Fá ekki greiddar bætur, átti einhver von á því?

Skrifuðu ekki Íslensk stjórnvöld undir að fara eftir því
sem mannréttinda dómstóll sameinuðu Þjóðanna úrskurðaði?

Íslensk stjórnvöld hafa sent svar til Sameinuðu þjóðanna
vegna  úrskurðar nefndarinnar um íslenska kvótakerfið
í sjávarútvegi. þar er boðað, að efnt verði til allsherjarskoðunar
í náinni framtíð með breytingar í huga þar sem komið verði til móts
við kröfur nefndarinnar eftir því sem unnt er.

Þeir ætla ekki að greiða mönnunum sem voru dæmdir,
skaðabætur eins og nefndin segir þó til um að eigi að gera.

Sem sagt þeir ætla að huma það fram hjá sér eins lengi og þeir
mögulega komast upp með, að breyta rétt í þessu máli.
Ég átti heldur ekki von á öðru.
þessir ráðamenn þjóðar vorrar geta aldrei viðurkennt misgjörðir sínar
og bara lagfært þær, eins og heiðarlegum mönnum sæmir.
Þannig er það og þannig hefur það ætíð verið. 
Eigi veit ég hvað getur orðið til þess að maðurinn breytist,
fari að skilja að hann er ekki verkfæri í höndum annara,
heldur geti hann haft sjálfstæða skoðun og fari eftir henni.


mbl.is Svar sent til mannréttindanefndar SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það var alveg vitað mál að stjórnvöld mundu hunsa þetta, þeir eru svo vitlausir að trúa því enn í dag að þeir geti valtað yfir allt og alla og fengið að vera í friði. Það verður allt vitlaust núna.

Huld S. Ringsted, 9.6.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Átti maður nokkurntíman von á réttlátri meðferð??  kveðja norður

Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 13:42

3 identicon

Þið verðið að afsaka en mér finnst þetta kvótakerfi svo arfavitlaust og hef alltaf fundist þó ég hafi svo sem ekki ofur vit á þessu, en af hverju tók ríkið allann kvótann til sín, deildi svo og svo miklum kvóta á hvern landshluta. Síðan sækja útgerðir um heimildir til ríkisins og leigja kvóta frá ríkinu og borga fyrir hann á hverju ári eins konar leigu? Mér finnst þetta svo einfalt og réttlátt, en nei, þeir vilja s.s. bara gefa séra Jóni kvóta, og leyfa honum að versla með hann eins og hann vill. Merkilegt að fólk geti átt fiskinn í sjónum, en svona geta íslenskir stjórnmálamenn verið miklir glæpamenn.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:32

4 identicon

Það sem ég vildi sagt hafa:af hverju tók EKKI ríkið allann kvótann til sín.

Svona átti þetta víst að vera

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:33

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.6.2008 kl. 14:50

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Skildi þetta Magga og stelpur það var vitað mál að þeir mundu ekkert gera með þetta. Svei-attan.
                 Kveðjur til ykkar allra
                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2008 kl. 15:51

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já það verður allt vitlaus núnaég átti ekki von á öðru frá þessu háu herrum.

Kær kveðja Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.6.2008 kl. 15:55

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Solla og Geir kepptust við að segja að álitið væri ekki bindandi. Ætli enginn hafi sagt þeim að Ísland staðfesti með valfrjálsri bókun að virða úrskurði mannréttindanefndarinnar? Vita þau ekki að slíkar bókanir eru taldar bindandi og hafa réttaráhrif? vita þau ekki að Ísland er fyrst allra Norðurlanda til að hundsa úrskurð mannréttindanefndarinnar?

Hvað vill þetta fólk í öryggisráðið? 

Sigurður Þórðarson, 10.6.2008 kl. 00:06

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Held þau, ,,þessi skötuhjú" viti bara það sem þeim hentar þeim hverju sinni, og það er eiginlega aldrei í þágu landsmanna.
Þau hafa of mikið að gera í öðrum málum, málum sem þau halda að komi þeim á kortið.
Hvað vilja þau í öryggisráðið?
Það hlýtur að vera fínt að vera í því.
                   Kv. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2008 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.