þetta verður farsællt á endanum.

Innflutningur á hráu kjöti hugnaðist mér aldrei, held að
það leifi sé ekki tímabært.
Auðvitað til lengri tíma litið ráðum við ekki við þetta,
en að mínu mati á það þá að koma pakkað fryst og
merkt því landi sem það kemur frá.
Þá er valið okkar.

Ef Íslenskir framleiðslubændur halda sér við þau gæði
sem kjötið okkar er í dag segi ég fyrir mitt leiti,
ég vel Íslenskt, því við eigum besta og hreinasta
kjöt í heimi.


mbl.is Breytingar á matvælalögum í þágu bænda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bara forvitnilegt þá af hverju þú hefur áhyggjur ef við eigum besta og hreinasta kjöt í heimi?

atli már (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Held ég minnist ekki á að hafa áhyggjur.

Enda þarf ég ekki að hafa þær ef þessi innflutningur verður ekki leifður í því formi sem farið var fram með í upphafi, það er að kjötið yrði flutt inn og hantérað af Íslendingum og jafnvel selt sem Íslenskt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 13:08

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Innflutningur á matvælum má aldrei verða til þess að Íslenskur landbúnaður leggist af.  Ég held að flestar sjálfstæðar þjóðir horfi á það sem grundvallaratriði í sínu sjálfstæði að geta verið sjálfum sér nógir í matvælaframleiðslu, ef þannig aðstæður skapast að ekki sé hægt að treysta á innflutning, s.s. stríð og sjúkdómar.  Þess vegna er opinber "niðurgreiðsla" á eigin landbúnaðarvörum  talin sjálfsögð hjá flestum þjóðum hins vestræna heims, þótt sumir vilji halda öðru fram.

Sigrún Jónsdóttir, 7.6.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Erna

Íslenskt !! Já takk.

Erna, 7.6.2008 kl. 16:00

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vil íslenskt og ekkert annað.  Kærleikskveðja til þín elsku Milla.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 16:01

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til ykkar ljúfustu.Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 17:22

7 Smámynd: Tiger

  Íslenskt já takk ... en ef annað kemur sem er eins gott og það íslenska - og verðið er sambærilegt eða ódýrara - þá er mér svo sem sama þó kjötið sé ekki alíslenskt sko. Ef ég er saddur þá er ég ánægður!

Knús á þig mín kæra Milla og hafðu góða helgarrest.

Tiger, 7.6.2008 kl. 19:40

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger míó auðvitað hefur maður ætíð borðað allt sem manni langar í erlendis, en Íslenskt er bara best, og við þurfum líka að vita vel hvaðan kjötið kemur sem við erum að fá.

Annars held ég að maður sé orðin svolítið móðursjúkur, ég bjó nú erlendis í 2 ár og varð aldrei misdægurt.
                          Knús til þín í helgarrestina þína.
                                 Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 20:46

9 Smámynd: Ragnheiður

Ég vil íslenskt kjöt

Milla sendu mér email á ragghh@simnet.is

Ragnheiður , 7.6.2008 kl. 21:06

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur auðvitað viljum við Íslenskt ef það er möguleiki.
                  Knús til ykkar.
                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.