Fyrir svefninn. Þetta þurfið þið að vita.
9.6.2008 | 20:50
Laxárvirkjunin fullgerð og straumnum
Hleypt á til Akureyrar.
Akureyri 15. okt. 1939.
Þau merku tíðindi gerðust hér í gær, að Akureyringar fengu
í fyrsta sinn rafmagn frá hinni nýju rafveitu við Laxá.
Var straumnum hleypt á við hádegisbilið.
Virkjun Laxár
Á árunum 1936 og 1937 fóru fram víðtækar virkjunarrannsóknir
nyðra, og beindist þá athyglin aðalega að Goðafossi,
er reyndist vel til virkjunar fallinn. Engu að síður var þó talið rétt
að taka einnig til athugunnar virkjun Laxár við Grenjaðastað.
Niðurstaða þeirra rannsókna varð sú, að virkjun Laxár væri að
ýmsu leiti hagkvæmari en virkjun Goðafoss,
og var þá að því ráði horfið.
Á alþingi 1937 voru afgreidd heimildarlög fyrir ríkisábyrgð á 4/5
hlutum byggingarkostnaðar, allt að 2 millj. kr.
Árið 1938 tókst að fá lán til virkjunarinnar. var verkið hafið í
júlímánuði í fyrrasumar, með byggingu orkuvers, sem komst
undir þak þá um haustið. Í sumar var byggð stífla í ána og
þrýstivatnspípa, gengið frá orkuveri innanhúss og settar
upp vélar, lögð 60 km löng háspennilína til Akureyrar og
bæjarkerfið aukið að miklum mun.
hefur verkið gengið mjög greiðlega.
danska firmað Höjgaard & Schulzt reisti stöðina.
Kostaði 3 millj. kr.
Vatnsvirki og orkuver eru gerð fyrir 4000 hestöfl. Fyrst um sinn
er þó aðeins sett upp ein vélasamstæða, 2000 hestöfl.
Fullvirkjað myndi það vatnsfall, sem hér um ræðir, geta
framleitt 25 þúsund hestöfl, en það er margföld sú orka
sem Akureyri mun þurfa í náinni framtíð.
Kostnaður við virkjunina hefur numið rúmum þrem miljónum króna,
með núverandi gengi.
-------------------------------------
Hugsið þið ykkur ef þeir hefðu virkjað Goðafoss, þetta yndislega fyrirbæri,
get ekki hugsað þá hugsun til enda.
Og takið eftir kostnaðinum, mikill munur á og í dag.
Það tók bara rúmt ár að byggja þessa virkjun, kátbroslegt.
fullvirkjuð gat hún framleitt 25 þús. hestöfl, það var langt fram úr því
sem Akureyringar þurftu um langa framtíð.
hvað nota þeir í dag, það er gaman að bera þetta saman.
Þessi frétt er tekin úr Öldinni okkar.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt mín kæra Milla
Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.6.2008 kl. 20:55
Pabbi vann við Laxárvirkjun í kringum 1958-60 þá var verið að stækka stöðina. Skemmtilegt að lesa þetta. GN elsku Milla
Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 23:59
Góðan daginn skjóður mínar.Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2008 kl. 07:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.