Ástandsmálin 1941.

Hvað finnst ykkur um meðferð á máli þessu. Orðatiltæki,
Niðurlægingar tal um konur og börn, skjóta rannsókn,
og endilega ef það er eitthvað fleira sem þið hafið skoðun
á. Ef þið haldið að þetta hafi eitthvað breyst, þá er það allavega
afar lítið.

                               ,, Ástandsmálin":

Hundruð reykvískra kvenna hafa mök við setuliðsmenn
                Fjöldi stúlkubarna á glapstigum.


27/8 1941. Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um
,,ástandsmálin" svonefndu, en svo eru nefnd samskipti íslenskra
kvenna og erlendra setuliðsmanna.
hafa þau samskipti verið mikil allt frá byrjun, en virðast þó færast í vöxt
.

Hinn 11. júní s.l. ritaði landlæknir bréf til dómsmálaráðuneytisins. Fjallaði
það um ,,saurlifnað í reykjavík og stúlkubörn á glapstigum".
segir þar meðal annars, að athuganir þær, sem lögreglan í Reykjavík hefur
látið framkvæma, hafi ,, flett ofan af svo geigvænlegum staðreyndum um
þessi mál, að ekki má kyrrt vera. Er það sök fyrir sig, að hér er nú vitað um
kvenfólk í tugatali á allra lægsta þrepi skækjulifnaðar...Hitt er viðbjóðslegast,
ef niðurstöður lögreglunnar eru á rökum reistar, að ólifnaður stúlkubarna á
aldrinum 12=16 ára og jafnvel yngri sé svo almennur orðin og breiðist svo ört út,
að ekkert heimili frá hinum aumustu til hinna best settu geti talið sig örugg öllu lengur
.

                                   ,, Ástandsnefndin".

Hinn 29/7 skipaði dómsmálaráðherra þriggja manna nefnd til að rannsaka þessi mál
og gera tillögur til bóta. Í nefndina voru skipaðir Benedikt Tómasson landlæknir,
dr, Broddi Jóhannesson uppeldisfræðingur og séra Sigurbjörn Einarsson.
nefndin hefur nú starfað í einn mánuð og sendir í dag frá sér skýrslu um siðferðismálin.
Þar er frá því greint, að lögreglan í Reykjavík hafi nú skrásett nöfn um 500 hundruð kvenna,
sem hún telur að hafi mjög náin afskipti af setuliðinu
.
Konur þessar eru á aldrinum 12--61 árs, þar af a.m.k. 150 17 ára og yngri.
Síðan segir orðrétt: ,, Ávegum þessara kvenna eru, svo vitað er, 255 börn, en full
ástæða er til að ætla, að tala þeirra sé allmiklu hærri. Mæður eru 129.
Af þessum tölum verður ljóst, þvílíkur fjöldi barna elst upp við óhæf kjör,
og þarf engum getum að því að leiða, hvers konar þegnar þau munu reynast
.
Af konum þessum eru allmargar heimilislausar.
Það sem hlýtur að vekja langmesta athygli við lestur þessara skýrslu,
er hinn mikli fjöldi stúlkubarna. Hæstur er aldursflokkurinn 15--17 ára,
og stúlkubörn frá 12--14 ára eru fleiri en konur frá 24--26 ára.

Að áliti lögreglustjórans í Reykjavík eru þessar konur aðeins lítill hluti
þeirra kvenna, sem líkt er ástatt um. telur hann að lögreglan hafi ekki
haft tækifæri til að safna heimildum nema um 20% allra reykvískra kvenna,
sem umgangast setuliðið meira og minna.

                  Mótmæli setuliðsstjórnarinnar.

5/10 Yfirforingi breska hersins á Íslandi hefur nú borið fram mótmæli út af
hinni opinberu skýrslu ,,Ástandsnefndarinnar" um samskipti íslenskra kvenna
og setuliðsins. hann hefur afhent blöðunum yfirlýsingu , þar sem hann kveðst
hafa látið fara fram fara rannsókn á skýrslunni og véfengir hana í ýmsum atriðum.
Segir í yfirlýsingu þessari, að bresk hernaðaryfirvöld geti ,, ekki samþykkt réttmæti
ummæla þeirra um ástandið sem felist í skýrslu ,, ástandsnefndarinnar" um að
saurlifnaður hafi mjög farið í vöxt á Íslandi vegna setuliðsins."

Er að lokum komist að þeirri niðurstöðu, að siðferðisástandið hafi batnað til
muna við komu setuliðsins.

