Ástandsmálin 1941.
10.6.2008 | 14:38
Hvađ finnst ykkur um međferđ á máli ţessu. Orđatiltćki,
Niđurlćgingar tal um konur og börn, skjóta rannsókn,
og endilega ef ţađ er eitthvađ fleira sem ţiđ hafiđ skođun
á. Ef ţiđ haldiđ ađ ţetta hafi eitthvađ breyst, ţá er ţađ allavega
afar lítiđ.
,, Ástandsmálin":
Hundruđ reykvískra kvenna hafa mök viđ setuliđsmenn
Fjöldi stúlkubarna á glapstigum.
27/8 1941. Ađ undanförnu hefur mikiđ veriđ rćtt og ritađ um
,,ástandsmálin" svonefndu, en svo eru nefnd samskipti íslenskra
kvenna og erlendra setuliđsmanna.
hafa ţau samskipti veriđ mikil allt frá byrjun, en virđast ţó fćrast í vöxt.
Hinn 11. júní s.l. ritađi landlćknir bréf til dómsmálaráđuneytisins. Fjallađi
ţađ um ,,saurlifnađ í reykjavík og stúlkubörn á glapstigum".
segir ţar međal annars, ađ athuganir ţćr, sem lögreglan í Reykjavík hefur
látiđ framkvćma, hafi ,, flett ofan af svo geigvćnlegum stađreyndum um
ţessi mál, ađ ekki má kyrrt vera. Er ţađ sök fyrir sig, ađ hér er nú vitađ um
kvenfólk í tugatali á allra lćgsta ţrepi skćkjulifnađar...Hitt er viđbjóđslegast,
ef niđurstöđur lögreglunnar eru á rökum reistar, ađ ólifnađur stúlkubarna á
aldrinum 12=16 ára og jafnvel yngri sé svo almennur orđin og breiđist svo ört út,
ađ ekkert heimili frá hinum aumustu til hinna best settu geti taliđ sig örugg öllu lengur.
,, Ástandsnefndin".
Hinn 29/7 skipađi dómsmálaráđherra ţriggja manna nefnd til ađ rannsaka ţessi mál
og gera tillögur til bóta. Í nefndina voru skipađir Benedikt Tómasson landlćknir,
dr, Broddi Jóhannesson uppeldisfrćđingur og séra Sigurbjörn Einarsson.
nefndin hefur nú starfađ í einn mánuđ og sendir í dag frá sér skýrslu um siđferđismálin.
Ţar er frá ţví greint, ađ lögreglan í Reykjavík hafi nú skrásett nöfn um 500 hundruđ kvenna,
sem hún telur ađ hafi mjög náin afskipti af setuliđinu.
Konur ţessar eru á aldrinum 12--61 árs, ţar af a.m.k. 150 17 ára og yngri.
Síđan segir orđrétt: ,, Ávegum ţessara kvenna eru, svo vitađ er, 255 börn, en full
ástćđa er til ađ ćtla, ađ tala ţeirra sé allmiklu hćrri. Mćđur eru 129.
Af ţessum tölum verđur ljóst, ţvílíkur fjöldi barna elst upp viđ óhćf kjör,
og ţarf engum getum ađ ţví ađ leiđa, hvers konar ţegnar ţau munu reynast.
Af konum ţessum eru allmargar heimilislausar.
Ţađ sem hlýtur ađ vekja langmesta athygli viđ lestur ţessara skýrslu,
er hinn mikli fjöldi stúlkubarna. Hćstur er aldursflokkurinn 15--17 ára,
og stúlkubörn frá 12--14 ára eru fleiri en konur frá 24--26 ára.
Ađ áliti lögreglustjórans í Reykjavík eru ţessar konur ađeins lítill hluti
ţeirra kvenna, sem líkt er ástatt um. telur hann ađ lögreglan hafi ekki
haft tćkifćri til ađ safna heimildum nema um 20% allra reykvískra kvenna,
sem umgangast setuliđiđ meira og minna.
Mótmćli setuliđsstjórnarinnar.
5/10 Yfirforingi breska hersins á Íslandi hefur nú boriđ fram mótmćli út af
hinni opinberu skýrslu ,,Ástandsnefndarinnar" um samskipti íslenskra kvenna
og setuliđsins. hann hefur afhent blöđunum yfirlýsingu , ţar sem hann kveđst
hafa látiđ fara fram fara rannsókn á skýrslunni og véfengir hana í ýmsum atriđum.
Segir í yfirlýsingu ţessari, ađ bresk hernađaryfirvöld geti ,, ekki samţykkt réttmćti
ummćla ţeirra um ástandiđ sem felist í skýrslu ,, ástandsnefndarinnar" um ađ
saurlifnađur hafi mjög fariđ í vöxt á Íslandi vegna setuliđsins."
Er ađ lokum komist ađ ţeirri niđurstöđu, ađ siđferđisástandiđ hafi batnađ til
muna viđ komu setuliđsins.
11/10. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur nú svarađ ţeirri gagnrýni á störf
lögreglunnar og ,,ástandsnefndarinnar" sem fram kom í yfirlýsingu
yfirforingja breska setuliđsins og fylgiskjölum er birt međ henni.
kemst hann ađ ţeirri niđurstöđu, ađ yfirlýsing ţessi sé full af
tilhćfulausum fullyrđingum og rökvillum.
