Spurningar vakna.

Að því að maður veit svo lítið um jarðskjálfta og hegðun þeirra,
þá spyr maður: ,, Hvað er að gerast?"
Þau svör sem maður fær eru, jafnvel, gæti orðið,
teljum það ekki vera líklegt, Það sem við vitum
bendir ekki til, EN.
Já það er þetta, "en"

Hvað vita þeir með vissu jarðfræðingarnir okkar?
Ekki er ég að hallmæla þeim, þeir gera og segja það sem þeir
vita best hverju sinni.

Ég tel að eftir eigi að rannsaka þessi sem og önnur mál sem
gerast á okkar kæru jörð.
Þess vegna tel ég okkur öll vita sama og ekki neitt. Það eru alltaf að
gerast einhver undur, sem engin getur skírt.
                         Góðar kveðjur.


mbl.is Skjálftavirni að aukast á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

og þú býrð á sprungusvæði líka........ég held að enginn viti hvað á eftir að gerast en rétt sé að vera viðbúinn

Hólmdís Hjartardóttir, 7.6.2008 kl. 10:14

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er rétt Hólmdís ég bý á miklu sprungusvæði og eru afar oft skjálftar hér úti í Skjálfandanum.
Ekki er svo langt í Upptyppinga heldur, þar sem búnir eru að vera skjálftar nær stöðugt í langan tíma. Nú það er Krafla og bara allt þetta svæði. þegar maður ferðast um hér fyrir norðan þá sérðu hraun
næstum allstaðar, báðum megin við Húsavík og má segja að þetta sé eitt undur hvernig til dæmis þetta varð til, Hljóðaklettar, Ásbirgi,
Jökulsárgljúfrin, og Dimmuborgir lengi væri hægt að telja upp staði sem að mínu mati eru undur veraldar, en ég hef náttúrlega ekki séð allan heiminn.
                          Takk fyrir innlitið.
                           Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 10:27

3 identicon

Finnst mér að jarðfræðingar ættu að gefa upplýsingar um hvernig ástandið er á svæðinu. Sá einhverja grein um Heklu, en það virtist ekki hugað að jarðarumrótun heldur eitthvað í sambandi við gróður.

Minnir mig að einhver völva hafi talað eitthvað um eldgos á árinu, en það er náttúrulega bara spádómur völvu. En eitthvað finnst mér eins og eitthvað sé eins og að meiri gæslu ætti að vera til staðar af þeim tiltæku fagmönnum sem hafa ábyrgð.

Auðvitað fjallar þetta um að gefa upplýsingar til þeirra sem búa á svæði sem er virkt.

En um leið þá dáist ég að fólkinu sem býr á svæðinu sem hefur farið á hreyfingu. Sem betur fer er farið að róast og vonandi verður öllum stuðningi veitt til aðstoðar þeim sem hafa orðið fyrir þessu.

ee (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég tel að okkar góðu jarðfræðingar og allir þeir fræðingar sem koma að svona málum segi okkur allt sem þeir vita.
Það sem ég var að tala um var, hvað vitum við mikið?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 11:56

5 identicon

EN.
Já það er þetta, "en"

Hvað vita þeir með vissu jarðfræðingarnir okkar?
Ekki er ég að hallmæla þeim, þeir gera og segja það sem þeir
vita best hverju sinni.

Hver eru vísindin þegar að "en" fylgja máli?

Er völva vísindi, fylgir þeim kenningum/vitneskja  líka "en"

Það er mikill munur á milli hvað við vitum og hvað jarðfræðingar vita held ég.

ee (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 12:58

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað ertu nú að blanda völvum inn í þetta?
Vísindi eru og verða ætíð afar margvísleg og spennandi, hvað svo sem er verið að rannsaka í hvert skipti fyrir sig.
Að mínu mati verða mörg rannsóknarefni aldrei fullrannsökuð,
bæði vegna fjárskorts og tímaskorts,
svo er líka afar erfitt að full rannsaka allt, og fá út úr því það sem við viljum eða höldum að komi út úr því.
Engin er alvitur, "EN" sumir vilja ekki viðurkenna annað.
Ert þú ekki sammála mér?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 13:18

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fallegustu staðir heims eru allt í kringum þig

Hólmdís Hjartardóttir, 7.6.2008 kl. 21:33

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hólmdís mín það finnst mér líka, annars finnst mér landið okkar allt svo fallegt en maður finnur fyrir misjöfnum krafti í landinu sem maður ferðast um, hér er mikil orka.
Knús kveðjur til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.