11/10. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur nú svarað þeirri gagnrýni á störf
lögreglunnar og ,,ástandsnefndarinnar" sem fram kom í yfirlýsingu
yfirforingja breska setuliðsins og fylgiskjölum er birt með henni.
kemst hann að þeirri niðurstöðu, að yfirlýsing þessi sé full af
tilhæfulausum fullyrðingum og rökvillum.

Margt er nú rætt og ritað um ástandsmálin og hugsanlegar leiðir til
úrbóta. Sýnist sitt hverjum, eins og oft vill verða.

Gaman væri að fá komment um hvað ykkur finnst um þessi skrif,
þau eru tekin upp úr Öldinni Okkar.
                                Takk fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Audvitad voru teri ekki sammála um nidurstödur í skýrslum tá frekar en í dag.

tad er umhugsunarvert med allar tessar ungu stúlkur sem sóttust í hermennina 12 ára gamlar sumar hverjar ???Hvar voru foreldrarnir?,tetta eru bara lítil börn.Ekki er nú allt satt sem vid lesum um  ástandid...Eins og tad nefndist.Aftur á móti vitum vid ad konur sóttust  í hermennina teir gáfu teim eitt og annad ,konur sem áttu ekki neitt og kannski ekki einusinnni heimili.Margar konur eignudust börn med útlendingunum sem hurfu svo á braut enda stutt stopp á íslandi en engin alvara med konurnar. Tær aftur á móti trúdu tví og treystu ad teir væru tilvonandi eignmenn teirra.Konurnar sátu sídan eftir med sárt ennid ,sumar ad minnsta kosti og voru dæmdar fyrir ad vera í ástandinu.Ég átti nágrannakonu sem var med manni af vellinum eins og tad var kallad.Tad tótti ekki fínt en tau eru hamingjusöm í dag med 3 börnin sín í útlandinu.

Er tetta eithvad ödrvísi hjá karlmanninum???Ég veit ekki betur en ad teir seu fleng rí..... út um allar trissur ef tækifæri er á med konum úr vídri veröld...Hvad er tad kallad??????

Eigdu gódann dag

Gudrún Hauksdótttir, 11.6.2008 kl. 06:39

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guðrún takk fyrir kommentið þitt á þessa færslu, held að margir hafi ekki skilið hvað ég var að reyna að ná fram, en þú kemur með punkta.
Ég þekkti líka konur sem voru hamingjusamar, aðrar sem ekki voru það. var líka að benda á niðurlæginguna sem þessar konur og börn þurftu að þola frá karlmönnum yfirleitt og ekki síst lögreglunni.
Yfirleitt allar þessar konur áttu hvorki ofan í sig eða á, og neyðin kennir naktari konu að spinna.
Karlmaðurinn er ætíð stikkfrí.
                              Kveðjur til þín
                                Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.6.2008 kl. 08:28

3 identicon

Ég held bara að þessi fordæming á konum sem urðu ástfangnar af erlendum hermönnum hafi verið byggð á öfund og stjórnsemi. Með því að fordæma þá var verið að reyna að hafa áhrif á gang mála, af hverju ætti það að hafa verið einhver skömm að verða ástfangin og stunda kynlíf með erlendum mönnum frekar en þeim innlendu. Þetta voru bara fordómar og tilraun til þess að stjórna kvenfólkinu.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:42

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fordæmingin var algjör bæði frá karlmönnum og ekki síður frá konum,
auðvitað var þetta stjórnsemi, eins og þessi skrif gefa okkur í skin
úr Öldinni. takk að kommenta á þetta mál Jónína, þú sérð, að engin virðist hafa áhuga á því að ræða þessi mál, þið eruð bara tvær sem hafið tjáð ykkur um þau.
                                        Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.6.2008 kl. 21:54

5 identicon

Ég var einmitt að hugsa um þessa tíma ekki fyrir löngu síðan, kannski var einhver þáttur um þetta í sjónvarpi eða útvarpi en þá fór ég að hugsa um það hvernig reynt er að hafa áhrif á og stjórna fólki með fordæmingum. Þetta er auðvitað ekki í eina tilfellið sem það hefur verið gert (og er gert enn þann dag í dag) við getum séð þetta margsinnis í gegnum söguna.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:48

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér Jónína við sjáum þetta í sögunni og sjáum þetta enn þá gerast.
Þessi skrif um ástandsmálin 1941 segir svo margt í raun og veru að mér fannst einhvernvegin að það yrði gaman að ræða um hana,
en það er eins og ég hef sagt áður, engin áhugi fyrir því.
En vittu samt til það verður ekki langt að bíða eftir umræðum um þetta mál.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.