Matar og sparnaðar hugleiðingar.
10.6.2008 | 11:23
Datt í hug í morgun er ég sá fyrirspurn frá henni Siggu
bloggvinu minni um eftirrétti úr rabbbara.
Ég gaf henni upp afar gamlan eftirrétt úr rótunum af
rabbaranum.
Þær eru soðnar í sykurvatni, sjóða má með þurrkaða ávexti
síðan sett á krukkur og bara geymt í búrinu eins og sultan.
þegar manni langar svo í eitthvað gott má grípa eina krukku
og fá sér með þeyttum rjóma.
þetta var nú aðaleftirrétturinn á mörgum heimilum hér áður og fyrr,
ásamt heita búðingnum, og þá fékk maður berjasaft útá eða mjólk.
Já það sem mér datt í hug, var að það er náttúrlega ekkert
betra en heimabakað brauð, með rabbbarasultu.
Hvítt brauð.
5. bollar Hveiti
3/4 - - - Sykur
3/4 - - - Súrmjólk
3 tesk. Lyftiduft
1 --- Matarsódi
1 --- Salt
Léttmjólk eftir þörfum
Hrært í hrærivél sett í form og bakað við 170% í ca. 45 mín.
Þessa uppskrift má líka nota í grófu mjöli með allskonar fræjum
ef vill.
Svo er annað sem er afar fljótlegt og miklu betra en út úr búð
það er rúgbrauðið.
6 bollar rúgmjöl
3 ---- heilhveiti
4 tesk. matarsódi
3 --- salt
1 dós sýróp
11/2 l. súrmjólk.
Öllu hrært saman sett í mjólkurfernur eða niðursuðudósir
álpappír settur yfir. sett inn í 200% heitan ofn,
strax lækkað niður í 100%, bakað í 8 tím.
losað úr dósum eða fernum.
best er ef maður á brauðhníf að sneiða allt niður setja í plast
og frysta. Þá áttu alltaf nýtt rúgbrauð og ekki er það nú dónalegt
með hverju sem er.
það sparast stórpeningur á þessu og þetta er fljótlegt.
Knús Milla.
Athugasemdir
namm ég man vel eftir þessu með rabbabarann, hef ekki smakkað þetta í mörg ár. Ég væri alveg til í að gera svona en brauðið nenni ég ekki að baka Knús Milla mín
Erna, 10.6.2008 kl. 11:58
Takk fyrir uppskriftina.Ætla ad prófa hana med grófu eda spelti.
Knús
Gudrún
PS.Ég á líka eina Millu 3ja ára prinsessu(barnabarn)
Gudrún Hauksdótttir, 10.6.2008 kl. 12:15
Takk fyrir uppskriftina ég ætla að nota hana.
Knús Milla mín
Kristín Katla Árnadóttir, 10.6.2008 kl. 14:01
Brauðið er afar gott með blönduðu mjöli, spelt, heilhveiti og bara hverju sem þér dettur í hug að sulla saman.
til hamingju með að eiga litla prinsessu og að hún heiti Milla er ekki verra.
Knús Milla
Ps. svo erum við líka nöfnur í Guðrúnar nafninu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2008 kl. 18:25
Katla mín gerðu það og blandaðu allskonar fræjum samanvið þá færð þú orku.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2008 kl. 18:27
Erna mín þú gerir svona eftirrétt hann er afar góður.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.