Hvað er eiginlega að eldast? Sem kynvera.

Gott hjá Madonnu, og satt er það hjá henni, að heimurinn
sé fullur af karlrembu og fordómum við fólk
sem er komið af léttasta skeiðinu.
Þegar maður er komin á vissan aldur, á maður að hætta að vera
ævintýragjarn og hætta að vera kynvera.

Ég segi nú eins og Madonna á maður að deyja eða hvað.
Konur hætta aldrei að vera kynverur eða að hafa þörf
fyrir kynmök, daður og allskonar uppákomur,
þá er ég ekki að meina að það þurfi eða eigi að vera eitthvað siðlaust.
Það er sama hvort við erum ungar, gamlar, feitar, mjóar allar höfum
við þessar hvatir í okkur sem teljast eðlilegar bæði konum og mönnum.

Gaman að segja frá því, að ég las það einhversstaðar, að það voru
gerðar rannsóknir á kynþörf kvenna og karla, og var þetta stór
rannsókn.
Þar kom fram að konur hafa þörf fyrir kynlíf lífið út í gegn,
en karlarnir mun styttra.

Þess vegna tel ég að eldast og vera kynvera eigi ekkert sameiginlegt,
nema ef vera skildi að er við eldumst höfum við meiri reynslu,
kunnum að njóta kynlífs betur að því að við erum opnari.


Af hverju haldið þið að ungir menn sækist eftir eldri konum?
Ef einhverjum finnst ég vera of hreinskilin,
þá er það bara af því að þetta er sannleikur.
Eigið góðan dag og ræktið kynlífið.


mbl.is Ekki of gömul til að vera kynvera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert bara flott kona Langbrókin mín.
Svo er alltaf spurning hvað eru fordómar?
Enn allavega þarf maður að vera opin fyrirþví að tala um mál sem eru hluti af okkar lífi.
                               Og segi góðan daginn
                                    Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.6.2008 kl. 09:33

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mjög góð hugleiðing hjá þér Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 10:01

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Flottur pistill og sannur eins og ég heiti Gudrún vid hættum aldrey ad vera kynverur og gledur sú hugsun mig til framtídar.Satt er tad margir karlmenn elska eldri konur ég er sjálf med ungann kærasta og gekk hann lengji á eftir mér hehe

Stórt knús fyrir skrifin

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 11.6.2008 kl. 10:22

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég gleymdi...Madonna er bara lang flottust

Gudrún Hauksdótttir, 11.6.2008 kl. 10:23

5 Smámynd: M

Ég á yngri mann en ég er, þannig að þegar ég verð enn í stuði á gamalsaldri þá jafnast það út

M, 11.6.2008 kl. 11:22

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég kann að meta hreynskilni og er svo sammála ykkur og Madonnu..

Eldast sem kynvera!!!!! afhverju kynvera???

pínku púkó ef maður fer að hugsa út í það.....

Solla Guðjóns, 11.6.2008 kl. 11:31

7 Smámynd: Ásgerður

Þú ert yndisleg  og svo skemmtilega hreinskilin. Ég held áfram að rækta garðinn minn

Knús til þín

Ásgerður , 11.6.2008 kl. 13:05

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur þið eruð bara flottar.

Búkolla, já gæði, nú að sjálfsögðu.

Katla mín þú hugleiðir líka.

Guðrún flott ertu, en við hvað varstu hrædd? fannst þér þetta eitthvað vandræðalegt, eða hvað.
það er svo margt sem kemur upp í hugann er maður er á krossgötum.
Ég er með einum sem er eldri en ég og þegar ég kynntist honum þá fór ég að búa með honum 4 mánuðum eftir að ég kynntist honum,
allir sögðu hvaða óðagot er þetta, en ég sagði ég er orðin of gömul til að vera með einhverjar dillur, prófa sambúðina ef það ekki gengur þá fer ég bara, svo einfallt getur það verið.

Já Madonna er flott, það er líka Tina Turner.

Emmið mitt þú ert svo klár, passar alveg hjá þér, hef nefnilega heyrt
um karla sem fá sér of ungar konur og eru svo bara í stökustu vandræðum, já bara með allt.

Solla það er púkó, en svona er talað, halló.

                       Knús til ykkar allra Kisses

                           Milla. 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.6.2008 kl. 13:15

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður kæra frænka mín það verður þú að gera,
enda ertu svo ung og átt ýmislegt eftir.
                Knús til þín
                  Milla. I Wove You 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.6.2008 kl. 13:17

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Var svosem ekki hrædd vid neitt mín kæra ...Var hann nógu ungur????