Margt er nú rćtt og ritađ um ástandsmálin og hugsanlegar leiđir til
úrbóta. Sýnist sitt hverjum, eins og oft vill verđa.
Gaman vćri ađ fá komment um hvađ ykkur finnst um ţessi skrif,
ţau eru tekin upp úr Öldinni Okkar.
Takk fyrir.
Athugasemdir
Audvitad voru teri ekki sammála um nidurstödur í skýrslum tá frekar en í dag.
tad er umhugsunarvert med allar tessar ungu stúlkur sem sóttust í hermennina 12 ára gamlar sumar hverjar ???Hvar voru foreldrarnir?,tetta eru bara lítil börn.Ekki er nú allt satt sem vid lesum um ástandid...Eins og tad nefndist.Aftur á móti vitum vid ad konur sóttust í hermennina teir gáfu teim eitt og annad ,konur sem áttu ekki neitt og kannski ekki einusinnni heimili.Margar konur eignudust börn med útlendingunum sem hurfu svo á braut enda stutt stopp á íslandi en engin alvara med konurnar. Tćr aftur á móti trúdu tví og treystu ad teir vćru tilvonandi eignmenn teirra.Konurnar sátu sídan eftir med sárt ennid ,sumar ad minnsta kosti og voru dćmdar fyrir ad vera í ástandinu.Ég átti nágrannakonu sem var med manni af vellinum eins og tad var kallad.Tad tótti ekki fínt en tau eru hamingjusöm í dag med 3 börnin sín í útlandinu.
Er tetta eithvad ödrvísi hjá karlmanninum???Ég veit ekki betur en ad teir seu fleng rí..... út um allar trissur ef tćkifćri er á med konum úr vídri veröld...Hvad er tad kallad??????
Eigdu gódann dag
Gudrún Hauksdótttir, 11.6.2008 kl. 06:39
Guđrún takk fyrir kommentiđ ţitt á ţessa fćrslu, held ađ margir hafi ekki skiliđ hvađ ég var ađ reyna ađ ná fram, en ţú kemur međ punkta.
Ég ţekkti líka konur sem voru hamingjusamar, ađrar sem ekki voru ţađ. var líka ađ benda á niđurlćginguna sem ţessar konur og börn ţurftu ađ ţola frá karlmönnum yfirleitt og ekki síst lögreglunni.
Yfirleitt allar ţessar konur áttu hvorki ofan í sig eđa á, og neyđin kennir naktari konu ađ spinna.
Karlmađurinn er ćtíđ stikkfrí.
Kveđjur til ţín
Milla.
Guđrún Emilía Guđnadóttir, 11.6.2008 kl. 08:28
Ég held bara ađ ţessi fordćming á konum sem urđu ástfangnar af erlendum hermönnum hafi veriđ byggđ á öfund og stjórnsemi. Međ ţví ađ fordćma ţá var veriđ ađ reyna ađ hafa áhrif á gang mála, af hverju ćtti ţađ ađ hafa veriđ einhver skömm ađ verđa ástfangin og stunda kynlíf međ erlendum mönnum frekar en ţeim innlendu. Ţetta voru bara fordómar og tilraun til ţess ađ stjórna kvenfólkinu.
Jónína Ţorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráđ) 11.6.2008 kl. 21:42
Fordćmingin var algjör bćđi frá karlmönnum og ekki síđur frá konum,
auđvitađ var ţetta stjórnsemi, eins og ţessi skrif gefa okkur í skin
úr Öldinni. takk ađ kommenta á ţetta mál Jónína, ţú sérđ, ađ engin virđist hafa áhuga á ţví ađ rćđa ţessi mál, ţiđ eruđ bara tvćr sem hafiđ tjáđ ykkur um ţau.
Kveđja Milla.
Guđrún Emilía Guđnadóttir, 11.6.2008 kl. 21:54
Ég var einmitt ađ hugsa um ţessa tíma ekki fyrir löngu síđan, kannski var einhver ţáttur um ţetta í sjónvarpi eđa útvarpi en ţá fór ég ađ hugsa um ţađ hvernig reynt er ađ hafa áhrif á og stjórna fólki međ fordćmingum. Ţetta er auđvitađ ekki í eina tilfelliđ sem ţađ hefur veriđ gert (og er gert enn ţann dag í dag) viđ getum séđ ţetta margsinnis í gegnum söguna.
Jónína Ţorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráđ) 12.6.2008 kl. 13:48
Rétt hjá ţér Jónína viđ sjáum ţetta í sögunni og sjáum ţetta enn ţá gerast.
Ţessi skrif um ástandsmálin 1941 segir svo margt í raun og veru ađ mér fannst einhvernvegin ađ ţađ yrđi gaman ađ rćđa um hana,
en ţađ er eins og ég hef sagt áđur, engin áhugi fyrir ţví.
En vittu samt til ţađ verđur ekki langt ađ bíđa eftir umrćđum um ţetta mál.
Guđrún Emilía Guđnadóttir, 12.6.2008 kl. 14:05
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.