að faðir nokkur
sagði við mjög ungan son sinn: ,,Villtu spila",
já já sagði drengurinn: ,, hann rétt náði upp í kassann",
eigum við að spila fyrir fimm hundruð kall?
drengurinn byrjaði að spila, ég frekjan gat ekki stillt mig, spurði:
,, Er þetta barnakassi?" Maðurinn, ha nei nei. Ég, nei ég hélt það
mér sýndust vera konfektmolar á skjánum, en ég kann nú ekkert
á þetta. Maðurinn horfði í forundran á mig, örugglega hugsað,
hvaða kerlingarherfa er þetta nú eiginlega.
Maðurinn spilaði ekki meir að mér ásjáandi.

Er þetta ekki að ala börnin sín upp í því að þetta sé í lagi?
Á ekki að vera bannað að börn spili, þótt þau séu í fylgd
foreldra?
Fyrirgefið afskiptasemina, en get ekki látið liggja, verð að
minnast á þetta mál..


mbl.is 67% landsmanna spiluðu peningaspil á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég hefði líka skipt mér af þessu ef ég hefði verið stödd þarna.  Alveg með ólíkindum hvað fólk er hugsunarlaust.  Annars er ég hrædd um að þessi gæi hafi aðeins farið að hugsa, heldurðu það ekki ?

 Eigðu góðan dag Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 5.6.2008 kl. 08:54

2 identicon

Já þetta er eitt af því sem getur gert mig sjóðandi brjálaða það er að segja þessir ógeðslegu kassar og að það skuli vera Rauði Krossinn sem er með fullt af kössum út um allt og þá heitir það fjáröflun. Það finnst mér alveg fyrir neðan allt að Rauði Krossinn sé að eyðileggja líf fjölda fólks með þessu uppátæki.  Ég þekki fólk sem hefur tapað öllu sínu og meira til í þessari fíkn, því þetta er ekki betra en áfengisfíkn eða eiturlyf. Fólk verður líka grátt og guggið sem er sjúkt í þessa kassa og það missir alla stjórn á þessu enda er þetta fíkn sem þarf að vinna með á sama hátt og aðra fíkn. Gott hjá þér Milla að benda manninum á þetta þú hefur vonandi opnað á honum augun.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:01

3 Smámynd: Erna

Gott hjá þér að skipta þér af þessu.  Mér finnst þetta fáránlegt, það er nú ýmislegt sem hægt er að gera með börnunum annað en þetta. Annars er mér meinilla við þessa kassa og vil þá burt, hef kynnst afleiðingum spilafíknar hjá fólki sem mér þykir vænt um.

Erna, 5.6.2008 kl. 10:04

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur ég bara gat ekki annað en skipt mér af þessu,
og tek undir það að ég vill þetta í burtu.
Ef þessir kassar þurfa endilega að vera, þá á að loka þetta inni í einhverjum svokölluðum spilavítum þar sem börn mættu alls ekki koma inn ekki einu sinni í fylgd með fullorðnum.
Það á ekki að hafa þetta í öllum sjoppum þar sem fólk er að koma inn með börnin sín og kaupa ís á sunnudögum.

Annað sem er ekki gott heldur er að fólk sem er að spila í þessum skratta, er oft á tíðum drukkið
Knús kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.6.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.