Gudrún Hauksdótttir, 11.6.2008 kl. 13:59

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sama hugsadi ég ...Ef tetta gengur ekki tá bara gengur tad ekki.Ekki eins og tad se neitt hættulegt

Vid erum flottar tad er sko engin lygi.........

Gudrún Hauksdótttir, 11.6.2008 kl. 14:02

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við erum bara bestar, maður á að gera það sem manni langar til
svo framarlega sem það er gert í gleðinni.

Já hann er nú bara 7 árum eldri en ég.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.6.2008 kl. 15:25

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Habara allir í boltanum hérna.

Flottur pistill Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 11.6.2008 kl. 15:46

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góður pistill hjá þér

Huld S. Ringsted, 11.6.2008 kl. 17:33

15 Smámynd: Erna

 Gat það nú verið, þú komin af stað. Ég hef nú haft afnot af honum Birni mínum í tuttugu og átta ár og hef hugsað mér fleiri ár með honum en hann er fjórum árum yngri en ég. Hann er nú ekkert svo mikið notaður alltaf út á sjó þessi elska  þannig að að hann hlýtur að duga það sem eftir er. En annars góður pistill Milla mín. Knús .

Erna, 11.6.2008 kl. 19:58

16 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og sólarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.6.2008 kl. 20:00

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur þið eruð bara flottar, Erna sko ég er ekki komin af stað,
hvernig dettur þér það í hug rófan þín: ,, ég er 65 ára".
gerast ekki en.
Er hann Bjössi þinn yngri en þú?, kræf ertu stelpa,
ert þú annars ekki að fara að koma í heimsókn?
getur tekið Bjössa með þér ljúfangætum farið í skógarferð með hundana
                               Knús á ykkur allar.
                                milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.6.2008 kl. 20:13

18 Smámynd: Erna

Æ.... Milla mín ég meinti það ekki þannig  En það styttist í heimsókn  Ég er á næturvöktum núna og stefni á kíkk í næstu vakta pásu. Góða nótt Milla mín er að fara sofa smá fyrir vaktina.

Erna, 11.6.2008 kl. 20:28

19 identicon

Já Milla mín við konurnar verður alltaf betri og betri eftir því sem árin færast yfir okkur. Hef oft heyrt því haldið fram að karlarnir byrji að dala í kynlífinu um og yfir 35 ára aldurinn en þá fyrst eru konurnar að vakna og byrja að njóta kynlífsins. Þetta verður bara meira spennandi eftir því sem árin líða. Gott að ræða um þessi mál á opinskáan hátt.

Knús til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 20:33

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna ég vissi alveg að þú varst að djóka við þekkjumst of vel þil að misskilja hvor aðra, þessir villingar sem við erum.
                           knús til þín á næturvaktina.
                                  Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.6.2008 kl. 20:45

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína þú ert frábær að segja þetta því þetta er sannleikurinn,
og bara fínt að tala um hann.
það á heldur ekki að vera neitt feimnismál hvað þetta er spennandi viðfangsefni, og ekki væri verra að fá karlana inn í kommentin,
en held þeir þori ekki.
                          Knús til þín
                            Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.6.2008 kl. 20:50

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Batnandi konum er best að lifa - og engin spurning, við verðum bara betri með aldrinum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.6.2008 kl. 22:12

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Setningin  hugnast mér vel, batnandi konum er best að lifa,
og betri með aldrinum.

Vallý hvaða ellismellur er það?
Er það ekki bara fyrir karla?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2008 kl. 08:06

24 Smámynd: Sporðdrekinn

 Ég tek undir þetta með þér Milla!

Þegar að ég var yngri og rétt farinn að spá í þetta kynlíf þá var ég nú nokkuð viss um það að konur sem væri komnar yfir 30 væru löngu hættar að spá í þetta. Enda bara orðnar GAMLAR

Ég tek undir það sem Jónína segir: Hef oft heyrt því haldið fram að karlarnir byrji að dala í kynlífinu um og yfir 35 ára aldurinn en þá fyrst eru konurnar að vakna og byrja að njóta kynlífsins.

Ég er nú komin nær 40 en 30 og eru ekki mörg ár síðan að ég fann að þetta varð bara betra og skemmtilegra með aldrinum. En ég verð nú samt að segja að þetta passar ekki við makann minn, hann blómstrar með mér ííha!

Sporðdrekinn, 13.6.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband